Læknablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 78
212
LÆKNABLAÐIÐ
Fundargerð framhaldsaðalfund-
ar L.R. 20. marz 1964.
Framhaldsaðalfundur Lækna-
félags Reykjavíkur var haldinn
í fyrstu kennslustofu Háskólans
hinn 20. marz 1964 kl. 20.30.
Formaður setti fundinn og
stjórnaði honum.
1. Lagabr ey tingar:
12. grein breytist þannig:
a) Samninganefnd sérfræðinga,
er fari með samninga við
sjúkrasamlag og trygginga-
stofnun fyrir sérfræðistörf
utan sjúkrahúsa.
h) Verði óbreytt.
c) Samninganefnd, er fari með
samninga við sjúkrasamlög
og tryggingastofnun fyrir
læknisstörf á sjúkrahúsum,
greidd af þessum aðilum.
d) komi í stað c.
e) komi í stað d.
Samþykkt samhljóða.
2. Húsbyggingasjóður.
Formaður reifaði málið og
lagði fram eftirfarandi tillögu,
þar eð formleg tillaga hafði ekki
horizt frá upphafsmanni,Kristni
Stefánssjmi:
„F ramhaldsaðalf undur Lækna-
félags Reykjavikur, haldinn í
fyrstu kennslustofu Háskólans
þann 20. marz 1964, samþykkir
að lieimila stjórn Læknafélags
Reykjavíkur að verja Húsbygg-
ingasjóði félagsins til byggingar
Domus Medica, enda fái félagið
þar liúsnæði fyrir starfsemi
sína, svo sem gert er ráð fyrir
í skipulagsskrá sjóðsins."
Samþykkt samhljóða.
3. Reikningar Læknablaðsins.
Guðmundur Renediktsson
kvað ekki unnt að leggja fram
endanlega og endurskoðaða
reikninga, en gaf þó greinargott
reikningsyfirlit: Tekjur af aug-
lýsingum kr. 117.134.00, frá
Læknafélagi Islands kr. 46 þús.,
önnur áskriftargjöld kr. 12.
700.00, lausasala kr. 480.00.
Tekjur samtals kr. 177.541.14.
Gjöld samtals kr. 165.148.14.
Tekjuafgangur kr. 12.392.00.
Eignir kr. 94.148.00.
Formaður þakkaði Guðmundi
Benediktssyni vel unnin störf
við Læknablaðið og lýsti ánægju
sinni með góða afkomu þess.
Arinbjörn Kolbeinsson lýsti
einnig ánægju sinni yfir góðri
afkomu og góðu skipulagi
Lælcnablaðsins og þakkaði Guð-
mundi Benediktssyni og öðrum,
sem þar hafa unnið að.
Hann lagði til að stækka
Læknablaðið og skoraði á stjórn
L.R. að sjá um að fjölga út-
komu blaðsins í samráði við rit-
stjórn blaðsins og stjórn L.í.
Fleira gerðist ekki. Fundi slit-
ið kl. 21.20.
16 félagsmenn voru á fundi.
i