Læknablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ
181
hafa því hækkað á síðasta
starfsári samtals um 7 millj. kr.,
en auk þessa liafa allmargir aðr-
ir læknar notið góðs af þessum
hækkunum. Fyrir suma hópa
lækna hafa náðst þær greiðslur,
sem settar voru fram í lækna-
deilunni 1962. Aftur á móti
vantar enn allmikið á, að þess-
ar kröfur hafi náðst fvrir
nokkra lækna, og einnig er þess
að geta, að kröfur frá 1962 eru
orðnar úreltar 1964 vegna verð-
lags- og kaupgjaldshreytinga.
Allmargar sögur hafa gengið
um hin háu laun spítalalækna
og sérstaklega kandídata. Þykir
þess vegna rétt að leiðrétta þenn-
an misskilning með nokkrum
tölum. Mánaðarlaun kandidata
fyrir venjulega dagvinnu eru
aðeins 9.700 kr., en laun yfir-
lækna fyrir dagvinnu eru 17.890
kr. Aftur á móti eru heildarlaun
með vaktagreiðslum verulega
hærri.
Árið 1962, þ.e.a.s. fyrri hluta
ársins 1962, voru hæstu heildar-
laun vfirlækna fyrir spítala-
vinnu 15.382 kr., en árið 1963
voru tilsvarandi hæstu laun yfir-
lækna 34.257 kr.; hæstu laun
deildarlækna voru á sama hátt
árið 1962 12.469 kr. og 1963 31.
226 kr.; kandídatar, hæstu laun
1962 10.922 kr„ árið 1963 23.208
kr.. Vinni kandídatar tvískiptar
vaktir, sem ekki mun liafa verið
á ríkisspítölunum, eftir að
Kjaradómur tók gildi, þá geta
laun þeirra að sjálfsögðu farið
hærra.
Eins og áður segir, hefur ver-
ið gerð ítarleg skýrsla yfir
launaþróun fastlaunalækna allt
frá árinu 1944 til 1964 (shr. V.
töflu).
Einnig er unnið að því að gera
sams konar rannsóknir á launa-
málum heimilislækna og sér-
fræðinga, sem tekið hafa greiðsl-
ur frá S.R. (sbr. III. töflu).
Lögfræðileg aðstoð.
Aðallögfræðingur félagsins á
síðasta starfsári var Guðmund-
ur Ingvi Sigurðsson, en einnig
naut félagið nokkurrar aðstoð-
ar Benedikts Sigurjónssonar.
Ilann samdi m. a. skipulagsskrá
fyrir námssjóð lækna og var til
ráðuneytis um ýmis atriði, er
snertu heinlínis fyrri störf hans
hjá félaginu.
Guðmundur Ingvi sat 30 fundi
með samninganefndum og
stjórn félagsins. Einnig ritaði
hann um 70 bréf fyrir félagið,
aðallega innheimtuhréf vegna
ógreiddrar yfirvinnu og gæzlu-
vakta og einnig vegna kröfu um
endurgreiðslur á bílastyrkjum.
Samtals námu kröfur þessar
797.020.88 kr„ og fengust þær
greiddar að fullu.
Þá hefur Guðmundur Ingvi
greitt fyrir gangi ýmissa mála
með munnlegum viðtölum við
stjórnarnefnd ríkisspítalanna,
heilhrigðismálaráðuneytið og
fleiri aðila, og hefur hann látið