Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1964, Page 62

Læknablaðið - 01.06.1964, Page 62
84 LÆ KNABLAÐIÐ í einstökum tilvikum, en þó er að sjá i læknaritum síðustu tíma, að línurnar séu að skýr- ast. Mismunandi árangur má vafalausl skýra að nokkru með þeirri alþekktu staðreynd, að það verður liverjum að list, er liann leikur. Þeir læknar ná jafnan beztum árangri með hverri aðferðinni sem er, er henni beita af mestri natni og alúð. Sjálfsagt er, að taka verður tillit til margra atriða, þegar lækningaraðferð er valin á- kveðnum sjúklingi. Nauðsvn- legt er því að hafa mið af vissum meginreglum, en per- sónueg reynsla tryggir hezl- an árangur. Hér er ekki unnt að rekja rökræður sérfræð- inga um þetta efni. Augljóst er, að hér á landi hefur eng- inn læknir haft aðstöðu til að mynda sér sjálfstæðar skoðan- ir um gildi mismunandi að- ferða af eigin reynslu. Svo vel vill til, að í marz- mánuði síðastliðnum var fjall- að um efnið á þingi brezka lyf- læknafélagsins í Lundúnum. Hittust þar til skrafs og ráða- gerða flestir þeir læknar, sem hezl orð hafa getið sér um rannsóknir og lækningu skjaldkirtilssjúkdóma í Bret- landi. Framsögu um lækningu á thyreotoxicosis hafði MacGre- gor prófessor. Læknir þessi er alþekktur fyrir starf sitt í 15— 20 ár við sérdeildir fyrir skjaldkirtilssjúkdóma i Glas- gow, Edinborg og síðast í Aberdeen. Meginniðurstöður MacGre- gors voru þessar: Lyfjameð- ferð hentar hezt: í fyrsta lagi sjúklingum á harns- og ungl- ingsaldri, þó aðeins takmark- aðan tíma, en grípa ber til skurðaðgerðar, ef illa gengur; i öðru lagi barnshafandi kon- um; i þriðja Iagi má revna Jæssa aðferð við sjúklinga á öðrum aldri, ef um er að ræða nýbyrjaða toxicosis með litilli stækkun á kirtli. Sameinuð lyfja- og skurð- aðgerð er bezta leiðin hjá flest- um sjúklingum á aldrinum 20 —40 ára, en auk þess lijá þeim, þótt eldri séu, er hafa svo mikla stækkun á kirtli, að skurðaðgerð sé fýsileg i fegr- unarskyni, og þó ekki aukin áhætta. Geislavirkt joð er hezta lækning á sjúklingum eldri en 40 ára og þegar áhætta af skurðaðgerð er meiri en eðli- legt má teljast, t. d. vegna fylgikvilla. Af 900 sjúklingum MacGre- gors voru 60% í þessum síðast- talda flokki, og fengu þeir þvi geislajoðmeðferð. Þessi aðferð liefur marga kosti, og má telja þessa helzta: 1) engin aðgerðarhætta, 2) ekkert vinnutap, 3) sjúklingar losna við þá and-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.