Bændablaðið - 24.04.2013, Page 33

Bændablaðið - 24.04.2013, Page 33
33Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 1. Hver er afstaða framboðsins til tolla og innflutningsgjalda á innfluttar land- búnaðarvörur sem eru í samkeppni við innlenda búvöru? Það á að viðhalda þeim til þess að vernda innlendan landbúnað. 2. Hver er afstaða framboðsins gagn- vart hugsanlegum innflutningi á lifandi dýrum og/eða hráum, ómeðhöndluðum dýraafurðum? Afstaða okkar er ítrasta varúð og við erum því mjög á móti því að taka sénsinn á að skæðir sjúkdómar berist hingað. Ef upp koma álitamál sem við höfum ekki næga þekkingu á, til dæmis spurningin um hvort sérstök dýravegabréf geti stundum komið í stað sóttkvíar, hlýðum við ráðum sér- fræðinga, t.d. dýralækna. 3. Telur framboðið nauðsynlegt að tryggja fæðu- og matvælaöryggi lands- ins? Ef svo, með hvaða hætti verður það best gert? Fyrst og fremst með því að styðja og vernda landbúnaðinn, ekki bara fyrir samkeppni frá útlöndum heldur líka fyrir ásælni fjármála afla. Félagsvætt fjármála- kerfi, sem væri ekki rekið í gróðaskyni heldur sem félagslega rekin þjónusta fyrir fólk og fyrirtæki, mundi veita bændum aðgang að lánsfé á hagstæðustu kjörum sem hægt væri, úr samfélagslegum eigin- fjársjóðum sem krefðust ekki vaxta af lánunum. 4. Hvaða leið vill framboðið fara varðandi aðildarviðræður Íslands við Evrópu- sambandið? Er framboðið fylgjandi eða andvígt aðild að sambandinu? Framboð okkar er fortakslaust andsnúið aðild að ESB, sér þar af leiðandi engan tilgang með frekari samningaviðræðum og mundi því slíta þeim við fyrsta tækifæri. Við sjáum Evrópusambandið sem hagsmuna bandalag samevrópsks stór auðvalds, sem mundi ekki bara fella niður tolla og hleypa erlendum fjárfestingum óhindrað inn í landið, heldur og steypa efnahaginn hérna ennþá fastari í markaðshyggju og þar með torvelda félagsvæðinguna sem við teljum lykilinn að uppbyggingu réttláts og farsæls efnahagskerfis. 1. Hver er afstaða framboðsins til tolla og innflutningsgjalda á innfluttar landbúnaðar vörur sem eru í samkeppni við innlenda búvöru? Samfylkingin styður stoðkerfi íslensks landbúnaðar eins og það er nú. Enda hafði fjármálaráðherra Samfylkingarinnar forgöngu að því að framlengja búvöru samningana og þing flokkur Samfylkingar innar studdi á fjárlögum líkt og áður um 9 milljarða framlög til framleiðslutengds stuðnings búgreina. Komi til þess, t.d. við aðild að ESB að innflutningstollar lækki, leggjum við mikla áherslu á að mæta því með auknum beinum stuðningi, bæði tengdum við ræktað land og beina framleiðslu. 2. Hver er afstaða framboðsins gagn- vart hugsanlegum innflutningi á lifandi dýrum og/eða hráum, ómeðhöndluðum dýraafurðum? Samfylkingin styður eindregið áfram- haldandi bann við innflutningi á lifandi dýrum. Í áliti meirihluta utanríkismála- nefndar frá 16. júlí 2009, sem fylgdi þingsályktun Alþingis um aðildarum- sóknina að ESB, kemur skýrt fram að viðhalda beri þeim undanþágum og sér- lausnum sem Ísland hefur í dag á grund- velli EES-samningsins. Sérstaklega er fjallað um lifandi dýr í því samhengi. Í samningsafstöðunni er með skýrum hætti farið fram á að banni við innflutningi lifandi dýra verði viðhaldið á grundvelli þess hversu fáir sjúkdómar finnast í búfé á Íslandi og þess hve viðkvæmir íslenskir búfjárstofnar eru gagnvart sjúkdómum. 3. Telur framboðið nauðsynlegt að tryggja fæðu- og matvælaöryggi landsins? Ef svo, með hvaða hætti verður það best gert? Já, svo sannarlega, meðal annars með því að tryggja þjóðinni stöðugan gjaldmiðil, afnám verðtryggingar og lágum vöxtum, þannig er rekstrargrundvöllur land- búnaðar tryggður og kaup á aðföngum viðráðanleg. Einnig styður Samfylkingin eindregið áfram haldandi beinan stuðning við landbúnaðar framleiðslu og vill útvíkka þann stuðning þannig að hann nái til fleiri búgreina. 4. Hvaða leið vill framboðið fara varðandi aðildarviðræður Íslands við Evrópu- sambandið? Er framboðið fylgjandi eða andvígt aðild að sambandinu? Samfylkingin vill ljúka aðildarviðræðunum við ESB og láta almenning taka ákvörðun um aðild út frá honum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Gerist Ísland aðili að ESB og taki upp evru þegar það er tímabærter það að því gefnu að þjóðarhagsmunir okkar verði tryggðir í aðildarviðræðunum. Samfylkingin vill flýta viðræðum við Evrópusambandið og leggja aðildarsamning í dóm þjóðarinnar eigi síðar en árið 2015. Ef Íslendingar samþykktu að ganga í ESB væri strax hægt að leggja meiri kraft í afnám gjaldeyrishafta. Þá væri hægt að komast strax í ERM-II-samstarfið á árinu 2016 og þar með gera krónuna stöðugri til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki. Samfylkingin 1. Hver er afstaða framboðsins til tolla og innflutningsgjalda á innfluttar landbúnaðar vörur sem eru í samkeppni við innlenda búvöru? Framsóknarflokkurinn styður að lagðir séu á tollar og innflutningsgjöld á búvörur sem eru sambærilegar þeim sem framleiddar eru hér á landi, til að verja lítinn heimamarkað gegn undirboðum á erlendum vörum sem gætu gert út af við íslenskan landbúnað enda er tollvernd notuð í flestum löndum til þess að vernda innlenda matvælafram- leiðslu svo tryggja megi fæðuöryggi. Skoða þarf sérstaklega útfærslu á tollunum m.t.t. innlendrar verðbólgu og þróunar síðustu ár. 2. Hver er afstaða framboðsins gagn- vart hugsanlegum innflutningi á lifandi dýrum og/eða hráum, ómeðhöndluðum dýraafurðum? Framsóknarflokkurinn leggst alfarið gegn innflutningi á lifandi dýrum og/eða hráum ómeðhöndluðum dýraafurðum. Við þurfum að verja innlenda búfjárstofna fyrir smitsjúkdómum – þar höfum við m.a. undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar þar að lútandi. Sú staðreynd að mjög fáir sjúkdómar eru þekktir í dýrum á Ísland sýnir hversu vel hefur til tekist og eru bestu rökin fyrir áframhaldandi banni við slíkum innfutningi. 3. Telur framboðið nauðsynlegt að tryggja fæðu- og matvælaöryggi landsins? Ef svo, með hvaða hætti verður það best gert? Við Framsóknarmenn teljum að auka þurfi innlenda matvælaframleiðslu m.a. til að tryggja fæðuöryggi landsmanna. Í dag framleiðum við um 50% af þeim mat innanlands sem við neytum.. Samkvæmt þjóðaröryggisstöðlum er það of lágt hlutfall. Þá er mikilvægt að viðhalda matvæla öryggi - sem er gott og staðfestist m.a. í því að á Íslandi er tíðni matarsýkinga með því lægsta sem gerist í heimi. Með því að auka innlenda framleiðslu og standa hörð á banni við innflutningi á hráum ómeðhöndluðum dýraafurðum sláum við fjórar flugur í einu höggi. Tryggjum áfamhaldandi gott matvæla öryggi, bætum fæðuöryggi landsins, aukum framleiðni og atvinnu í matvælaframleiðslu og spörum dýrmætan gjaldeyri. Fæðuöryggi verður best tryggt með því að skapa landbúnaði og öðrum matvælaframleiðendum þau starfsskilyrði að þær greinar geti vaxið og dafnað, til dæmis sem samningum milli ríkisvaldsins og bænda. 4. Hvaða leið vill framboðið fara varðandi aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið? Er framboðið fylgj- andi eða andvígt aðild að sambandinu? Flokksþing Framsóknarflokksins samþykkti að ekki yrði haldið áfram viðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins og er því á móti aðild líkt og mikill meirihluti þjóðarinar. Framsóknarflokkurinn 1. Hver er afstaða framboðsins til tolla og innflutningsgjalda á innfluttar land- búnaðarvörur sem eru í samkeppni við innlenda búvöru? Vinstri græn hafa alla tíð hvatt til upplýstrar og sanngjarnrar umræðu um matarverð á Íslandi. Líkt og aðrar þjóðir í okkar heimshluta hafa Íslendingar kosið að veita matvælaframleiðslu sinni nokkra vernd og eru fyrir því bæði efnahagslegar forsendur og öryggissjónarmið. Hagsmunum Íslendinga til lengri tíma er ekki borgið með því að leyfa niðurgreiddum erlendum landbúnaðarvörum að kollkeyra íslenska framleiðslu. 2. Hver er afstaða framboðsins gagnvart hugsanlegum innflutningi á lifandi dýrum og/eða hráum, ómeðhöndluðum dýraafurðum? Vinstri græn hafa varað sérstaklega við innflutningum á lifandi dýrum og hráum, ómeðhöndluðum dýraafurðum. Það er á ábyrgð Íslendinga að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika með því að tryggja að gamalgrónir, staðbundnir dýrastofnar spillist ekki. Innflutningur á hráu kjöti getur reynst hættuspil og boðið heim sjúkdómum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir íslenskan landbúnað. 3. Telur framboðið nauðsynlegt að tryggja fæðu- og matvælaöryggi landsins? Ef svo, með hvaða hætti verður það best gert? Í heimi þar sem matvælaskortur og hækkandi matarverð er vaxandi vandamál er brýnt að huga að fæðu- og matvælaöryggi. Það gerum við best með því að halda úti kraftmiklum landbúnaði sem framleitt getur sem stærstan hluta fæðunnar í landinu. Hér er einnig um mikilvægt umhverfismál að ræða og í samræmi við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar sem býður að matvæli séu sem mest ræktuð á heimaslóðum. Hvaða leið vill framboðið fara varðandi aðildarviðræður Íslands við Evrópu- sambandið? Er framboðið fylgjandi eða andvígt aðild að sambandinu? Vinstri græn eru andvíg aðild Íslands að ESB. Þó telur hreyfingin rétt að ljúka yfirstandandi aðildarviðræðum innan tiltekins tímaramma og bera niðurstöðuna undir dóm þjóðarinnar, til að fá niðurstöðu í þetta gamla deilumál. Vinstrihreyfingin – grænt framboð 1. Hver er afstaða framboðsins til tolla og innflutningsgjalda á innfluttar land- búnaðarvörur sem eru í samkeppni við innlenda búvöru? Landsbyggðarflokkurinn styður öflugan íslenskan landbúnað og vill skoða leiðir til að efla hann og auka frelsi í greininni. Styðja þarf betur hugmyndir um sjálfbærni svæða, heimaframleiðslu og sölu, t.d. „Beint frá býli“, og almennt allar góðar hugmyndir sem skapa líf í sveitum landsins. Landsbyggðarflokkurinn er eindregið hlynntur tollum og innflutningsgjöldum á innfluttar landbúnaðarvörur sem eru í samkeppni við þær íslensku, það er ljóst að þær influttu eru mikið niðurgreiddar því landbúnaður á Norðurlöndunum nýtur mikilla ríkisstyrkja og styrkir til landbúnaðar er langstærsti útgjaldaliður Evrópusambandsins. Skoða mætti hvort ekki sé ástæða til að afnema virðisaukaskatt af íslenskum landbúnaðarvörum til að koma til móts við íslenska neytendur. 2. Hver er afstaða framboðsins gagnvart hugsanlegum innflutningi á lifandi dýrum og/eða hráum, ómeðhöndluðum dýraafurðum? Landsbyggðarflokkurinn er andvígur inn- flutningi á á lifandi dýrum og/eða hráum ómeðhöndluðum dýraafurðum, ekki síst til að tryggja þann hreinleika sem íslenskar landbúnaðarafurðir eru þekktar fyrir. Teljum einnig brýnt að varðveita íslenska búfjárstofna og sérkenni þeirra. 3. Telur framboðið nauðsynlegt að tryggja fæðu- og matvælaöryggi landsins? Ef svo, með hvaða hætti verður það best gert? Nauðsynlegt er að tryggja fæðu- og mat- vælaöryggi landsins og er það best gert með að styðja vel við íslenskan landbún- að, auðvelda nýliðun í greininni og huga að hvernig nýta megi sem best íslenska orku í þágu landbúnaðarins. 4. Hvaða leið vill framboðið fara varðandi aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið? Er framboðið fylgj- andi eða andvígt aðild að sambandinu? Landsbyggðarflokkurinn styður aukið lýðræði og vill að íslenska þjóðin taki afstöðu til stórra mála á borð við aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslum. Landsbyggðarflokkurinn Auglýsandi góður, veldu... Bændablaðið ...ef þú vilt ná sambandi við fólk Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.