Bændablaðið - 24.04.2013, Page 29

Bændablaðið - 24.04.2013, Page 29
29Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Íbúðarhús til flutnings Um er að ræða reisulegt, vandað og fullbúið íbúðarhús sem selst til flutnings. Húsið er 81,1 fm að grunnfleti auk 13,7 fm efri hæðar. Alls er húsið 94,8 fm. Í húsinu eru vandaðar innréttingar og gólfefni í öllum rýmum. Hvíttað eikarspónlagt korkparket og flísar á blautrýmum. Innréttingar og innihurðir eru spónlagðar með hnotu frá Selós. Innra skipulag í húsinu er: Forstofa. Tvö svefnherbergi með skápum. Baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf, þar er handklæðaofn, baðkar og innrétting. Eldhús og stofa er opið í eitt, þar er upptekið loft. Þvottahús er flísalagt, þar eru innréttingar. Bakinngangur er flísalagður. Furustigi er á milli hæða. Efri hæð er opið rými. Að utan er það klætt með lituðu bárujárni. Hvítmálaðir furugluggar. Hitakútur fyrir neysluvatn. Hitatúpa og hefðbundnir miðstöðvarofnar. Húsið er staðsett í Þjórsárnesi í Flóahreppi. Nánari upplýsingar gefur Steindór Guðmundsson Löggiltur fasteignasali: Sími 480 2901 steindor@log.is bóndinn og sagði mér hlæjandi frá atburðum síðustu daga að maðurinn sem kom með pakkann spurði hvort þetta væru varahlutir í einhverja vél og bóndinn játti því. Maðurinn spyr bóndann því næst hvort hann kunni að gera við vélar og bóndinn svarar því neitandi. Maðurinn segist þá samstundis skuli koma með honum. Bóndinn átti erfitt með að neita honum um eftir greiðann og hjálpaði maðurinn honum með viðgerðina og beið þar til búið var að binda nokkra bagga til að fullvissa sig um að viðgerðin hafi heppnast. Síðan bað maðurinn bóndann um að skutla sér niður á bryggju á Akureyri, en þar lá báturinn hans. Á þessum tíma var verkfall loðnusjómanna og þessi maður var vélstjóri á einum bátnum. Bóndinn ætlaði einungis að skutla honum til Akureyrar en þegar þeir koma niður á bryggju biður maðurinn bóndann um að bíða og kemur að vörmu spori með þrjá aðra menn með sér og segir honum að nú komi þeir allir með honum til baka aftur. Úr varð að bóndinn fékk þarna fjóra hrausta karlmenn með sér í heyskap allan daginn og fram á nótt við að tína heybaggana. Bóndinn hafði aldrei séð önnur eins afköst en mennirnir voru búnir að liggja í viku í bátnum og voru því fegnir að fá eitthvað að gera. Það eina sem ég gat svarað bóndanum, þegar hann hringdi til mín, var að ég gæti ekki lofað honum að gera þetta aftur.“ Varahlutasendingar um helgar „Það er annað atvik sem er mér mjög minnisstætt. Eitt sinn var bóndi norður í Árneshreppi sem hafði samband við mig. Það bilaði hjá honum dráttarvél og ég vissi að umboðið átti ekki til þetta ákveðna stykki. Ég mundi eftir fyrirtæki sem sérhæfði sig í kúplingsdiskum. Þetta var á laugardegi og ég hringi í fyrirtækið en þar var til eitt stykki svo þá var búið að leysa það vandamál. En síðan var spurning hvernig ætti að koma pakkanum í Árneshrepp á laugardagseftirmiðdegi því næsta ferð var ekki fyrr en á þriðjudegi. Verslunareigandinn spyr mig hvert þetta eigi að fara og ég segi honum það og að ég viti ekki hvernig ég eigi að koma þessu af mér. Þá segist hann vera flugkennari og að hann sé að fá til sín nemanda. Hann segir þá alveg eins geta flogið á Gjögur eins og hvert annað. Svo ég hringi í bóndann og segi honum að koma út á flugvöll klukkan tvö en hann segir þá ekkert flug vera. Ég segi honum þá að hafa ekki áhyggjur af því og ítreka við hann að koma upp á flugvöll á umræddum tíma. Klukkan þrjú hringir hann í mig og ég ætla ekki að lýsa þakklætinu, það var mjög minnisstætt. Svona gátu hlutirnir gengið fyrir sig. Á þessum tíma í varahlutunum sem og áður og seinna er maður þakklátur fyrir að vera giftur góðri konu, Þórunni Kristinsdóttur. Ég var alltaf bundinn á helgarvöktum og hún hljóp í skarðið fyrir mig ef ég var ekki til staðar til að svara í símann. Með tíð og tíma hafði ég það í gegn að vélaumboðin fóru að hafa opið um helgar svo þá minnkaði þörfin fyrir mitt starf en um nokkurn tíma var vandamálið enn hvernig átti að koma hlutunum frá sér um helgar og þurfti oft að nota ýmsa klæki til að bjarga því.“ Auglýsingarnar hlaupa á tugum þúsunda Ráðningarstofan var aflögð árið 1995 þegar Búnaðarfélagið og Stéttarsambandið sameinuðust í Bændasamtök Íslands. Þá lá vel við að Eiríkur settist að nýju í stól auglýsingastjóra eftir haldgóða reynslu frá Þjóðviljanum sáluga. „Bændasamtökin keyptu Bændablaðið þetta ár af fyrirtækinu Bændasonum, sem hafði gefið blaðið út um nokkurn tíma. Þá sest ég í stól auglýsingastjóra og ég minnist þess að strax var byrjað að dreifa blaðinu ókeypis. Fyrsta blaðið var 12 blaðsíður að stærð og upplagið var sex þúsund eintök og einungis átta auglýsingar voru í fyrsta blaðinu,“ útskýrir Eiríkur og segir jafnframt; „Ég hef haft ágætt úthald og við höfum unnið okkur góðan sess á blaðamarkaðnum. Við höfum átt trygga viðskiptavini sem ég þekkti marga hverja frá fyrstu árunum hjá Búnaðarfélaginu. Þetta eru orðnar ansi margar auglýsingar í gegnum árin og nokkrir tugir þúsunda smáauglýsinga sem hafa margar hverjar vakið athygli. Þó að ekki sé langt síðan er enn verið að rifja upp teinóttu jakkafötin sem Sveinbjörn Benediktsson á Brúnavöllum í Austur-Landeyjum auglýsti og rataði inn sem fréttaefni hjá öðrum miðlum sem fylgdu honum eftir þegar hann afhenti kaupandanum jakkafötin.“ Hugsa nú um sjálfan mig og fjölskylduna Eiríkur horfir sáttur um öxl og ætlar sér hvergi nærri að setjast í helgan stein þegar síðasta vinnudeginum lýkur hinn 30. apríl næstkomandi. Þá taka nýir og ánægjuríkir tímar við. „Ég hef yfirleitt starfað hér með frábæru fólki í Bændahöllinni og það voru forréttindi að fá að vinna með mönnum eins og Halldóri Pálssyni búnaðarmálastjóra, Guðmundi Jósafatssyni frá Brandsstöðum og fleirum og fleirum. Auglýsingastarfið hefur verið skemmtilegt en þar starfar maður í afskaplega viðkvæmu umhverfi. Það hafa komið upp einstaka mistök við birtingu auglýsinga sem auglýsanda mislíkaði eðlilega en oftast nær hafa nást sættir og viðskiptavinur haldið áfram að auglýsa. Fyrstu árin voru erfið að því leytinu að telja mönnum trú um að þetta væri miðillinn sem þeir ættu að auglýsa í en þegar fram liðu stundir þurfti ekki mikið til að sannfæra menn um ágæti blaðsins, sem hefur unnið sér mikinn og góðan sess sem dreifbýlisfréttablað. Í minninu eru flest árin góð, maður gleymir því sem leiðinlegra var. En þetta er búið að vera algjört ævintýri að fara úr sex þúsund eintökum í 30 þúsund og auglýsingamagnið úr átta auglýsingum og upp í 90 fyrir utan nokkra tugi þúsund smáauglýsinga. Ég er sáttur og ég skila nokkuð góðu búi,“ segir Eiríkur með glettni í svip og spurður hvað taki nú við svarar hann; „Nú ætla ég fyrst og fremst að fara að hugsa um sjálfan mig og fjölskylduna. Ég hef sinnt verkefnum fyrir KSÍ sem eftirlitsmaður á leikjum og held því áfram. En nú get ég farið að sinna barnabörnunum og mér skilst að þau hlakki til þess. Ég fékk í það minnsta þessa spurningu um daginn; „Afi, geturðu þá farið að keyra mig á æfingar?“ /ehg Eiríkur Helgason á ganginum langa þar sem hann er búinn að stika ófáar ferðirnar á liðnum áratugum. Glaðbeitt knattspyrnulið Búnaðarfélags Íslands árið 1982. Í efri röð eru, frá vinstri: - félagið Almenningur kappanum upp á ís undir lok vinnuferilsins. SKÚFSLÆKUR – FLÓAHREPPI Til sölu er jörðin Skúfslækur í Flóahreppi. Áhugaverður húsakostur sem gefur ýmsa möguleika, m.a. myndarlegt íbúðarhús. Jörðin hefur undanfarið verið nýtt í tengslum við hrossarækt og tamningar og er aðstaða fyrir það góð. Nánari upplýsingar á fasteignamidstodin.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.