Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 55

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 55
LÆKNABLAÐIÐ 79 ^JJia (ti l^( oranniion: Krabbamein í lungum Myndun og tíðni. Carcinoma bronchogenis hef- ur síðustu áratugina aukizl stórlega i mörgum löndum og er nú sums staðar, svo sem í Ameríku og Englandi, orðið algengasta krahbameinið með- al karlmanna. Vafalaust stafar þessi aukning að verulegu leyli af hetri sjúkdómsgreiningu, en þó virðist auðsætt, að einnig sé um ótvíræða aukna tiðni sjúkdómsins að ræða. Svo sem að líkum lætur, hafa komið fram margar kenningar um orsakir þessarar aukningar, og verður ekki unnt að nefna nema þær helztu hér. Wynder og Graham í Ameríku og Doll og Hill í Englandi(3) sýndu fram á mun meiri tíðni meðal þeirra, sem réyktu mikið af sígarettum, og athuganir þeirra Ijenda því vissulega til Sketch III: Shows the range of di- verticulosis coli of men. In every case there was diverticulosis of the flexura coli Sigmoideae, but in addition there was diverticu- losis found in the colon as the ciphers in the sketch show. Sketch IV: Accounts for the same items in women. þess, að reykingar geti valdið eða að minnsta kosti verið þáttur i myndun ákveðinna tegunda lungnakrahha. "Ýmis önnur efni hafa þó verið talin ekki síðri krabbavaldar i lungum, svo sem úraníum, ars- en, krómsölt, nikkel, kopar, tjara, ýmsar geislavirkar loft- tegundir, steinolía, asfalt og fleiri efni. Veirur hafa og ver- ið nefndar. Það er löngu vitað, að lungnakrahhi er sérstaklega al- gengur meðal námumanna, sem vinna við sérstök efni, svo sem krómsölt og ýmis geisla- virk efni, og var þessu fyrsl veitt athygli í námunum í Schneeberg í Þýzkalandi og Joachimstal, þar sem geisla- virkt málmgrýti var unnið með horunum. Rvkið í þessum grjótnámum innihélt ekki ein- ungis geislavirk efni, svo sem úraníum og radíum, heldur var einnig i því allmikið arsen. Sclmiorl, Rostosky og Saub(l) alhuguðu árið 1926 154 námumenn frá Schneeberg- námunum og fylgdu þeim nokkuð eftir. Af 21, sem dóu á því tímabili, sem rannsóknir

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.