Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1964, Side 25

Læknablaðið - 01.03.1964, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 3 greina aðalatriði frá aukaat- riðum, bæði þar og í faglegum efnum. Björn sameinaði á fágætan liátt reisn og prúðmennsku í starfi og allri framkomu. Hann gekk ekki margskiptur að verki. Læknisstörfin og heimilið áttu hann allan. Ég hygg, að hann liafi verið sér- lega góður heimilisfaðir og hamingjusamur í einkalífi. Björn var kvæntur ágætri konu, Sólveigu Sigurhjörns- dóttur, Þorkelssonar, og voru þau samstúdentar úr Mennta- skólanum. Þeim varð fjögurra barna auðið. Þau eru: Hjördís Gróa, nam að loknu stúdents- prófi hókasafnsfræði í Osló; Sigurður, cand med., vinnur i Rannsóknarstofu Háskólans; Elín Þórdís, nemandi í Mennta- skólanum í Reykjavik, og Sig- urhjörn, enn á barnaskóla- aldri. Heimili þeirra var jafn- an aðlaðandi og mikilsvert að eiga þau að vinum. Ólafur Geirsson. Björn Júlíusson og Margrét Guðnadóttir: IIULDUSÖTT* (Q FEVER) Huldusótt, Q eða Query fever er hráður smitsjúkdómur, sem sýkill af rickeltsia flokknum veldur. Þessi rickettsia nefnist Rickettsia hurneti eða Coxiella hurneti. Sjúkdómurinn er frá- brugðinn öðrum sjúkdómum, er riclcettsiur valda að því leyti, að honum fvlgja ekki úthrol (exanthem) og Weil-Felix- svörun er neikvæð, þ. e. a. s. ekki myndast agglutinin gegn X-stofnum af proteus vulgaris. Kulda-agglutinationspróf er neikvætt. * Frá barnadeild Landspítalans (Yfirlæknir: Kristbjörn Tryggva- son) og Tiiraunastöð Háskólans i meinafræði að Keldiun (Forstöðu- niaður: Páll A. Pálsson). Þessi sjúkdómur liefur ver- ið þekktur síðan árið 1935. Þá gaus upp hitasótt af ókunnum uppruna meðal starfsfólks i sláturhúsi í Queensland i Ástralíu. Sóttin var kölluð Query fever vegna liins ókunna uppruna. Tveimur árum síð- ar, árið 1937, tókst Derrik, sem fyrstur greindi þennan sjúkdóm kliniskt, að sýna fram á, að rickettsia, er síðar hlaut nafnið Rickettsia hurn- eti, olli sjúkdómnum. Skömmu seinna var sjúkdómurinn einn- ig greindur í Bandaríkjunum. Tókst að einangra þessa rick- ettsiu frá mönnum og frá skepnum, aðallcga nautpen- ingi; frá ýmsum búfjárafurð-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.