Bændablaðið - 24.04.2013, Síða 26

Bændablaðið - 24.04.2013, Síða 26
26 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Feðginin Snæfríður og Ingi hefja framleiðslu á tannstönglum úr íslenskum stráum: Fyrstu viðbrögð lofa góðu „Fyrstu viðbrögð lofa góðu þannig að við erum nokkuð bjartsýn,“ segir Snæfríður Ingadóttir, sem ásamt föður sínu Inga Ragnari Sigurbjörnssyni hóf nýverið framleiðslu á tannstönglum úr íslenskum puntstráum. Varan er nýkomin í sölu í nokkrum verslunum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og hafa viðtökur verið góðar. Hugmyndin hefur lengi verið að gerjast í kolli feðginanna, en fór fyrir alvöru á flug í fyrravor og er eftir undirbúningsvinnu frá því á liðnu hausti nú orðin að veruleika. Ingi sem fæddur er og uppalinn í Ártúni í Grýtubakkahreppi vandist því ungur að árum að stanga úr tönnum sínum með því sem hendi var næst, stráum. „Svo var maður japlandi á stráum í tíma og ótíma, þegar verið var að gefa fénu eða sinna öðrum störfum heima við,“ segir hann. Þennan sið flutti hann með sér þegar hann flutti til Akureyrar fyrir meir en hálfri öld, gjarnan voru strá í stað tannstöngla á eldhúsborðinu á heimili hans og eiginkonunnar Margrétar Ingólfsdóttur. Börnin sem eru 6 talsins vöndust því snemma á að nýta þessa íslensku náttúruafurð í stað innfluttra tannstöngla úr tré eða plasti. Snæfríður segir að um árin hafi hugmyndin um framleiðslu á tannstráum eins og þau nefna afurð sína verið viðruð en lengra hafi hún ekki komist. „Þetta kom alltaf af og til upp, við veltum þessu fyrir okkur, hvaða möguleikar væri fyrir hendi og hvort um söluvæna vöru gæti orðið að ræða, en lengi vel var hugmyndin einungis á umræðustigi,“ segir hún. Oft rætt um árin „Ég man við vorum einhverju sinni í útilegu og engir tannstönglar með í þeirri för, en eftir matinn bauð ég fólki að hreinsa úr tönnum sínum með stráum. Þá ræddum við hvort ekki væri ráðlegt að hefja framleiðslu á slíkum tannstönglum,“ rifjar Ingi upp og bætir annarri sögu við. Einhverju sinni hafi hann ásamt Benedikt bróður sínum verið á ferð um Flateyjardalsheiði á miðju sumri og gras var óvenju mikið, höfðu þeir bræður vart séð annað eins. „Við fórum út úr bílum og grasið náði okkur í mitti,“ segir hann. Þegar halda átti af stað á ný var bílinn fastur, hann haggaðist ekki þrátt fyrir margar tilraunir. Við eftirgrennslan kom í ljós að hurðarföls voru öll full af stráum sem héldu jeppanum föstum. „Þetta er nú að hluta til lygasaga en ágæt engu að síður,“ segir Ingi sposkur, en enn og aftur skaut hugmyndinni um tannstráin upp í koll hans eftir ferðina. Í fyrravor tók Snæfríður þátt í Atvinnu- og nýsköpunarhelgi sem haldin var á Akureyri og í farteskinu var hugmyndin góða um framleiðslu á tannstönglum úr stráum. Skemmst er frá því að segja að verkefnið, sem bar nafnið Tannstrá, hafnaði í þriðja sæti. „Og þá fóru hjólin að snúast fyrir alvöru,“ segja þau. Mesta vinnan við hreinsun Þegar nokkuð var liðið á síðasta sumar fóru feðginin í leiðangur á heimaslóðir Inga í Grýtubakkahreppi og náðu sér í efnivið í fyrirhugaða framleiðslu sína, en best er að tína stráin þegar þau eru orðin nokkuð þurr og þar af leiðandi stífari. Landið er sérvalið, strá ekki tekin við þjóðvegi né heldur á landi þar sem búpeningi hefur verið beitt. Þegar nægur efniviður var kominn í hús var tekið til við hreinsunarstörf, en mesta vinnan í kringum framleiðsluna er að hreinsa stráin, kippa slíðri burt og er það að sögn mikil handavinna og tímafrek. Að því búnu eru stráin klippt niður í hæfilega stærð og síðan komið fyrir í pakkningu sem þau Snæfríður og Ingi hafa látið hanna fyrir sig. Hver pakki inniheldur um 200 strá en hann er á stærð við Ópalpakka. Huggulegur heimilisiðnaður „Við vorum að dunda við þetta með öðru í vetur, þetta er svona huggulegur heimilisiðnaður,“ segir Snæfríður en einnig var unnið að öðrum undirbúningi eins og að kanna hvort leyfi þyrfti til framleiðslunnar, m.a. var haft samband við heilbrigðiseftirlit og Umhverfisstofnun, en hvorugur aðilinn hafði neitt út á framleiðsluna Snæfríður og Ingi fóru á gamlar heimaslóðir hans að áliðnu síðasta sumari og náðu sér í efnivið til að vinna úr. Feðginin segja það gleðilegt að nú þegar gamall draumur sé orðinn að veruleika

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.