Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 37

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ 65 Málleysingjaskólanum (um- sóknir um skólavist eða undan- bágu, ársskýrslur o. fl.) og lilið- sjón höfð af manntölum. Varð ekki annað séð en náðst hefði þannig lil allra hinna eldri nem- enda, þótt ekki verði fullyrt, að svo hafi verið. Um nokkurt skeið voru all- margir fávitar eða vangefin hörn vistuð í skólanum, og einn- ig nutu málhaltir kennslu þar, þótl ekki væru í heimavist. Var yfirleitt litlum vandkvæðum bundið að greina þessi hörn frá hinum daufdumhu. Elzti nemandinn í skólanum 1909 var fæddur 1887. Alls voru 10 daufdumbir fæddir á árun- um 1887—1897, einn hvert ár- anna fram til 1892, og var senni- lega um ættgengi að ræða hjá einum þeirra (f. 1891). Tveir voru fæddir 1894, — en ann- ar hafði misst heyrn á 9. ári —, og einn hvort áranna 1896 og 1897. En næstu 3 árin, 1898—1900, eru fæðingarár 8 daufdumbra og koma 2, 3 og 3 á hvert ár. Ekki verður þctta setl í sam- hand við rauðhunda-faraldur, því að á þessum árum voru að- eins skráðir 11 sjúklingar 1898 og 3 árið 1900. Þykir líklegt, að nokkrir úr þessum hóp liafi tap- að heyrninni á barnsaldri, þó að ekki væri upplýst um það. Óljós frásögn gat hent til, að svo hefði verið um konu fædda 1900. Hún eignaðist þó hevrnarlaus hörn og harnabarn, en maður henn- ar var einnig daufdumbur (f. 1891, sbr. síðar). Taflan sýnir svo árlegan fjölda skráðra rauðhunda-sjúkl- inga á timabilinu 1901—1955 og enn fremur, hve margir lúnna daufdumbu hafa fæðzl hverl ár. Eru þar taldir sér þeir, sem reyndust vera í nánum ættartengslum við aðra dauf- dumba (A), og í öðru lagi þeir, sem upplýst var um að hefðu misst hevrn á barnsaldri, en ekki fæðzl heyrnarlausir (C). Slíkar upplýsingar voru þó stopular um þá, sem fæddust fyrir 1930. Fjölskyldutilfellin (A) voru: 1) systkini (hörn áðurnefndra hjóna), f. 1926 og 1928, og dótt- ir annars þeirra (f. 1944). 2) þrjár systur, f. 1910, 1911 og 1922. 3) tvær systur, f. 1916 og 1920, og 4) systkini, f. 1931 og 1935. Mjög er það áberandi, hve miklu fleiri þeirra, sem vitn- eskja er um að hafi orðið heyrn- arlausir í barnæsku, eru fædd- ir eftir ársbyrjun 1930 en fyrir þann tíma. Þeir eru 18 á tima- hilinu 1930—1955, en aðeins 4 frá 1901—1929. Hér munar langmest um af- leiðingar af heilasótt (menin- gitis cerebrospinalis epide- mica), sem ástæða er til að ætla, að litt eða ekki hafi gætt fyrir 1930; en a.m.k. 7 börn fædd á síðara timabilinu virð-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.