Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013
Syðra-Skörðugil í Skagafirði:
Minkaræktin á sér einnig
verðmætar aukaafurðir
– vísbendingar um heilnæmi minkafitunnar
Á Syðra-Skörðugili í Skagafirði
er rekið minkabúið Urðarköttur
ehf. Skinnin sem þar eru framleidd
eru verkuð á staðnum til sölu á
markaði – auk skinna frá öðrum
bændum. Við verkunina falla til
mörg tonn af minkafitu sem ábú-
endur hafa haft augastað á að gera
sér mat úr og áralöng handavinna
við verkun skinnanna hefur sann-
fært þá um að fitan hafi góð og
græðandi áhrif á húðina. Vinnan
við vöruhönnun úr fitunni er nú á
frumstigi en leitað hefur verið sam-
starfs við Matís við öflun styrkja
svo formleg vöruþróun geti farið
í gang.
„Við höfum fullan hug á að
gera nýtar vörur úr fitunni,“ segir
Ásdís Sigurjónsdóttir ábúandi á
Syðra-Skörðugili og starfsmaður
Urðarkattar. Vonandi verða niður-
stöðurnar hjá Matís jákvæðar og þá
fer í gang formleg vinna við þróun
á vinnsluaðferðum og vöruþróun.
Markmiðið er að finna leiðir til að
gera fituna að verðmætri og nýtilegri
vöru.“
Lengi verið rætt um að góðu
hráefni sé sóað
„Hér á Skörðugili erum við búin að
tala um það lengi hvað við förum illa
með gott hráefni, þ.e. að urða fituna.
Á hverju hausti höfum við dásamað
hana, því þeir sem hafa unnið við
fláningu dýranna hafa alltaf verið
alsælir með hvað þeir fá mjúkar
hendur og hvað öll sár og skurfur á
höndunum gróa vel.
Minkarækt hófst hér á bæ árið
1983 þannig að þessir hlutir hafa
gerst hægt. Það eru líklega 3 ár síðan
Einar, maðurinn minn, kom heim
með fitu í fötu og við ákváðum að
bræða hana og búa okkur til hand-
áburð úr henni. Síðan fórum við að
bæta í blönduna ýmsum jurtum sem
löng reynsla er fyrir að séu græðandi
og bólgueyðandi. Svo notum við
þaramjöl frá Reykhólum sem þráa-
vörn. Þetta er því lífrænt smyrsl án
nokkurra aukaefna. Það má segja að
góðir hlutir gerist hægt. Okkur líkaði
áburðurinn vel og fórum að gefa
vinum og vandamönnum prufur og
þeir létu vel af og sögðu öðrum frá.
Svona byrjaði nú boltinn að rúlla,“
segir Ásdís.
Urðarköttur verður framleiðandi
vörunnar sem hefur fengið heitið
Sárabót, en eigendur þess eru þau
Einar E. Einarsson, sonur Ásdísar,
og kona hans Sólborg Una Pálsdóttir.
En það er nú svo lítið magn sem fer
í nokkrar dósir af Sárabót að það eitt
og sér markar lítið spor í fitumagnið
sem til fellur.
„Sonur okkar, Sigurjón Pálmi,
er dýralæknir og hann fór að prófa
Sárabótina á múkk á hestum [innsk.
blm.: húðsjúkdómur með bólgu og
útbrotum, einkum í kjúkubót]. Þar
gaf hún svo góða raun að í kjölfarið
var farið að þrýsta á okkur að
framleiða smyrslið og hafa það til
sölu einhvers staðar.
Í dag má því kaupa þessa
tilraunaframleiðslu okkar í
hestavöruverslun Kaupfélags
Skagfirðinga á Sauðárkróki og í Top
Reiter í Kópavogi.
Smyrslið virðist einnig hafa
eiginleika til að græða ýmis sár og
fleiður á fólki sem aðrir áburðir hafa
ekki getað grætt. Þannig hefur það
auglýst sig sjálft og ef það gengur
vel með vöruþróunina er stefnt
á fleiri vörur og/eða að framleiða
hreina olíu sem gæti gengið inn í
aðra vöruflokka þar sem minkafita
er notuð; eins og í snyrtivörur. Það
má því segja að framleiðsla á húð-
vörum fyrir fólk sé á áætlun. En öll
þróun tekur tíma og kostar peninga
og því þarf að leita fleiri styrkja til
að greiða sérfræðiþekkinguna sem
þarf til að móta slíka framleiðslu.“
Frekari úrvinnsla
Ásdís segir að fyrsta hugmyndin
að því að vinna úr fitunni gangi út
á að þróa vörulínu fyrir hestamenn
í samvinnu við Matís og fleiri
aðila en ætlunin er að sú vörulína
innihaldi bæði smyrsl, sápur og
leðuráburð. „Síðan þarf að hafa
húsnæði tilbúið þegar framleiðsla
hefst. Við höfum nú þegar fengið
styrkveitingar til verkefnisins frá
Framleiðnisjóði landbúnaðarins og
Nýsköpunarmiðstöð Íslands/Impru.“
Vinnsluaðferðir og
fjármögnunarleiðir
Að sögn Ásdísar er einn liður í
samstarfinu við Matís að finna út
hagkvæmustu vinnsluaðferðina á
fitunni. „Öll skinn sem eru verkuð
hér í skinnaverkuninni þarf að skafa
holdrosamegin áður en þau eru
þurrkuð og það er sú fita sem kemur
við skröpun skinnanna sem er notuð.
Til að fullvinna hana þarf síðan
að bræða hana og sía því mikið sag
er notað þegar skinnin eru hreins-
uð. Það kemur svo ekki í ljós hver
kostnaður inn við vinnsluna verður
fyrr en sérfræðingarnir hjá Matís
verða búnir að finna út fyrir okkur
hvaða tæki og tól henta best til fram-
leiðslunnar. Einnig þarf að gera ráð
fyrir kostnaði við tínslu jurtanna því
það er mikil vinna.
Markmiðið með samstarfi við
Matís er að fá inn sérfræðinga á
mismunandi sviðum til að þróa
vinnsluaðferðir en einnig að greina
sem best afurðina og hjálpa okkur
við að tryggja gæði á þeirri vöru sem
við viljum að lokum setja á markað.
Eitt svið Matís ohf. er staðsett á
Sauðárkróki og þangað leituðum við
eftir ráðleggingum og var vel tekið.
Það að fara að framleiða vöru sem á
að markaðssetja hérlendis og í útlönd-
um kallar á mikla sérfræðiþekkingu
og til að geta farið í samstarf um slíkt,
við aðila eins og Matís, þarf að afla
styrkja. Í augnablikinu er því unnið að
fjármögnun svo formleg vöruþróun
geti hafist.“
Verðmætið í aukaafurðunum
Ásdísi er umhugað um að aukaafurðir
séu fullnýttar. „Fitan er aukaafurð sem
nauðsynlegt er að gera að nýtri vöru
og styrkja með því stoðir minka-
ræktar innar. Það trúir enginn minka-
bóndi á að þessi mikla eftirspurn sem
núna er á skinnum eigi ekki eftir að
taka einhverja dýfu og þá getur verið
góður stuðningur við hana ef hægt er
að breyta fitunni í seljanlega vöru.
Það eru ekki mörg ár síðan farið
var að fullnýta fisk- og sláturúrgang
en nú er sú aukaafurð vel nýtt til
góðra hluta. Svo vona ég að ekki líði
mörg ár áður en fundin verður leið
til að umbreyta minkaskrokkunum
í fiska- eða gæludýrafóður. Það er
hrein verðmætasóun að breyta ekki
skrokkunum í einhverja nýtilega
vöru. Dýrin eru fóðruð og hirt eins og
best verður á kosið því við fáum ekki
úrvals skinn nema dýrinu líði vel.
Kannski kemur að því þegar við
verðum búin að fullnýta minka fituna
að við setjum upp niðursuðuverk-
smiðju. Vantar ekki víða mat í heim-
inum bæði fyrir menn og dýr?“ spyr
Ásdís að lokum.
/smh
Ný bygging sem tilheyrir
byggðasafninu hefur verið
tekin í notkun á Skógum undir
Eyjafjöllum. Um er að ræða 1.400
fermetra stálgrindarhús með 400
fermetra millilofti. Allt er þetta
byggt án nokkurrar lántöku eða
opinberra fjárveitinga.
„Þessi framkvæmd er alfarið
fjármögnuð af rekstrartekjum
Skógasafns og engin lán tekin
vegna hennar. Mun það vera eins-
dæmi þegar um safnahús eða aðrar
opinberar framkvæmdir er að ræða
sem ekki eru á fjárlögum. Gert er
ráð fyrir að framkvæmdum við húsið
verði að fullu lokið haustið 2013 og
hefur það þá verið fjögur ár í byggg-
ingu. Húsið verður vígt á þessu ári
en vígsludagurinn hefur ekki verið
ákveðinn,“ sagði Sverrir Magnússon,
framkvæmdastjóri Skógasafns. Hann
hefur haft yfirumsjón með fram-
kvæmdinni og annast fjármál vegna
hennar.
Í suðurenda hússins er verkstæði
og áhaldahús safnsins. Er það
með eldvarnarvegg sem skilur
það frá geymslusal. Í norðurenda
geymslunnar er 40 fermetra milli-
gólf þar sem geymdir verða
minni safnmunir, en í aðalsal
verða bílar og önnur stærri tæki
varðveitt. Þar má m.a. finna bíla-
og tækjasafn Samgöngusafnsins og
Vegagerðarinnar sem varðveitt er að
Skógum.
Byggingarstjóri við fram-
kvæmdina var Viðar Bjarnason, en
hann er umsjónarmaður fasteigna
Skógasafns.
/MHH
Nýtt 100 milljóna hús reist á Skógum:
Byggt án lántöku
eða ríkisframlags
Rottum og músum eytt án eiturefna:
Einungis notað rafmagn
við að drepa meindýrin
Danskt fyrirtæki, Wisecon, setti
fyrir fáeinum árum á markað
tvær gerðir af tækjum sem bylta
starfsemi er snýr að eyðingu
rotta og músa án notkunar
eiturefna. Ekki er talið ólíklegt
að íslenskir bændur muni sýna
þessari tækni áhuga.
Hér er um nýjar afkastamiklar
og umhverfisvænar lausnir að
ræða sem eru hægt og rólega að
breiðast um heiminn, að því er
segir í tilkynningu frá fyrirtækinu
BR ehf., sem hefur einkaleyfi á
vörum frá Wisecon á Íslandi. Er
verið að skoða hvort þessi tækni
henti ekki jafn vel hérlendis sem
erlendis. Um tvö tæki er að ræða,
annað heitir WiseBox og vinnur
ofanjarðar og hitt, WiseTrap,
vinnur í brunnum fráveitukerfa.
Ekkert eitur, bara rafmagn
Í dag er enn
notast við
eitrun víða
um heim og
enginn veit
hversu lengi
slíkt hefur
verið stundað.
Sú lausn er
engan veginn
viðunandi, því
bæði kvelst
dýrið nokkurn
tíma og einnig
berst eitrið áfram út í náttúruna og
veldur þar frekari skaða. Wisebox,
sem er kassalaga og vinnur ofan
jarðar, er staðsett við útvegg. Á
því er inngönguleið fyrir rottur
eða mýs. Fari dýrið inn í gildruna
fær það í sig 4.000 volta spennu og
drepst samstundis. Að því loknu
lyftir tækið hræinu upp og veltir
yfir í sorppoka við hlið lyftunnar.
Allt fer þetta fram innan kassans.
Eyðing í skólpræsum
WiseTrap er bogalaga og staðsett
í brunnum fráveitukerfa. Það er
einkum hannað fyrir rottur. Neðri
hluta tækisins er komið fyrir inni
í fráveituröri og fari rottan eftir
rörinu og undir tækið skynjar
það hitann frá henni og skýtur
samstundis niður oddum og
drepur rottuna. Oddarnir dragast
til baka og inn í tækið en hræið
heldur áfram eftir lögninni og til
næstu hreinsistöðvar eða til sjávar.
Í flestum tilfellum dugar ekki ein
slík gildra sem slík heldur þarf að
vinna kerfisbundið með þremur
til fjórum gildrum. Hægt er að
koma fyrir kvikmyndavél niður í
brunninn til þess að staðfesta að
um rottu sé að ræða.
Tækjunum fylgir tölvubúnaður
sem sendir boð til spjaldtölvu
umsjónarmanns þegar aflífun
hefur farið fram. Tölvubúnaðurinn
telur tilfellin, lætur vita ef
rafhlaðan er að klárast, fylgjast
með hitastigi og svo framvegis.
Á heimasíðu fyrirtækisins www.
wisecon.dk má sjá myndbönd
sem sýna betur hvernig þessi tæki
virka.
Sólborg Una Pálsdóttir og Einar E. Einarsson, eigendur Urðarkattar.
Wisebox er til
WiseTrap er bogalaga og staðsett i
Mynd / MHH