Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 44

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 44
72 LÆKNABLAÐIÐ b' ■ /-'orannn umniion: Diverticnlosis Yfirlit úr krufningarskýrslum Rannsóknarstofu Háskólans 1934—1958. Hér á eftir fer yfirlit yfir all- ar pokamyndanir, er fundizt liafa í tractus intestinalis við krufningar í Rannsóknarstofu Háskólans á árunum 1934— 1958, eða nánar greint þær pokamyndanir, sein getið er um í krufningarskýrslunum. En engan veginn er loku fyrir það skotið, að í einstökum tilfell- um liafi láðst að geta um þær við skýrslugerðina. Sé fæðuleiðinni fylgt, finnst pokamyndun fyrst í vélindi. Að- eins í eitl skipti er getið þar um pokamyndun. Er þar um 45 ára gamla konu að ræða. Pokamvndunin var lítil, „tekur litla ertu og á móts við það (divertic.) er kalkaður eitill“, eins og segir í lýsingunni. Eins og kunnugt er, eru til tvenns konar pokamyndanir í vélindi: Þrýstings- og tog-pokamvnd- anir (pulsations & tractions diverticula). I umræddu tilfelli er auðsætt, að um síðari mynd- unarháttinn er að ræða, því að útlit er fvrir, að samvextir við eitil, sýktan berklum, liafi vald- ið þessari pokamyndun. Ekki er getið um pokamynd- anir í maganum. Þar er aðal- lega getið um ástand slímhúð- arinnar, bólgur (gastritis), sár og æxli, ef fyrir hendi voru. I krufningaskýrslunum er svo á ný getið um pokamyndanir, þegar skeifugörninni er lýst. Þar er getið um 6 tilfelli alls. Eru það 4 karlar, en 2 kon- ur, shr. töflu I. Samkvæmt lýs- ingunum i krufningaskýrslun- um er staðsetning pokanna frekar neðan til í görninni. Að- eins í einu tilfellanna er þess getið, að pokinn sé rétt neðan við magaopið. Annars oftast 5 —8 cm neðan þess. 1 einu lil- fellanna er greint frá þremur pokamyndunum (diverticula), 8 cm neðau við magaopið. Pokarnir eru taldir nokkuð mislangir og þeim lýst með mis- munandi orðalagi. Sumir pok- arnir eru „á stærð við kríuegg“ og aðrir á stærð við „hænuegg“. Mesta lengd þeirra er talin 6

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.