Bændablaðið - 24.04.2013, Side 54
54 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013
Lesendabás
Þann 14. mars var ég á fundi
á Hvanneyri. Til hans höfðu
Samtök ungra bænda boðað.
Umræðuefnið var nýliðun í
landbúnaði. Eftir kynningu
á samantekt um málið var
fulltrúum stjórnmálaflokka,
hreyfinga og afla gefinn kostur
á framsögu um stefnu sinna
framboða í landbúnaðarmálum
og þá sérstaklega um nýliðun.
Svo sátu þessir sömu fulltrúar
fyrir svörum og leituðust við að
svara fyrirspurnum fundargesta.
Þetta var fjölsóttur fundur, margt
ungt fólk og vafalaust mörg
þeirra sem hafa hug á að vinna
við landbúnað í framtíðinni.
Hafi einhver fundargesta búist
við töfralausnum á hvernig væri
best að standa að nýliðun komu
ekki svör við því önnur en: Að
kaupa jarðir, bústofn og að hefja
atvinnurekstur hvort heldur sem
væri í dreifbýli eða þéttbýli hefði
verið erfitt og yrði það trúlega
áfram. Bestu verkfæri til að
komast þar áleiðis væru þekking,
skipulagning og dugnaður (já eða
bara krækja sér í pilt eða stúlku sem
kemur frá vel uppbyggðri bújörð).
Talsmenn framboðanna lögðu
til málanna nokkrar tillögur
sem greitt gætu fyrir nýliðun
s.s. bætt samfélagsþjónusta,
lægra raforkuverð og alvöru net-
samband, lægra jarðaverð, aðgengi
að ódýru þolinmóðu lánsfé og
Ólína (Þorvarðardóttir) sagði að
aðild að ESB væri allra meina
bót. Ásmundur Daðason byggði
draumórakenndar skýjaborgir
um stórfelldan útflutning
landbúnaðarvara og Haraldur
Benediktsson gladdist yfir að
standa aftur við ræðupúltið þar sem
hann hélt sína fyrstu pólitísku ræðu
fyrir 30 árum. Hann hefði enn sömu
skoðanir og þá. Þá velti ég fyrir mér
hvort hann hefði ekkert þroskast
síðan þá, eða hvort hann héldi
virkilega að Sjálfstæðisflokkurinn
væri í dag flokkur sömu viðhorfa
og gilda og fyrir 30 árum.
Svo varð mér allt í einu
hugsað til afa
Runólfur Jón Sigurðsson móðurafi
minn fæddist á Skerðingsstöðum
í Reykhólasveit 1901. Hann sleit
barnsskónum í Reykhólasveit og
varð bóndi í Húsavík á Ströndum
á þriðja áratug liðinnar aldar og bjó
þar alla sína búskapartíð. Hann var
ungur bóndi á kreppuárunum um
1930. Þá var víst alvöru kreppa, gott
ef það var ekki vegna þess að eitt
loftbóluhagkerfið hrundi.
Afi var stuðningsmaður
Framsóknarflokksins. Það var í þá
tíð þegar Framsóknarflokkurinn
átti hugmyndafræðilegan grundvöll
sem byggðist á samvinnustefnu og
félagshyggju. Ég minnist þess ekki úr
uppvexti mínum að afi hafi nokkurn
tíma talið eftir sér tíma og spor til að
hjálpa og létta undir með samferða-
fólki sínu í lífinu. Ég minnist þess
líka að hafa heyrt Runólf afa minn
tala um að það yrði að hafa lög um að
menn mættu ekki eiga bæði peninga
og völd. Græðgin væri óstöðvandi og
það yrði að hemja hana.
Hann afi minn varð ekki íhalds-
samur með aldrinum heldur
þvert á móti varð hann róttækur
vinstrimaður. Hann fylgdist alla
tíð vel með þjóðmálum og oft var
viðkvæðið hjá honum ef hann sá eða
heyrði eitthvað sem honum fannst
vitlaust og líkaði miður: „Ég held að
mennirnir séu ekki með réttu ráði.“
Á heimleið frá Hvanneyri rifjaðist
upp fundur sem framsóknarmenn
héldu skömmu áður á Hólmavík.
Þar vall loforðaflaumurinn frá vitum
þeirra Gunnars Braga og Ásmundar
Daðasonar. Það átti að afnema
verðtryggingu og lækka skuldir
heimila. Reyndur og varfærinn
framsóknarmaður á fundinum vildi
fá að vita hvar ætti að fá fjármuni til
þess og svörin voru helst á þá leið
að ekki væri búið að útfæra það. Ég
verð að játa að þetta fannst mér ekki
sannfærandi málflutningur.
Ég minntist líka viðtals við Harald
Benediktsson í Bændablaðinu,
en í því sagðist hann hafa verið
stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins
frá barnsaldri. Sá flokkur væri laus
við „kreddur og isma“. Nú kann að
vera að Haraldur hafi ekki heyrt um
kapítalisma og það er möguleiki, þótt
fjarlægur sé, að hann hafi aldrei heyrt
um hagfræðikreddur sem í daglegu
tali eru kenndar við frjálshyggju.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði til
þess styrk, með dyggum stuðningi
Framsóknarflokksins, að nota
íslenskt samfélag sem tilraunastofu
fyrir frjálshyggjuna. Þeirri tilraun
lauk með hörmulegum afleiðingum
á haustdögum 2008.
Það væri stórmannlegra af Haraldi
og öðrum sjálfstæðismönnum og
fylginautunum framsóknarmönnum
að viðurkenna mistök. En úr því að
þeir gera það ekki, getum við þá
ekki sagt eins og maðurinn forðum:
„Fyrirgefum þeim því þeir vissu ekki
hvað þeir gerðu.“ Gefum þeim annan
séns! – Viljum við það virkilega?!!
– Það vil ég ekki!
Nú má virða þeim Ásmundi og
Haraldi það til betri vegar að líklega
trúa þeir því sem þeir eru að segja. Ég
er ekki svo trúgjarn og ég er viss um
hvað Runólfur í Húsavík hefði sagt!
Matthías Lýðsson
Af afa mínum og öðru fólki
Ég fór ungur til náms í Ameríku
árið 1986 og kláraði þar BS-gráðu
í fjármálafræði. Eftir námið
vann ég í meira en áratug á Wall
Street sem bankamaður, en eftir
árásirnar á Tvíburaturnana
(e. World Trade Center) 11.
september 2001 fór botninn úr
verðbréfamarkaðnum og ég var
sleginn óhug. Í lok árs 2002 flutti
ég búferlum til Prag í Tékklandi
og kom þar upp hótelrekstri
sem ég hætti síðan um mitt ár
2009. Ég skráði mig á kjörskrá
1. desember 2008 til þess að geta
kosið í alþingiskosningunum vorið
2009 en ekki grunaði mig þá að
ég myndi sjálfkrafa falla út af
kjörskrá 4 árum seinna.
Söfnun á efnivið endar í pólitík
Eftir að flutt var heim til Íslands
2009 settist ég niður við skriftir
og fjármálarannsóknir á orsökum
íslenska hrunsins og íslensku
efnahagskerfi. Ég ætlaði að eyða
tímanum hér í ró og spekt og nota
hrunið sem efnivið í meistararitgerð
mína í alþjóða hagfræði og
stjórnmálum við Karlsháskóla í
Prag (Univerzita Karlova v Praze á
tékknesku), en ég hafði eytt árunum
fyrir hrun meðfram hótelrekstrinum
í meistaranámi við þann gamla og
góða skóla. Eitt leiddi af öðru og
komst ég að því að hér var víða
pottur brotinn og þá sérstaklega í
fjármála- og stjórnkerfi landsins.
Það sem fyllti mælinn hjá mér
var gildishlaðnar yfirlýsingar og
ásælni stjórnvalda til þess að semja
við Breta og Hollendinga vegna
ólögvarðra krafna þeirra og kröfu um
greiðsluskyldu Íslendinga á Icesave-
innlánsreikningum Landsbankans
sáluga. Ári síðar kemst ég að
þeirri niðurstöðu að öll verðtryggð
neytenda- og húsnæðislán séu
mjög líklega ólögleg eftir að við
tókum upp í íslenskan rétt MiFID-
reglugerð Evrópusambandsins 1.
nóvember 2007. Vegna alls þessa
og ótal margra annarra hluta ásamt
hvatningu vina minna stofnaði ég
stjórnmálaflokkinn Hægri græna,
flokk fólksins og var þar með
kominn í pólitík.
Tíminn notaður í að finna lausnir
Eftir að hafa komið ítarlegri
stefnuskrá á blað (sjá: www.
XG.is) á u.þ.b. 2.000 blaðsíðum
með hugmyndum á lausnum á
efnahagsvanda þjóðarinnar og
tilkynningu um framboð flokksins
til alþingiskosninganna í vor fékk
ég nýlega þær fréttir að ég væri
ekki kjörgengur. Reglurnar eru
mjög flóknar og ruglingslegar enda
samdar af fjórflokknum sem hefur
verið við völd hér á landi síðastliðin
97 ár með misgóðum árangri.
Einkennilegast í öllu þessu þó er að
það að vera íslenskur ríkisborgari
dugar ekki til að sinna skyldu
sinni sem íslenskur ríkisborgari
og taka þátt í lýðræðinu. Íslenskt
ríkisfang, langfeðratal aftur í aldir
og málefnaleg umræða dugar ekki til
þegar fjórflokkurinn er annars vegar.
Ég bið alla frambjóðendur Hægri
grænna, flokks fólksins innilegrar
afsökunar á því að sjá ekki við
þessu atriði, en þetta mótlæti eflir
mig og nú er ekkert annað eftir en
að ná góðum árangri í komandi
alþingiskosningum. Mjór er mikils
vísir, merkið X við G, 27. apríl 2013.
Guðmundur Franklín Jónsson
formaður Hægri grænna,
flokks fólksins.
Íslenskt ríkisfang dugar ekki til
Eins og svo margir á ég vini og
félaga erlendis, sem hingað koma
í heimsókn og mæra lambakjöt
og fiskinn. Einn þeirra sagði við
mig fyrir nokkru að hann skildi
ekkert í því að Í slendingar
markaðssettu ekki landbúnaðar-
og sjávarútvegsafurðir sínar sem
„tíma“. „Þið eigið að selja okkur
hinum tíma, lengra líf.“
Hann vill meina að gæði
matvælaframleiðslu okkar séu af
þeim toga að það auki lífslíkur að
borða íslenskan fisk og íslenskt
kjöt. Það má til sanns vegar færa.
Hann segir að ef hann ætti þess
kost að kaupa þessar afurðir dags
daglega myndi hann gera það –
glaður – en hann hefur ekki aðgang
að þeim.
Ég tel það forgangsverkefni
nýrrar ríkisstjórnar að hefja
nú þegar viðræður um tvíhliða
fríverslunar samninga við BRI-ríkin
(Brasilíu, Rússland og Indland) og
hver þau ríki heims sem státa af
myndarlegum hagvexti, mannfjölda
og þar af leiðandi góðum kaupmætti
hjá stórum þjóðfélagshópi. Það
er rétt hjá þessum félaga mínum
að íslensk matvælaframleiðsla
er sérstök, og afurðirnar góðar
– en þær eru dýrar. Íslenskur
landbúnaður hefur tækifæri til að
sækja fram á grundvelli þessarar
sérstöðu, undir kjörorðunum
hollusta, hreinleiki og gæði.
Hér er lítið dæmi um erlent
landbúnaðarfélag. Auk þess að
stunda hrossarækt á vermireit
sálar minnar á Íslandi á ég lítinn
hlut í stóru landbúnaðarfélagi í
Eystrasaltslöndunum. Það félag
á og ræktar um 30.000 hektara
lands, á um 2.800 mjólkandi kýr
og um 6.000 gripi alls og framleiðir
um 17.000 tonn á ári. Ég verð
að viðurkenna að ég sé ekki um
mjaltir né að slóðadraga á þessu
býli. En því nefni ég þetta dæmi
að þetta býli, eða samsafn býla, er
einfaldlega það sem landbúnaður
í Evrópu er að þróast í. Stór félög
sem fjöldaframleiða og ná niður
kostnaði með stærðarhagkvæmni.
Þó að þróun í t.d. íslenskum
landbúnaði hafi verið í þessa átt
verðum við Íslendingar seint í stakk
búnir að keppa í verði við félög
eins og það sem ég tók dæmi af.
Enda er það ekki skynsamlegt fyrir
okkur að elta þá þróun né keppa í
verði. Við eigum mun frekar að
halda sérstöðu okkar og leggja
ofurkapp á að bjóða okkar góðu,
en dýru, vörur á þeim mörkuðum
sem hafa efni á að kaupa vöruna
dýru verði. Hver vill ekki kaupa
sér lengri tíma hérna megin? Það á
að vera hlutverk ríkisins að tryggja
íslenskum bændum aðgang að
fyrrgreindum mörkuðum. Sækjum
fram.
Sigurður Örn Ágústsson
Er í 4. sæti fyrir
Sjálfstæðisflokkinn
í NV-kjördæmi.
Hver vill ekki
kaupa tíma?
Sigurður Örn Ágústsson
Matthías Lýðsson
Guðmundur Franklín Jónsson
Bílkranar
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
JIB
20˚ yfirhalli
Gálgi
12˚ yfirhalli
Fjölbreytt úrval krana
til margvíslegra nota
ásamt aukabúnaði
Lyftigeta
2,5 - 80 tonn
Leitið nánari upplýsinga!