Fréttatíminn - 02.09.2011, Side 35
03 september 2011
Hann Gunnar Smári kom að máli við mig í sumar og bað mig um að stýra þessari röð,” segir Arnar Egg-ert Thoroddsen, framkvæmda-stjóri tónleikaraðar sem verð-
ur í Vonarhúsinu, Efstaleiti 7, alla þriðjudaga
(nema annan þriðjudag í hverjum mánuði) í
haust; „við sammæltumst strax um að herja á
grasrótina, draga upp það ferskasta og merki-
legasta í íslenskri tónlist í dag, en auk þess lang-
aði mig til að fá að auki sigldar merkissveitir
og bjóða upp á eitthvað sérstakt, eins og t.a.m.
rokkabillítónleika og endurspegla þá smáu en
mjög svo öflugu senu,“ segir Arnar Eggert skelli-
hlæjandi því það veður á honum og okkar mað-
ur er líka ánægður með þetta því Agent Fresco
startar tónleikaröðinni.
Skálmöld, Mugison og Jónas Sig
„Það er auðvitað stórkostlegt að geta hafið þetta
með tónleikum Benna Hemm Hemm og Prins
Póló. Benni er í algjörum sérflokki, sýn hans á
það hvernig á að gera popptónlist er einstök og
hann hefur lítið spilað hér heima undanfarið,
enda búsettur í Skotlandi um árabil. Prins Póló
hefur þá aflað sér orðstýr sem ein allra skemmti-
legasta tónleikasveit landsins,“ segir Arnar en
uppákomur sveitarinnar eru með öllu óútreikn-
anlegar.
„Það er vel við hæfi að byrja þessa röð með
slíkum fallbyssum. Hljómburðurinn í Vonar-
salnum er frábær og mun gera vel við Benna,
prinsinn og áhorfendur. Þann 27. September
munu Agent Fresco síðan spila en það er hik-
laust frambærilegasta rokkband landsins og ein
öflugasta tónleikasveit sem ég hef séð. Seinna
í haust munu svo sigurvegarar Músíktilrauna,
Samaris, troða upp og einnig Lára, Skálm-
öld og þeir Mugison og Jónas Sig. sem munu
verða með sérstaka uppákomu af tilefninu.
Fleiri listamenn eru þá heitir fyrir framtakinu.”
Arnar segir að heiti tónleikaraðarinnar sé kerskn-
islegur útúrsnúningur á vel þekktu slagorði innan
rokkheima, en það sé ekki alls kostar innantómt.
“Það verður nefnilega nóg af kaffi og alltaf kaka
beint úr ofninum sem fólk getur gætt sér á að
kostnaðarlausu. Þetta verður Kaffi ógrynni af kaffi
þarna og kökur sem fólk getur gætt sér á sér að
kostnaðarlausu. Kaffi, kökur og rokk & ról!“
reiði edrúmaðurinn
Arnar Eggert lofar fleiri og nokk furðulegri upp-
átækjum og ræðir því samhengi um að reiða
edrúmanninn sem muni halda stuttan reiðilestur
á undan hverju bandi.
„Þá verður alltaf sami prís á tónleikana, 500
kall, sama hver er að spila. Það sem við erum að
reyna með þessu, eitthvað sem ég hef persónu-
legan metnað fyrir, er að búa til tónleikaröð sem
snýst um tónleika, eins barnalega og það hljóm-
ar,“ segir Arnar en tónleikarnir verða sem fyrr seg-
ir á þriðjudagskvöldum og verður mikil keyrsla
því þeir byrja kl. 20 og eru búnir 22.
„Þetta á að vera eitthvað fyrir sælkerann, að
hann geti komið í upphafi viku, og NOTIÐ tónlist-
arinnar, án þess að eyða 5-6 tímum af dýrmætum
helgartíma í það. Ég þarf þá varla að taka það fram
að eina hugvíkkandi efnið sem verður liðið þarna
er kaffið – og kökurnar!“ -MT
Kaffi, KÖKUr OG rOKK & rÓl
Göngudeild SÁÁ er í glæsilegu 1.500 fermetra húsi í Efstaleiti 7 og þar eru líka skrifstofur og alskonar. En jú, þar er líka salur sem er
rómaður fyrir góðan hljómburð og á þriðjudögum í haust verður þessi salur nýttur undir bullandi sveitta rOKKTÓNlEiKa. Benni Hemm
Hemm og Prinspóló ríða á vaðið næsta þriðjudag en áhugasamir ættu að fylgjast með á Facebook og á heimasíðu samtakanna www.saa.is.
arNar EGGErT
THOrODDSEN
„ég þarf þá varla að taka það
fram að eina hugvíkkandi
efnið sem verður liðið þarna
er kaffið – og kökurnar!“
Svavar péTUr
EYSTEiNSSON
forsprakki prins póló.
BENNi HEMM HEMM
Benni er í algjörum sérflokki.
HVAÐ: Tónleikar
HVAR: Von, Efstaleiti 7
FYRIR HVERN:
Allir velkomnir
HVENÆR: Öll þriðjudags-
kvöld (nema annan þriðju-
dag í hverjum mánuði)
NÁNAR: www.saa.is
HEIðuRSMENN ER ENgINN kARLAkLúbbuR
Það eru allir velkomnir í Heiðursmenn:
„Annan hvern fimmtudag hittumst við á
Vogi kl. 12,“ segir Maríus Óskarsson um
félagsskap sem kallast Heiðursmenn og
hefur haft það fyrirkomulag að bjóða
heiðursgesti í mat á Vogi á tveggja vikna
fresti síðustu tíu ár.
„Sko, gesturinn mætir hálf tólf og fær
kynningu á starfseminni síðan er sest
við borð og málin rædd í þaula,“ útskýrir
Maríus en oft skapast líflegar umræður
því heiðursgesturinn er yfirleitt einhver
sem er í deiglunni hverju sinni.
Maríus segir að ekki sé um neinn
karlaklúbb að ræða þótt fyrirbærið heiti
Heiðursmenn. „Konur eru líka Heiðurs-
menn og það eru allir velkomnir. Stund-
um heldur fólk að það þurfi boðskort til
að gerast Heiðursmenn en það er mis-
skilningur. Þú bara mætir og sniðugt
að skrá sig á póstlistann hjá okkur: heid-
ursmenn@saa.is“
Sjálfur segir Maríus að það hafi eng-
inn boðið sér heldur mætti hann bara því
Heiðursmenn taki þátt í að styrkja starf-
semi SÁÁ. Þá eru þeir oft í samstarfi við
Kjarnakonur og líta svona meira á sig sem
hulduher SÁÁ en nokkuð annað.
„Og auðvitað tökum við þessu há-
tíðlega og tökum þennan félagsskap al-
varlega,“ segir Maríus en yfirleitt er góð
mæting og oft um 40 manns sem hittast í
hádeginu á Vogi.
HVAÐ: Heiðursmenn
HVAR: Á Vogi
FYRIR HVERN:
Allir velkomnir
HVENÆR: Annan hvern
fimmtudag frá kl. 12-13
NÁNAR: www.saa.is og svo
gott að skrá sig á póstilsta hjá
heidursmenn@saa.is
MaríUS ÓSKarSSON „Konur eru líka
Heiðursmenn og það eru allir velkomnir.
Stundum heldur fólk að það þurfi boðskort
til að gerast Heiðursmenn en það er
misskilningur.“
HEiÐUrSMENN Á vOGi
aðra hvora viku, í hádeginu á fimmtudegi,
hittast Heiðursmenn á vogi.