Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.09.2011, Side 28

Fréttatíminn - 02.09.2011, Side 28
pakka búslóðinni okkar niður og mála íbúð- ina. Það gekk nú bara nokkuð vel ...“ „... en það var nú farið að draga af þér síðustu dagana, elskan mín,” bætir Arnrún við. ,,Læknarnir sáu að þessi lyf dugðu ekki svo það þurfti að setja Halldór á sterkasta lyfjakúrinn.“ „Lyfjagjöfin fór ekki svo illa í mig, nema þann dag sem innhellingin var, þá var ég alltaf mjög slappur. Beinmergsskipti geta læknað krabbann en þau eru það hættuleg að þau koma ekki til greina nema ekkert annað virki. Svo voru steragjafir sem fóru mjög illa í mig, ég var geðvondur og erfiður en Arnrún kunni alveg lag á því. Tók bara utan um son okkar og hvíslaði: ,,Þetta er ekki pabbi, þetta eru bara sterarnir!“ Ég fór í lyfjameðferð í átta skipti og tók alltaf töflur í fimm daga á eftir: krabbameinslyf, ógleðilyf, róandi, stera og annað. Svo tóku við geislar, og mér fannst þeir ekkert mál,“ segir Halldór brosandi. „Þá var ég farinn að vinna, hentist niður á Landspítala í matartímanum mínum, fékk geisla í augað og svo aftur í vinnuna. Stundum tók þetta fjór- ar mínútur frá því ég lagði bílnum og þangað til ég var kominn aftur út í bíl! Ég hafði kviðið geislunum, en svo voru þeir ekkert mál.“ Tárfellt í Fríkirkjunni Þau Arnrún og Halldór hafa verið saman í fimmtán ár og eftir fjórtán ára samveru sáu þau að líklegast myndi þetta nú bara ganga hjá þeim svo þau gengu í hjónaband í Fríkirkj- unni í Reykjavík 7. ágúst í fyrra. Það verður nú að segjast hreinskilnislega að tilfinningar brúðkaupsgesta voru nokkuð blendnar. Þarna stóð þetta fallega par, 34 ára, og hét hvort öðru tryggð, geislandi af gleði, en auðvitað vissu allir vinir og ættingjar að Halldór væri með ólæknandi eitlakrabbamein. Þannig að tárin sem hrundu þennan dag í kirkjunni voru ekki bara gleðitár – þótt vissulega hafi verið mun meira af þeim en hinni tegundinni ... Nokkrum vikum síðar hófst geislameð- ferðin. „Eysteinn Aron, sonur okkar, var ellefu ára þegar pabbi hans veiktist og hann var alveg ótrúlega sterkur – alveg ótrúlega. Við reyndum að passa að hann vissi alltaf hvað væri um að vera, án þess að gera mikið úr því. En við sögðum honum hvernig ástandið væri og hvernig hlutirnir gætu orðið, héldum honum upplýstum svo honum fyndist ekki að hann væri settur til hliðar, væri ekki með. En auðvitað fór allt lífið á hliðina.“ Þau höfðu leigt íbúðina sína út fram að 1. nóvember og stóðu því á götunni þegar þau komu heim, en þegar mæðgurnar sem þau leigðu heyrðu hvers kyns var þá fundu þær sér aðra íbúð og fluttu út. „Þær voru alveg einstakar,“ segja þau. „Þegar við komum inn í íbúðina okkar beið okkar meira að segja blómvöndur og fallegt kort. Yndislegar manneskjur.“ Koddinn var versti óvinurinn Halldór þegir nokkra stund þegar ég spyr hvort hann hafi aldrei bugast, aldrei brotnað: „Ég veit eiginlega ekki hverju ég á að svara,“ segir hann. „Jú, það má segja að kodd- inn hafi verið minn versti óvinur. Að liggja andvaka og velta fyrir sér framtíðinni, það var eiginlega það versta í þessu. Með eiginkonu og tvö börn og vita ekkert hvað biði mín.“ „Við urðum aldrei beint vondauf, en lífið breyttist vissulega,“ segir Arnrún. „Allt í einu stóðum við frammi fyrir því að kannski yrðu allir draumar okkar að engu. Við myndum ekki geta ferðast og planað lífið eitthvað fram í tímann. En við vorum dugleg að styðja hvort annað og halda hvort utan um annað í þessu. Við töluðum mikið saman; ef mér leið illa gat ég rætt það við Halldór og hann talaði við mig þegar honum leið illa. Það hjálpaði mér líka gríðarlega að á þessum tíma var ég að vinna hálfan daginn hjá bróður mínum, sem ásamt manni sínum á veitingastaðinn Núðluskálina. Þar gat ég litið upp úr veikindunum og fundið stuðning hjá honum ef á þurfti að halda. Og við höfum alltaf reynt að vera jákvæð. Það er nefnilega mesti misskilningur að höggið verði eitthvað meira þótt maður sé jákvæður og fái svo neikvæðar fréttir. Maður þarf ekki alltaf að búast við hinu versta og vona það besta. Við máttum alveg leyfa okkur að búast við hinu besta. Þetta voru eilífar biðir; bið eftir niðurstöðu blóðprufa, sneiðmynda ...“ „... og bið þegar hvítu blóðkornin hrundu og við biðum eftir að líkaminn næði þeim upp aftur svo ég gæti farið út og hitt fólk,“ segir Halldór. „Þegar hvítu blóðkornin hrynja svona mikið þá er smithættan svo mikil. Ég hafði enga mótstöðu undir það síðasta, í lok síðasta árs. Ég byrjaði í eftirmeðferð í nóvember, sem átti að vera 90 mínútna lyfjakúr á tveggja mánaða fresti í tvö ár, en strax eftir fyrstu meðferðina kom í ljós að ég var með ofnæmi fyrir lyfinu og þurfti að vera í einangrun í heila viku á meðan líkaminn var að ná upp mótstöðu.“ Málin flækt Þegar bráðamóttakan var öll komin á Borgar- spítalann og blóðsjúkdómadeildin er á Land- spítalanum við Hringbraut, varð biðin oft alltof löng og ferlið alltof flókið. „Við komum oft seint um kvöld þegar Halldór rauk upp í hita og greinilegt að hvítu blóðkornunum var að fækka,“ segir Arnrún. „Þá þurftum við að byrja á Borgarspítalanum, þar voru teknar blóðprufur til að taka stöðuna og senda í ræktun og þaðan var hann sendur á Landspítalann. Við hringjum alltaf fyrst á deild 11G og þar er tekin ákvörðun um hvort hann á að fara á bráðamóttökuna. Ef svo er hringja þær á undan okkur í bráðamóttökuna og láta vita að við séum að koma, svo það sé hægt að dauðhreinsa herbergi fyrir hann. Ef í ljós kemur að gildin eru orðin hættulega lág er hann lagður inn á deild 11G við Hringbraut. Hvers vegna má fólk með krabbamein ekki bara fara beint á sína krabbameinsdeild þegar það er ljóst að manneskjan er orðin veik, kom- in með hita yfir 38 gráður og hætta á að það komist sýking í blóðið?“ bætir hún við. „Þegar Halldór fékk ofnæmið var honum bara skellt inn í stóra herbergið á bráðamóttökunni, á meðan verið var að rannsaka hann, þar sem eru tugir manna og aðeins tjöldin á milli og við heyrðum að maðurinn við hliðina á honum var mjög lasinn, hóstaði út í eitt. Hann vildi fara heim og þá heyrðum við lækninn segja: ,,„Nei, þú verður að fá sýklalyf í æð, þú ert farinn að hósta grænu.“ Eftir þrjá tíma kom hjúkrunarfræðingur og Halldór var fluttur í dauðhreinsað herbergi.“ „Já, hugsaðu þér að taka sénsinn á þessu!“ segir Halldór. „Ég hefði auðvitað bara átt að vera ákveðinn og harðneita að vera innan um aðra sjúklinga þegar ég varð svona veikur. Þetta tekur allt svo langan tíma og þarna liggur maður tímunum saman, kannski sjö, átta tíma til að fá svar úr blóðprufu, en þegar ég fer í blóðprufu á Landspítalanum fyrir lyfjagjafir tekur það klukkustund.“ Fljót að taka ákvarðanir Halldór var einn þeirra sem komu fram í sjón- varpsþættinum í söfnuninni fyrir Ljósið og þar kom fram að Arnrún hefði bókað hann á námskeiðið „Karlmenn og krabbamein“. Arnrún ber á móti þessu en Halldór fer að skellihlæja: „Heyrðu Arnrún mín, ég var staddur á Austurvelli þegar þú hringdir og sagðir: „Heyrðu, ég er búin að skrá þig á námskeið sem heitir Karlmenn og krabbamein, hjá Ljós- inu.“ Og ég bara hlýddi henni – eins og alltaf!” segir hann kankvís. „Það er alveg stórkost- legt að hitta aðra menn í sömu sporum,“ segir hann. „Við hittumst alltaf í hádeginu fyrsta föstudag í mánuði í húsi Ljóssins við Lang- holtsveg og við erum ekkert eingöngu að tala um krabbamein. Við ræðum um daginn og veginn. Þarna er einstakur andi í félagsstarf- inu, drífandi andi, mikil jákvæðni og kraftur. Það er bara allt annað að ræða þessi mál við einhverja sem eru í sömu sporum. Ég er með þeim yngri í hópnum. Ég mæli eindregið með að karlmenn sem greinast með krabbamein fari í Ljósið; þarna er verið að vinna þarft og afar gott verk.“ „Svo fór ég á aðstandendanámskeið þar, sem var alveg frábært,“ bætir Arnrún við. „En þegar svona alvarleg veikindi koma upp þá breytist oft hugsunarhátturinn og við sáum til dæmis að við áttum okkur ekkert sameiginlegt áhugamál, eins og golf eða eitt- hvað. Þetta var svona smá vekjaraklukka fyrir okkur. Svo að við skelltum okkur í að læra samkvæmisdansa. Við erum mikið saman, hlæjum og njótum samverunnar. Þetta eru nefnilega verkefni sem þarf að leysa í sam- einingu, eins og í dansinum. Arnrún er meira að segja hætt að stýra mér!“ segir Halldór hlæjandi. „Henni hefur farið mikið fram í að hlýða kennurunum!“ Liggur í dvala Staðan núna er sú að sjúkdómurinn liggur í dvala og Halldór er kominn í fullt starf sem deildarstjóri hljóðdeildar Þjóðleikhússins. „Að því er ég best veit er ég alveg hreinn og fínn, sjúkdómurinn í dvala; ég fer í eftirlit á þriggja mánaða fresti og í sneiðmynd hálf- sárslega. Í byrjun vann ég meðfram lyfjagjöf- inni en í maí í fyrra var ég orðinn svo veikur að ég sá ekki fram á að geta sinnt starfinu sem skyldi. Ég fór þá í veikindafrí en byrjaði svo í hálfu starfi um haustið og hélt því áfram fram að áramótum, en fór þá í fullt starf. Þrekið er að koma smátt og smátt, en í fyrstu var ég mjög þreyttur. Við reynum að hjóla og taka ræktina á þetta til að byggja upp þrekið. Við erum bæði bjartsýn á framtíðina.“ „Það er allt hægt,“ segir Arnrún. „Fyrstu viðbrögð mín, þegar ég frétti af sjúkdómnum, voru að byrja að syrgja allt sem við hefðum getað gert en gætum nú ekki lengur. En það er víst hægt að gera allt. Ég hugsa ekki mikið um sjúkdóminn í dag og ef hann kemur upp aftur, þá tökum við bara á honum þegar þar að kemur. Það er gjörsamlega tilgangslaust að hugsa: Hvað ef ...?“ Halldór segist telja að það sé mun erfiðara fyrir aðstandendur að setja sig í þessi spor en þann sem er veikur. „Það er auðvelt fyrir mig að setja mér mark- mið, ég veit hvar ég er staddur í þessu hvort sem það er einu lyfinu meira eða minna. Það er svo lítið hægt að gera til að lina þjáningar aðstandenda. Þeir standa bara til hliðar og geta lítið gert. Ég hugsa að mamma hafi feng- ið mesta áfallið,“ segir Halldór. „Arnrún var í Danmörku með börnin þegar úrskurðurinn kom og mamma var hjá mér. Ofan á allt bætt- ist að þegar ég var í lyfjagjöfinni eignaðist bróðir minn son með mikinn fæðingargalla. Hann fæddist 29. mars í fyrra og lést 13. júlí. Drengurinn var tengdur við vélar svo til allt sitt stutta líf. Jón bróðir minn hljóp milli Barnaspítala Hringsins og krabbameinsdeild- ar Landspítalans. Þetta var gríðarlega erfiður tími fyrir alla fjölskylduna.“ Halldór segir mér að Tinna Gunnlaugs- dóttir þjóðleikhússtjóri hafi reynst sér mjög vel í veikindunum. „Hún hafði fullan skilning á því ef ég gat ekki mætt vegna veikinda og mér þótti líka ótrúlega vænt um að finna vináttuna og hlý- huginn sem mætti mér þegar ég kom aftur til vinnu. Þarna var fólk sem ég hélt að væri bara svona kunningjar – en reyndist svo vera sann- ir vinir. Tók mér fagnandi og styðir mig að öllu leyti. Það sem mér er efst í huga er þakk- læti til starfsfólksins á 11B og 11G blóðlækn- inga- og krabbameinsdeildar Landspítalans. Þar starfar algjörlega einstakt starfsfólk. Þau hafa reynst okkur einstaklega vel og læknarn- ir Guðmundur Rúnarsson og Jakob Jóhanns- son eru einstakir menn; fæddir læknar.“ Besta slökunin á Núðluskálinni Arnrún segir að sér finnist sterkasti eiginleiki Guðmundar læknis vera sá hvað hann gefi sjúklingum sínum góðan tíma og sé viljugur að útskýra flókna hluti svo að maður skilji þá: „Það er ekki til í honum yfirlæti og hann kemur fram við mann eins og Halldór sé eini sjúklingurinn hans.“ „Enda vitum við að þótt tíminn eigi að vera klukkan eitt, þá kemst maður kannski ekki inn til hans fyrr en hálf þrjú. Hann gefur hverjum um sig allan þann tíma sem við- komandi þarf. Fjölskyldur okkar, vinir og vandamenn hafa staðið með mér eins og klettar. Maður lærir alltaf af lífinu, það er það skemmtilega við lífið. Svo ég tali nú ekki um konuna mína. Þegar hvítu blóðkornin falla, þarf að sótthreinsa allt heimilið, henda tann- bursta og kaupa nýjan og svo framvegis, það að vera með sjúkling á heimili hlýtur að vera býsna mikið álag. En Arnrún mín klikkar ekki.“ Þau segja mér af besta slökunarstaðnum sem Halldór hefur upplifað: „Ég varð alltaf svo dofinn þegar ég var í niðurtröppun af sterunum, gat bara staðið og starað út í loftið í óratíma. Svo þegar Arnrún var að vinna á Núðluskálinni, fannst mér best að sitja við gluggann þar. Settist með blað fyrir framan mig og þóttist lesa og starði út á Skólavörðustíginn. Það er kannski fáránlegt að besta slökunin felist í að sitja á veitinga- stað!“ segja þau skellihlæjandi. „Í skarkal- anum fann ég frið.“ Þau líta bjartsýn til framtíðar. Sonurinn, Eysteinn Aron, á að fermast í vor og vill ekki fermingarveislu. „Hann vill logsuðutæki, sláttuvélarmótor og New York-ferð, sem við ætlum að fara í þrjú saman. Við erum mjög bjartsýn á framtíðina og eigum svo ótal margt ógert.“ Koddinn var versti óvinur minn,” segir Halldór um það þegar hann greindist með ólæknandi eitla- og beinmergskrabbamein. Ég brotnaði alveg: Ólæknandi krabbamein hjá 33 ára manni! Ég vissi hvað beið hans. 28 viðtal Helgin 2.-4. september 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.