Læknablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 44
184
LÆKNABLAÐIÐ
greiðslur til lækna ekkert vegna
vanskila eða styrkja til ekkna.
Greiðsla fyrir árið 1963 hefur
eigi enn verið reiknuð út.
Reglur Námssjóðs voru end-
anlega staðfestar 11. marz 1964
og eru þannig:
Samþykktir fyrir Námssjóð lœkna.
1. gr.
Sjóður þessi er stofnaður samkv.
ákvæðum 16. gr. samnings Lækna-
félags Reykjavíkur og Sjúkrasam-
lags Reykjavíkur frá 18. apríl 1962
um læknishjálp hjá heimilislæknum
og heimilissérfræðingum í augn-
sjúkdómum og háls-, nef- og eyrna-
sjúkdómum, svo og samningum
sömu aðila, sama dag, varðandi sér-
fræðilæknishjálp og samkomulagi
sömu aðila um greiðslur fyrir lækn-
isþjónustu á sjúkrahúsum I Reykja-
vik, þar sem ekki er samið um
læknisþjónustu við sjúkrahúsið
sjálft.
2. gr.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja
lækna til náms erlendis. Rétt til
styrks úr sjóðnum eiga þeir lækn-
ar, sem greitt er fyrir framlag til
sjóðsins vegna starfa þeirra.
3. gr.
Tekjur sjóðsins eru þessar:
1. Gjald frá Sjúkrasamlagi Reykja-
vikur skv. framangreindum
samningum. Nemur það nú 3,5%
af þeim greiðslum til lækna, sem
þar um getur. Heimilt er lækn-
um og sjúkrasamlögum annars
staðar á landinu að semja um
að sjúkrasamlög þessi greiði til
sjóðsins eftir sömu reglum og
Sjúkrasamlag Reykavíkur.
2. Vextir af innstæðum sjóðsins.
Eignir sjóðsins skal jafnan á-
vaxta í bönkum.
3. Gjafir og framlög, auk þess, sem
áður getur.
4. gr.
Stjórn sjóðsins skulu skipa þrír
menn. Skal einn kjörinn af stjórn
Sjúkrasamlags Reykjavíkur, annar
af stjórn Læknafélags Reykjavík-
ur og sá þriðji af stjórn Læknafé-
lags Islands.
Stjórnarmenn skulu kosnir til
þriggja ára í senn. Starfstímabil
stjórnarmanna telst frá 1. apríl.
Sömu aðilar skulu kjósa einn mann
hver til vara. Varamaður tekur sæti
ef aðalmaður forfallast.
Hina fyrstu stjórn skal kjósa þeg-
ar er samþykktir þessar eru stað-
festar, og tekur hún til starfa hinn
1. apríl 1964.
5. gr.
Stjórnir Sjúkrasamlags Reykja-
víkur og Læknafélags Reykjavíkur
skulu kjósa sinn endurskoðanda
hvor til þriggja ára.
6. gr.
Reikningsár sjóðsins er alman-
aksárið. Stjórn sjóðsins skal leggja
reikninga sjóðsins fyrir endurskoð-
endur til endurskoðunar eigi síðar
en 1. febrúar ár hvert. Síðan skulu
endurskoðendur endurskoða reikn-
inga og árita þá með athugasemd-
um sínum. Lokið skal endurskoð-
un reikninga eigi síðar en 1. marz
ár hvert og skulu endurskoðendur
senda reikningana með áritun sinni
til stjórnarinnar fyrir þann dag.
Stjórnin skal siðan senda reikning-
ana endurskoðaða og skýrslu um
störf sjóðsins til stjórnar Sjúkra-
samlags Reykjavíkur og stjórnar
Læknafélags Reykjavíkur fyrir 1.
apríl ár hvert.
Nú hyggjast stjórnir Sjúkrasam-
lags Reykjavíkur og/eða Læknafé-
lags Reykjavíkur gera athugasemd-