Bændablaðið - 24.04.2013, Síða 51

Bændablaðið - 24.04.2013, Síða 51
51Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 K Ä R C H E R S Ö L U M E N N Iðnaðarryksugur Selen, E-, A og D-vítamín á fljótandi formi, til inngjafar fyrir lömb, kálfa og kiðlinga -Mjög hátt hlutfall af vítamínum og seleni -Tilvalið í lömb sem hafa verið lengi inni -Gefið um munn - engar nálastungur og minnkar því líkur á liðabólgu Sjá nánar: www.kb.is Sókn í landbúnaði Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð haft sterka og skýra stefnu i atvinnumálum og er landbún- aður þar einn af hornsteinum hennar. Málefni landbúnaðar- ins hafa ætíð verið í forgrunni í áherslum Sjálfstæðisflokksins. Svo er enn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur metnað til að íslenskur landbúnaður fái tækifæri til að eflast enn frekar og sækja fram. Landbúnaður og búskapur bænda hefur tekið miklum breyt- ingum á undanförnum árum. Áhersla a nýjar búgreinar, aukna fagmennsku og ekki síst sú öfl- uga sókn sem hefur orðið í hvers konar heimavinnslu og beinni sölu Beint frá bónda. Slík tenging er afar verðmæt, á milli bænda og neytenda. Aukin fjölbreytni og ekki síst metnaður bænda að draga fram einstök gæði búvörunnar. Ég tel landbúnað eiga mikil sóknarfæri á grunni slíkra gæða. Það er mikilvægt að land- búnaðurinn búi við sterka og skýra framtíðarsýn. Starfsumhverfi hans verður að vera stöðugt og skyndi- legar kollsteypur geta aldrei verið gæfuríkar. Það er því ekki i boði að gera einhverjar þær breytingar er geta kippt skyndilega rekstrarfor- sendum undan einstökum búgrein- um. Það er ekki rétt sem gefið er í skyn í síðasta Bændablaði, að Sjálfstæðisflokkurinn boði koll- steypur í lækkun tolla er rýri sam- keppnisstöðu innlendrar búvöru- framleiðslu. Miklu frekar viljum við efla íslenskan landbúnað og höfum fulla trú á að hagsmunir bænda og íslenskra neytenda fari saman. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að starfa með bændum sjálfum að framþróun og sókn í landbúnaði. Í stefnu flokksins er einmitt lögð áhersla á vaxtar- möguleika hans í breyttum heimi. Aukin eftirspurn eftir matvælum, ekki síst af miklum gæðum, eru tækifæri sem verður að fylgjast með og grípa. Við getum stækkað landbúnaðinn, sótt fram og þannig hleypt lífi í sveitirnar. Í sveitum landsins býr harðduglegt fólk sem er meira en tilbúið að halda áfram að auka veg íslenskrar landbún- aðarframleiðislu. Það verður spennandi verkefni á næsta kjörtímabili að vinna að slíkri sókn. Sóknarfærin eru mörg og margvísleg. Gildi landbúnaðar fyrir landið er mikið og ekki síst fyrir ferðaþjónustuna. Þar liggur til grundvallar starf bænda við ferðaþjónustu, sem og mikilvægi þess að hér verði a boðstólum fyrir ferðamenn úrvals hráefni til matargerðar og upplifunar. Þá má ekki gleyma gildi þess að nýta landið, að gestir okkar geti ferðast um búsældarlegar sveitir. Reyndar er það nú staðreynd að aukinn straumur ferðamanna hingað til lands hefur stækkað markað fyrir íslenska búvöru á undanförnum árum. Innan okkar raða eru fram- bjóðendur sem hafa mikla þekk- ingu á málefnum landbúnaðarins. Landbúnaður er sannarlega einn af þeim atvinnuvegum sem geta verið hluti af þeirri sókn sem landið okkar þarf á að halda, og við ætlum að vinna að eftir kosningar. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson Tíkin Póli Pólitík. Fram til þessa hefur þetta orð verið fyrir mér samasem leiðindi, svik, hagsmunapot og rifrildi, en ég hef alltaf talið það sem kallað er pólitískt vera viðrini en ekki lengur. Eftir að hafa horft upp á stóran hóp Íslendinga flytja úr landi, marga aðra missa eignir sínar og lenda nánast á vergangi settist ég niður og fór að kynna mér þessa hluti sem fram til þessa hafa eingöngu vakið mér ógleði, þ.e.a.s. pólitík. Eftirlitið og arðsemin Það sem mér ofbýður mest á Íslandi er hin ört vaxandi stofnana- og eftir- litsmennska sem tröllríður öllu hérna á klakanum, endalaus leyfi sem þarf fyrir öllu og stigvaxandi skattar. Ég get ekki séð hvernig sá litli hluti landsmanna sem skapar raunveruleg verðmæti getur staðið undir þessum stóra afætuhópi án þess að eitt- hvað láti undan. Eftirlitið er orðið svo mikið að t.d. er eftirlitsmaður settur yfir eftirlitsmenn hreindýra- veiðimanna! Hugsið ykkur. Þá er fjöldi nefnda og annar óskapnaður orðinn svo óheyrilegur að ætla má að allt að 10.000 manns séu í þeim 2.000 nefndum á vegum ríkisins ein- göngu og ekki má gleyma nefndinni sem Alþingi kom á fót til að finna út hvernig fækka mætti nefndum. Hvernig skyldi henni vegna? Pólitíkin og vinir hennar Svo er það minnisvarðablætið. Það hefur örugglega alltaf verið við lýði en Alfreð nokkur Þorsteinsson kom upp hrikalegu mannvirki sem Orkuveita Reykjavíkur brúkar að hluta til sem skrifstofur. Davíð reisti sér svo minnisvarða úti í Reykjavíkurtjörn við misjafnar undirtektir. Halldór félagi hans Ásgrímsson á kannski engan alvöru minnisvarða en þó kom hann bless- uðu kvótakerfinu á með Davíð og færði glæpafélögum sínum banka á silfurfati. Finnur Ingólfsson fékk líka sinn skerf og einnig minnir mig að faðir framsóknardátans hafi þurft að segja af sér þingmennsku eftir að hafa nánast hirt Kögun af ríkinu fyrir minna enn ekkert með aðstoð Steingríms Hermannssonar. Já, þetta eru sannir pólitíkusar. Og nú stendur til að byggja nýjan spítala fyrir hátt í hundrað milljarða og það fyrir utan tæki. Það finnst mér sérstakt í ljósi þess að ekki hafa verið til peningar til að halda þeim byggingum við sem fyrir eru og kaupa tæki sem þar vantar, hvað þá að borga blessuðu starfsfólkinu sómasamleg laun. Þetta bara skil ég ekki enn því þetta er örugglega pólitík. Ég skil heldur ekki son hans Denna, sem segir að allt muni lagast ef við göngum inn í bandalag með 300 milljón manns, þá fyrst verði hlustað á okkur smælingjana í norðurhöfum. Þá á allt að lagast, verðlag að lækka og vextir líka, atvinna verður í blóma og allt alveg geggjað. Ég hef aðeins kynnt mér þau lönd sem hafa farið þarna inn nýlega og þar virðist þessu öfugt farið, verðlag hækkar og atvinnuleysi stóreykst, en sennilega er þetta bara vitleysa í mér eða þá bara pólitík. Svo eru það lífeyrissjóðirnir sem mér skilst að hafi verið stofnaðir upphaflega til að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld en virðast í dag aðallega vera til þess að tryggja stjórnendum sínum áhyggjulausa ævi og vinum og vandamönnum gott aðgengi að fjármagni. Bruðlið er ótrúlegt. Vissuð þið t.d. að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er starfræktur í 1.600 fermetra hús- næði við Engjateig í Reykjavík? Við flutninginn þangað voru þetta alls 40 starfsmenn í öllu húsinu. Það er örugglega ekki bruðl að þeirra mati að hafa 40 fermetra á starfsmann en ég er nokkuð viss um að ef hús- næðið væri nýtt sem elliheimili væri eitthvað þrengra um mannskapinn. Sennilega er þetta bara pólitík. Verkalýðsforystan er komin svo langt frá upphaflegum tilgangi sínum að einu félagi undanskildu að það er hreint ótrúlegt. Þeir berjast ekki fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna á nokkurn hátt heldur eyða tíma sínum í snittuát og innihaldslaus fundarhöld í góðri sátt við Samtök atvinnulífsins. Alþýðusambandið er komið svo langt frá verkalýðnum að toppurinn þar er ekki venjulegur formaður heldur forseti! Hvað er að? Svo sást til sólar En svo kviknaði ljós í kollinum á mér. Ég las stefnuskrá Hægri grænna og komst þar að því að þeir virðast ekki jafn hallir undir eftirlit, skatta, spillingu og almenna heimsku og megnið af hinum flokk- unum. Þeir vilja einfalda skattkerfið, hækka lágmarkslaun, leiðrétta lán heimilanna með aðferð sem hefur verið notuð áður annars staðar með góðum árangri, hætta við bygg- ingu nýs spítala, taka upp stöðugan gjaldmiðil og opna bókhald ríkisins ásamt mörgu öðru eðlilega, en það sem mér fannst best að sjá var það að formaður flokksins er sem gestur í eigin landi, að hann er ekki innvikl- aður í íslenska pólitík og sér hlutina með augum gestsins. Það að hann skuli ekki vera kjörgengur skiptir nákvæmlega engu máli því það er stefnan sem flokkurinn stendur fyrir en ekki einstaka frambjóðendur sem skipta máli, ólíkt mörgum öðrum framboðum þar sem allt snýst um að koma ákveðnum poturum á þing. Því segi ég X-G fyrir framtíð Íslands. Brynleifur Siglaugsson Skinnaskrapari og smiður.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.