Læknablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 80
214
LÆKNABLAÐIÐ
læknisaðgerðum, sem eru ekki
bráðaðkallandi.
Finnar og Norðmenn hafa
sömu sögu að segja, en í Dan-
mörku dregst vinnan á sjúkra-
liúsum litið saman um sumar-
mánuðina, og utan Kaupmanna-
hafnar er biðtíminn eftirsjúkra-
húsvist ekki tilfinnanlegur. (1
Bretlandi er að staðaldri hálf
milljón manna á Inðlista, og 10.
000 rúm standa auð á sjúkra-
húsum vegna skorts á læknum
og hjúkrunarkonum. Brit. Med.
Journ., 1964, vol. 2, s. 504.)
Miðað við þær kröfur, sem
nú eru gerðar til læknisþjón-
ustu á Vesturlöndum, er áætlað,
að það þurfi a.m.k. einn lækni
á hverja 6—800 íbúa til þess
að fullnægja þörfinni, og er þá
gert ráð fyrir þvi, að enginn
landshluti verði afskiptur. Á
Norðurlöndum er þessu víðast
verr farið. í Finnlandi er þessi
hlutfallstala 1:1400, í Svíþjóð
1:1000, í Noregi 1:900, í Dan-
mörku 1:750 og á íslandi 1:784.
I öllum löndunum er lijúkr-
unarkvennaskorturinn meiri en
læknaskorturinn. Danmörk
stendur bezl að vígi, bæði um
fjölda lækna og hjúkrunar-
kvenna, en þó skortir þar í full-
þjálfað hjúkrunarlið 24% á spít-
ölum ríkisins, en 16% á spítöl-
um bæjarfélaga. Svíar búast við
þvi að komast úr mestu lækna-
kreppunni á næstu 10 árum, en
að hjúkrunarkvennakreppan
verði nær óbreytt næstu 20 ár-
in, þrátt fyrir fyrirhugaðar að-
gerðir.
Umræðurnar snerust um það,
á hvern hátt væri bægt að milda
kreppuna, þar til hún verður
leyst. Lausnin er á valdi stjórn-
málamannanna, og þvi verður
að halda áfram að benda þeim
á nauðsyn þess að auka lcenn-
aralið og búsrými lækna- og
bjúkrunarkvennaskólanna og að
launa lækna og hjúkrunarkon-
ur þannig, að starfið verði eftir-
sótt.
Alls staðar á Norðurlöndum,
nema á íslandi, bafa „snögg-
soðnar“ hjúkrunarkonur verið
notaðar á spítölum síðastliðin
20—30 ár, og hefur það bætt
nokkuð úr skák.
Þess er vænzt, að það muni
einnig koma að gagni, ef komið
verður upp barnaheimilum á
spítölum og giftum bjúkrunar-
konum þannig gert kleift að
hverfa lil starfsins aftur. En um
leið þyrfti að breyta skattalög-
gjöfinni þannig, að makar yrðu
skattaðir hvor í sínu lagi.
önnur atriði, sem koma til
greina, er að nota ekki hjúkr-
unarkonur til minni háttar
læknisverka, eins og mikið hef-
ur tíðkazt i Svíþjóð, og að fækka
hjúkrunarkonum, þar sem ekki
er brýn þörf fvrir sérhæfni
þeirra, t. d. á rannsóknarstofum
og röntgendeildum.
Þá var rætl um það, á livern
hátt mætti skipulcggja læknis-
og hjúkrunarstarfið á spítölum