Bændablaðið - 24.04.2013, Qupperneq 63

Bændablaðið - 24.04.2013, Qupperneq 63
63 Eigum allar síur í New Holland og JCB á lager Skeiðarás 3 Garðabær Sími 5272600 velavit@velavit.is Varahlutir - Viðgerðir sérhæfum okkur í JCB Hydrema Iveco New Holland og Case Vélavit Oftast ódýrastir! JCB REYKJAVÍK - AKUREYRI ÞÓR HF Nafn og atvinna: Sigurður G. Valgeirsson, upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins. Skrifa einnig um þessar mundir leikhúsgagnrýni fyrir Morgunblaðið og tala um bækur í Kiljunni. Hvar varstu í sveit og hvenær? Ég var í sveit á Urriðaá á Mýrum frá 1963 til ´68 en var stutt síðasta sumarið. Ábúendur og tegund bús? Ábúendur voru Sigurður Guðjónsson og Hólmfríður Þórdís Guðmundsdóttir, sem oftast voru nú bara kölluð Siggi og Dodda. Þetta var fyrst og fremst fjárbú en þarna voru líka, kýr, hestar og hænur. Hvað var skemmtilegast við dvölina? Skemmtilegust fannst mér útivistin, samvera við dýr og þá sérstaklega hestamennska og útreiðartúrar. Á hverju sumri fékk maður reiðhest til nota allt sumarið og við fórum yfirleitt á hverjum sunnudegi í langa útreiðartúra. Hvað var erfiðast við dvölina? Ég býst við að mér hafi fundist erfiðast við dvölina að vera fjarri fjölskyldunni og maður missti náttúr lega af öllu því sem hún gerði á sumrin. Annars leið mér bara mjög vel í sveitinni því þar var nóg við að vera og ég hlakkaði mikið til á hverju vori að fara í sveitina. Mér leið vel á Urriðaá enda var fólkið þar duglegt og vandað. Mér fannst líka alltaf að við sem vorum í sveit á sumrin værum sterkari, sjálfstæðari og meiri naglar en þeir sem dvöldu á malbikinu yfir sumartímann. Hvaða verk voru á þinni könnu? Mér voru falin margháttuð embættisverk svona í takt við það sem ég réð við. Ég man eftir því að hafa rekið kýrnar, mokað fjósið, gefið hænum og ungum og séð um að loka hænurnar inni á kvöldin. Ég fékk að reka á fjall nokkuð ungur en þá var maður um sólarhring á hesti. Því miður hætti ég í sveitinni áður en ég varð nógu gamall til að fara í leitir, en það var umlukið miklum hreysti- og ævintýraljóma. Ég tók vaxandi þátt í heyskapnum eftir því sem ég eltist og sjóaðist. Fyrst mest með hrífu en svo sneri maður og rakaði í garða með múgavél og flutti hey á vagni, annað hvort á gráa Fergusoninum, sem ég kunni alltaf vel við, eða Deutz-inum þegar hann var keyptur. Ég náði líka að slá með orfi og ljá og gekk það alveg sæmilega en það er sagt að það bíti vel hjá manni ef maður er lyginn. Þegar ég byrjaði í sveit var ekkert rafmagn komið á Urriðaá, fjósið var með torfþaki og það var farið með mjólkina í brúsum í hestvagni upp á þjóðveg. Ég var mjög stoltur þegar mér var nokkuð ungum treyst fyrir því að fara með mjólkina upp á veg en maður þurfti að vera nógu sterkur til að lyfta nokkuð stórum mjólkurbrúsum úr vagninum yfir á pallinn. Í endurminningunni öðlaðist ég þessa krafta snemma. Ég lærði að mjólka í sveitinni og mjólkaði þá kvölds og morgna mínar tvær, þrjár kýr. Það kom hins vegar fyrir, ef það var háþurrkur, að ákveðið var að flestir héldu áfram að heyja og maður var sendur einn til að mjólka og mjólkaði drjúgan skerf af kúnum einn, jafnvel allar. Ég hef oft vitnað til þessarar kunnáttu að læra að handmjólka síðar á ævinni með þeim orðum að maður eigi að velja það vandlega hvað maður vill kunna – og hvað ekki. Annars er ég mjög montinn af því að hafa einhvern tíma handmjólkað og reyni að koma því að þar sem ég get og þar á meðal hér. Geturðu nefnt eftirminnileg atvik? Ég á margar ógleymanlegar minningar úr sveitinni. Sumar tengjast mistökum sem ég gerði, eins og þegar ég tók í fyrsta skipti af vagnhestinum og vöðlaði aktygjunum einhvern veginn saman og heyrði svo að Siggi bóndi hefði lengi verið að greiða úr flækjunni morguninn eftir. Það henti líka að maður gleymdi að loka hænurnar inni og svo framvegis. Fyrst og fremst eru þetta þó bara ljúfar minningar frá því þegar við hleyptum á söndunum fyrir neðan bæinn Álftanes, sátum við hlaðborðið hennar Doddu að kvöldlagi um haust og það var kannski kveikt á olíulampa. Fyrst ég nefni mat verð ég að nefna saltfiskbollurnar og kleinurnar og nafntogaðar pönnukökurnar, en þetta var allt hreinasta lostæti. Rjómaskánin á mjólkinni í sveitinni vakti mér hins vegar alltaf smá klígju. Ég verð að viðurkenna hér, þó að ég telji mig hafa verið duglegan (Siggi bóndi sagði stundum að hann hefði haft bræður mína og frændur á undan mér og ég væri ekki sá lakasti), að ljúf rigning, helst án mikils roks, er alltaf í dálitlu uppáhaldi hjá mér frá því ég var í sveitinni því þá gat maður verið inni og lesið öndvegis bækur á borð við Trygg ertu Toppa og Grænir hagar. Þá gluggaði ég stundum í ritið Búvélar og ræktun, glöggvaði mig á því hvernig ætti að girða og skoðaði myndir af gömlum þúfnabönum. Sveinbjörn I. Baldvinsson, vinur minn, hefur í gegnum tíðina heyrt mig vitna í þetta öndvegisrit. Hann fór á fornsölu þegar ég átti afmæli fyrir nokkrum árum og fann það í skinnbandi, áritað af höfundi, og gaf mér það. Eitt eftirminnilegasta atvikið frá dvölinni í sveitinni er þegar Siggi bóndi kom einu sinni til mín þar sem ég var að snúa. Ég tók Fergusoninn ekki úr gír heldur lét nægja að standa á kúplingunni á meðan við spjölluðum saman og hann studdi sig við afturdekkið. Skyndilega rann fóturinn á mér út af kúplingunni (ég kenni um koppafeiti sem var mikið smurt bæði í koppa og utan á) og ég skaut honum út í flekkinn. Þetta þótti mér óskaplega fyndið og sem betur fer stökk nafni minn, þá vel kominn á sjötugsaldur, á fætur og hló með mér. Þegar ég hugsa til baka er ótrúlegt hvað hann var alltaf kvikur og hress. Siggi hafði gaman af glímu og gerði það stundum að gamni sínu að setja á mann hælkrók úti á túni og var alveg til í að sýna manni glímutökin. Skildi dvöl þín í sveitinni eitthvað sérstakt eftir sig? Mér fannst ég læra að vinna í sveitinni og einnig að taka ábyrgð. Fólkið á Urriðaá var harðduglegt og þar var allt nýtt eins og hægt var. Höftin fyrir kýrnar voru úr gömlum nælonsokkum, brunnu eldspýturnar voru geymdar því það var hægt að nota þær til að færa eld á milli hellna á gaseldavélinni og föt voru notuð eins lengi og mögulegt var. Matur var hafður eins fjölbreyttur og kostur var á og margt sem þarna var gert rímar ótrúlega vel við það sem mest þykir til fyrirmyndar í dag varðandi nýtingu hráefnis og hollustu matar, enda lifðu þau Siggi og Dodda bæði fram yfir nírætt. Ég var sendur í sveit DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara Sigurður á Jarpi árið 1966.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.