Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 31

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 61 t Péíur Bogason I N MEMORIAM Hinn 8. febrúar 1961 andað- ist í Kaupmannahöfn Pétur Bogason yfirlæknir, 78 ára að aldri. Hann var fæddur í Kirkjubæ á Rangárvöllum 14. desember 1882, sonur Boga læknis Péturssonar og konu hans, Kristínar Skúladóttur læknis Thorarensens. Hann varð stúdent frá latínuskól- anum i Reykjavík árið 1902, en fór siðan utan og lagði stund á læknisfræði við Kaupmanna- hafnarháskóla. Embættisprófi lauk hann í janúar 1910. Þá þegar mun Pétur hafa verið fullráðinn i að helga starfs- krafta sína þeirri sérgrein, sem síðan átti hug Iians óskipt- an, meðan aldur entist, eða i rúma hálfa öld. Hóf hann feril sinn sem kandídat á Bose- rup Sanatorium í marz sama ár og starfaði þvínæst sem að- stoðarlæknir, fyrst við sjúkra- húsið í Hróarskeldu, síðan við Faksinge Sanatorium, á árun- um 1911—16 og loks við Vejle- fjord Sanatorium i rúm 3 ár. Einkum munu árin, sem hann starfaði á Vejlefjord Sanato- rium hafa orðið honum nota- drjúg. Um það leyti stóð Chr. Saugman, yfirlæknir hælisins, á tindi frægðar sinnar. Var hann ekki einungis langþekkt- asti berklalæknir á Norður- löndum, heldur kunnur víða um lönd fyrir hin merku braut- ryðjenda- og vísindastörf sin. Er það nokkuð til marks um bæfileika Péturs, að Saug- man skvldi velja hann til sam- starfs, en í þá aðstöðu komust vafalítið færri en vildu. Pétur bjó þannig yfir óvenju- góðri menntun i sérgrein sinni, þegar hann var ráðinn yfir- læknir og forstöðumaður hins nýstofnaða Sölleröd Sanatori- ums í ágústmánuði 1919. Starf þetta hafði hann siðan með

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.