Bændablaðið - 24.04.2013, Page 27
27Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013
Snæfríður með knippi af fullþroskuðum puntstráum.
að setja. Snæfríður segir að
Umhverfis stofnun hafi reyndar spurt
hvort þau væru nokkuð að nýta afurð
sem gæti verið í útrýmingarhættu,
en svo sé alls ekki þar sem nóg sé af
puntstráum í landinu. Þá var einnig
unnið við gerð heimasíðu sem nú
hefur litið dagsins ljós og er slóðin
www.tannstra.is.
Hafa margt fram yfir innflutta
tannstöngla
Tannstrá hafa að sögn þeirra margt
umfram venjulega tannstöngla, m.a.
að um algjörlega náttúrulega afurð
er að ræða sem jörðin tekur við
að notkun lokinni. Þá eru íslensku
stráin passlega stíf til að stanga úr
tönnum, þau eru hol að innan og
leggjast því saman þannig að hægt
er að stinga þeim á milli tannanna
og virka því einnig sem tannþráður.
Að auki og sem nokkurs konar bónus
fær notandinn keim af íslensku sumri
beint í æð. Þá nefna þau að stráin
gætu líka nýst þeim sem eru að hætta
að reykja, grípa má til þeirra í stað
sígarettunnar líkt og hinn geðþekki
Lukku-Láki gerði. Pakki af íslenskum
tannstráum hentar líka sem gjöf til
vina og vandamanna erlendis, enda
um að ræða alíslenska og handunnan
náttúruafurð.
Bjartsýn á framhaldið
Snæfríður og Ingi segja
það gleðilegt að nú þegar
gamall draumur sé orðinn
að veruleika og sala hafin
gefi góð viðbrögð byr undir
báða vængi. „Við munum
halda ótrauð áfram og höfum
ekki ástæðu til annars en
vera bjartsýn á framhaldið,“
segja þau og hlakka til að
nýta komandi sumardaga úti í
guðsgrænni náttúrunni við að
afla sér efniviðar til áframhaldandi
framleiðslu tannstráa.
/MÞÞ
Mesta vinnan er við hreinsun stráanna.
Sunnlenski sveitadagurinn 2013
laugardaginn 4. maí
Austurvegi 69, 800 Selfossi
Sunnlenski sveitadagurinn hefur fest sig í sessi
sem einn stærsti viðburðurinn á Suðurlandi.
Nú gefst sunnlenskum fyrirtækjum tækifæri til að
kynna fyrir gestum framleiðslu sína og þjónustu,
en rúmlega 10.000 manns hafa sótt sýninguna
undanfarin ár. Sunnlenski sveitadagurinn verður
nú haldinn í fi mmta sinn.
Jötunn Vélar og Vélaverkstæði Þóris standa saman að Sunnlenska sveitadeginum
Áhugasamir hafi samband við
Auði Ottesen í síma 578 4800
eða á netfangið audur@rit.is
fyrir 1. maí.
Sölu- og þjónustuaðilar athugið
Beint frá bónda, heilsteikt naut, handverk, garðyrkjuvörur, landbúnaðarvélar, glímusýning, baggakast,
þrautabrautir, landnámshænur, dúfur, hestar, geitur, kindur, kálfar, hundar og grísir
Tilbúnum tannstráum komið fyrir í pakkningu.
Íslensku stráin eru
passlega stíf til að
stanga úr tönnum,
þau eru hol að inn-
an og leggjast því
saman þannig að
hægt er að stinga
þeim á milli tann-
anna og virka því
einnig sem tann-
þráður.