Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.09.2011, Síða 41

Fréttatíminn - 02.09.2011, Síða 41
„Við alkóhólistar verðum að horfast í augu við að það er verið að fara mjög illa með unga fólk- ið okkar. Það er verið að ýta því út á jaðarinn í samfélaginu, loka það úti. Það er búið að hamra á því síðan einhvern tímann í grunnskóla að það sé mislukkað, gallað og eigi enga framtíð — nema að það verði eins og Hin. Og Hin eru fólk sem situr stillt í skóla fram undir þrítugt, sleppur út með einhverja BA-gráðu og situr svo á rassinum á einhverjum fundum daginn út og inn. Auðvitað er ekkert að því ef einhverjir vilja verja lífi sínu svona. En að ætla að troða öllum inn í þetta mót — með góðu og illu, fémútum og lyfjagjöfum — er náttúrlega galið,” segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ. Samtökin eru nú að undirbúa prógramm til að aðstoða ungt atvinnulaust fólk með áfengis- og vímuefnavanda, sem er með litla menntun og takmarkaða reynslu af vinnumarkaði. „Við eigum að viðurkenna að það er ekk- ert að þessum krökkum. Það er kerfið sem er arfavitlaust,” segir Gunnar Smári. „Fyrir 30-40 árum fóru kannski 20 prósent af hverjum ár- gangi í framhaldsskóla. Nú fara um 70 prósent þangað. Og okkur finnst það ekki nóg. Samt vita allir að framhaldsskólinn hefur ekki þroskast til að taka á móti 70 prósent af fólkinu í stað 20 prósenta. Unga fólkið hefur ekkert breyst. Það er með sömu genin, sömu hæfileikana, orkuna og athyglina og áður. Í stað þess að skólinn teygji sig í átt til áhuga stærri hóps hefur ork- an farið í að reyna að steypa öllum börnunum í sama mót. Börnunum er selt að lífið sé tapað ef þú verður ekki eins og þessi 20 prósent, for- eldrar eru skelfdir til að beita börnin óbærileg- um þrýstingi eða reyna að breyta börnunum með lyfjagjöfum, sálfræðiviðtölum, námsráð- gjöf — hverjum sem er. Fæst af þessu hjálpar fólki til að verða heilli eða betri manneskjur. Þetta gengur meira og minna út á að normal- ísera fólk; breyta öllum í námsráðgjafa sem getur setið við skrifborð eða fundarborð allan daginn og talað og talað og talað.” forgangsröðun leiðinlega fólksins „Það er líka einhver furðuleg forgangsröð i gangi,” heldur Gunnar Smári áfram. „Þetta er forgangsröð leiðinlega fólksins. Hún er sú að fyrst áttu að mennta þig til atvinnuöryggis og svo áttu að rækta sjálfan þig. Það var mað- ur sem sagði að í heiminum væri tvenns kon- ar tegundir af fólki. Fólk sem leiddist það sem það starfaði við; druslaðist í gegnum daginn og hlakkaði til helgarinnar og fríanna og hins veg- ar fólk sem elskar það sem að gerir. Hjá því geta þrír tímar liðið eins og fimm mínútur. Hjá hin- um geta fimm mínútur liðið eins og þrír tímar. Samrt viljum við að krakkarnir okkar noti for- gangsröðun leiðinlega fólksins; mennti sig til einhverrar vinnu en þeytist síðan á milli nám- skeiða í leit að lífsfyllingu eða reyni að lifa í gegnum börnin sín um helgar.” „Þú ert ekki góður blaðamaður vegna þess að þú hafðir góða kennara,” fullyrðir Gunnar Smári allt í einu og ég hrekk við, átta mig á að hann er tala við mig en ekki sjálfan sig eða fólk almennt. Ha, ég? segi ég til að segja eitthvað. „Já, þú. Þú hafðir reyndar frábæra kennara en það er ekki málið. Þú ert góður blaðamaður af því þú ert góður Mikael Torfason. Þú ert besti Mikael Torfason sem ég hef séð. Og ef þú hefðir ekki verið góður Mikael Torfason hefðir þú ekki getað lært neitt af þessum ágætu kennurum. En vegna þess að þú ert góður Mikael Torfason hefðir þú líka orðið góður í hverju sem þú hefð- ir tekið þér fyrir hendurl. Þú hefðir orðið frá- bær rafvirki, ráðgjafi, læknir eða leikari.” Ég veit það nú ekki. „Víst veistu það.” Þögn. „Fólk á líka bera virðingu fyrir vali krakk- anna sem vilja ekki vera í skóla,” byrjar Gunnar Smári aftur. „Það eru um 30 prósent krakkanna sem byrja í framhaldsskóla sem hætta án þess að klára hann. Þetta er aðeins skárra hlutfall en hjá þeim sem byrjuðu á Grámosanum eft- ir Thor, en samt frekar lélegt. Það gengur varð- andi Grámosann að segja að hann sé samt góð bók. Lesendurnir sem gáfust upp séu bara lé- legir lesendur. En það gengur ekki með krakk- ana og framhaldsskólann. Framhaldsskólinn segist ætla að þjónusta alla krakka en gerir það ekki. 30 prósent finna sig ekki í náminu, leið- ist og hætta. Og við eigum ekki að garga á eftir þeim að þeir séu lélegir nemendur. Það er ekk- ert að þessum krökkum. Það er hins vegar eitt- hvað alvarlegt að skólunum.” Jón Gnarr og Ólafur ragnar „Sá sem hættir í framhaldsskóla er ekki lélegur nemandi,” heldur Gunnar Smári áfram. „Ekki frekar en sá sem heldur áfram er lélegt drop- out. Þú ert ekki blaðamaður eða rithöfundur vegna þess að þér tókst ekki að verða BA í fé- lagsfræði. Er það?” Ha, nei. „Nei, þú tókst menntaða ákvörðun um að þú vildir ekki verða eins og formið sem var verið að troða þér ofan í. Þú veltir fyrir þér að kannski ættirðu að láta þig hafa það og breyta síðan forminu innan frá; en þú sást að það var tóm steypa. Þess vegna tókstu töskuna þína og labbaðir út.” Ég veit ekki hvort ég hafi hugsað akkúrat svona. „Eitthvað í þessa áttina alla vega,” fullyrðir Gunnar Smári. „Ef sýndum öllum drengjum eins og þér mynd af Ólafi Ragnari annars vegar og Jóni Gnarr hins vegar og spyrðum hvorum myndir þú vilja líkast; hver heldurðu að niður- staðan yrði? 100 prósent drengjanna myndu velja Jón vegna þess að hann vildi ekki láta gangast undir það þrönga form sem við erum að reyna að troða öllum í. Það myndi enginn velja Ólaf Ragnar með doktorsprófið, prófess- orstöðuna, Parliamentarians for Global Action og allt það. Stelpurnar myndu hins vegar velja Dorrit af því hún lítur út fyrir að vera ólíkinda- tól sem lætur engan segja sér fyrir verkum.” „En í sjálfu sér er ekkert að því að vera Ólaf- ur Ragnar,” segir Gunnar Smári. „Það eru í raun fáir sem eru betri í að vera þeir sjálfir en einmitt hann. En ég á bara við að það geta ekki allir ver- ið eins. Það getur ekki sami mælikvarðinn gilt yfir okkur öll. Það er ekki hollt fyrir hvert okk- ar og það er heldur ekki hollt fyrir allan hóp- inn. Allir hópar verða að vera samsettir úr mis- munandi fólki til að skapa einhverja spennu og orku. Einhver verður að vera svoldið óþekkur, annar dáldið óvirkur og sumir bara normal. Ef við reynum að gera alla normal verður hópur- inn geldur og leiðinlegur. Þessi samfélagstil- raun að gera alla eins er því ekki aðeins skaðleg einstaklingunum heldur líka hættuleg samfé- laginu.” Dásamlegar lendur normalítetsins „Þegar ég var strákur sá maður stolta menn labba inn í sjoppur, með vinnuvetlinga upp úr rassvasanum og kaupa sér pulsu, kók og Dag- blaðið,” heldur Gunnar Smári áfram. „Síðan hefur maður gengið undir manns hönd til að sannfæra verkalýðinn um að hann sé ómögu- legur, lélegt lið sem mistókst að verða félags- fræðingar. Og heldurðu að þetta hafi gert fólk hamingjusamara?” Uhh, nei. „Nei, auðvitað ekki,” endurtók Gunnar þaÐ SKEMMTilEGa Er allTaf SaTT Það er að myndast jaðarhópur í samfélaginu, týnda kynslóðin, sem passar ekki í skólana og fær ekki vinnu og berst við áfengis- og vímuefnavanda. GUNNar SMÁri EGilSSON, formaður SÁÁ, sagði Mikael Torfasyni frá því hvað hann vill gera til að hjálpa strákum og stelpum sem eru nákvæmlega eins og hann og allir hinir gallagripirnir sem stigu út fyrir normið. 08 09 september 2011 september 2011 GallaGripir Til BJarGar TÝNDU KYNSlÓÐiNNi alla þriðjudaga kl. 16.15 munu nokkrir gallagripir bjóða ungu fólki til skrafs og ráðgerðar í vonarhúsinu að Efstaleiti 7. Borgarstjórinn og gallagripurinn Jón Gnarr ríður á vaðið þriðjudaginn 13. September og svo koma þeir koll af kolli þessir drengir allir saman. þótt strákarnir, sem eitt sinn þóttu meingallaðir, ríði á vaðið þá eru bæði stelpur og strákar sem átt hafa í vandræðum vegna áfengis- og vímefnaneyslu hvött til að mæta. þetta er fyrir alla og þegar talið berst að stelpunum segir Bubbi Morthens að þær séu oft ekki jafn gallaðar og strákarnir hlæja flestir en Jón Gnarr bætir því við að þær stæri sig heldur ekki eins mikið af öllu ruglinu. Strákar eru líka oft fyrirferðamiklir og í dag er það þannig að fleiri strákar virðast utanveltu í kerfinu og tolla illa í skóla og eru lengur atvinnulausir en stelpurnar. þetta ræddu gallagripirnir þegar þeir mættu í von til að láta taka þessa mynd af sér. Margir voru að hittast í fyrsta sinn í lengri tíma og Stefán Máni var þarna með krakkana sína sem Bubbi heillaði upp úr skónum og Tolli og Guðmundur Oddur (sem var að koma frá Seyðisfirði) festust á samræðum um listina. Svo sögðu menn sögur af því hvað það var erfitt að hætta að reykja og horfðu á Einar Örn vefja sér sígarettu. En það allt skiptir ekki máli því allir þessir menn hafa reynslu af því að hafa ekki verið eins og fólk er flest og tekist að líta á það sem kost fremur en galla. M YN D : G U N N i G U N N Smári. „Hvort heldurðu að sé betra að vera besti gröfukarlinn á Hellu eða þriðji lélegasti félagsfræðingur í Reykjavík?” Ég veit það ekki. Ég slátraði kjúklingum á Hellu og var ágætur í því. Ég vildi hins vegar ekki gera það að æfistarfinu. „Enda var enginn að neyða þig til þess,” svarar Gunnar Smári. „Það voru allir hins veg- ar allir að neyða þig til að verða BA í einhverj- um andskotanum. Ég ræddi við konu um dag- inn sem sagði mér frá hvernig fjölskyldan tók því þegar sonur hennar sagðist ekki vilja fara í háskóla. Drengurinn var beittur miklum þrýst- ingi svo hann drattaðist í verkfræði. Eftir ár var hann kominn með upp í kok og vildi hætta. Fjölskyldan fór aftur í gang og aftur lét dreng- urinn undan en skipti um fag. Eftir ár var hann aftur búinn að fá nóg en stóð nú fast á sínu og þvertók fyrir frekara nám. Nú mörgum árum seinna getur hann sagt mömmu sinni frá þess- ari reynslu; að hafa alla fjölskylduna á móti sér vegna þess að hann vildi ekki beygja sig undir almennar kröfur samfélagsins um hvað er vel- lukkað líf og hvað mislukkað. Hann sagði að lík- lega hefði fjölskyldan stutt hann ef hann hefði viljað fara í kynskiptiaðgerð. Og það er ekkert að kynskiptiaðgerðum. En það er heldur ekkert að því að vilja ekki vera verkfræðingur!” „Annars veistu þetta allt,” fullyrðir Gunnar Smári. Hvað? „Að framhalsskólanum hefur ekki einu sinni tekist að aðlaga sig breyttum tíma; hvað þá því að fá fjórum sinnum fleira fólk og það allt annars konar fólk,” segir Gunnar Smári. „Og það mætti sýna því skilning ef fólk væri ekki að reyna að finna ástæðuna hjá þeim sem vilja ekki vera í þessum gölluðu skólum. Það er verið að greina þessa krakka með athyglis- brest, ofvirkni, félagsfælni, námsörðugleika, lesblindu, óvirkni, persónuleiaröskun og Guð má vita hvað ekki; bara vegna þess að þau falla ekki inn í form sem var aldrei ætlað þeim. Ef þú værir allan daginn neyddur til að gera eitt- hvað sem þér leiddist; heldurðu að þú sýndir ekki einhver einkenni leiða og óþols?” Jú, örugglega. “Gerirðu einhverntímann eitthvað sem þér leiðist?” Já, ég get alveg pínt mig. “Pínt þig til hvers; að gera eitthvað sem þú vilt gera? Klára eitthvað sem þú vilt klára?” Já. „En ég er ekki að tala um það. Ég er að taka um að vera píndur til að klára eðlisfræði 103, dönsku 203 og félagsfræði 303 án þess að sjá nokkurn tilgang með því, hafa enga ánægju af því og af þeim sökum leiðast kennarinn, þola ekki námsefnið og hata skólann með manni og mús. Heldurðu að þú kæmist í gegnum þetta án þess að sýna einhver einkenni einhverjar röskunar?” Nei, líklega ekki. „En þú veist það ekki. Veistu hvers vegna? Vegna þess að þú hefur aldrei pruf- að þetta. Þú gerðir það sama og allir drop- out-krakkar með sjálfsvirðingu; þú labbaðir út,” fullurðir Gunnar Smári. „Og hvernig bregst samfélagið við? Það hleypur á eftir krökkunum og reynir að sannfæra þá í hundraðasta sinn að baki þessari dönsku 103 sé tóm sæla og gleði. Ef þau bara klára þennan áfangann og hinn áfangann þá muni þau sleppa inn í dásam- legar lendur normalítetsins. Þetta er ekki bara heimskulegt heldur líka rangt. Það er ekkert handan við þessa áfanga sem er ekki líka hérna meginn.” við getum bjargað þessum krökkum „Við hjá SÁÁ viljum snúa þessu við,” segir Gunnar Smári. „Við viljum segja við krakk- ana að gera það sem þau vilja gera og hætta að troða sér inn í helminginn sem er alltaf að gera það sem honum leiðist. Farðu í sjó- sund, fáðu þér gítar, rífðu kjaft, stattu á hönd- um — bara ef þér finnst það gaman. Ef þér tekst að gera eitthvað skemmtilegt og greina á milli þess sem reynist þér vel og illa þá ertu hólpinn. Þess vegan verðurðu að hætta að drekka og dópa. Það drepur þig. En ef þú finnur eitthvað annað sem er gaman þá geturðu rakið þig eftir því. Vertu fyrst betri í að vera þú sjálfur. Ef þér tekst það geturðu orðið hvað sem er.” „Það er nefnilega leiðinlega fólkið sem er að reyna að koma því inn hjá þér að þú eigir að gera leiðinlega hluti,” segir Gunnar Smári. „Að það sé jafnvel merki um góðan karakter. Það er algjörlega rangt. Þú ert með innbyggt í þig kerfi sem leiðir þig að skemmtilegum hlutum. Það er skemmtilegt að svala forvitni sinni. Ef þér tekst það geturðu lært allt sem þú kær- ir þig um. Þú munt hins vegar aldrei læra neitt sem þú ert ekki forvitinn fyrir. Og þetta er ekki bara spurning um námstækni. Þetta er grund- vallaratriði í allri þekkingu. Eins og hið ein- falda er vanalega satt þá er líka hið skemmti- lega satt. Ég veit ekki um neitt sem er leiðinlegt en er líka satt.” En hvað ætlið þið í SÁÁ að gera? „Við ætlum að biðja sveitarfélögin, ríkið. Vinnumálastofnun um peninga og leyfi til að taka við því unga fólki sem hefur litla menntun og takmarkaða starfsreynslu, og sem á einnig við áfengis- og vímuefnavanda að stríða, og hjálpa því að ná áttum, kynnast sjálfum sér, sættast við sig og finna hvað þeim finnst í raun gefandi og skemmtilegt,” svarar Gunnar Smári. „Þetta er sambland af meðferð, skemmtun, námi, íþróttum, leiklist, vinnu og allskonar dóti. Við munum virkja einstaklinga til að rétta þessu krökkum hjálparhönd, fyrirtæki til að taka þau í þjálfun, listamenn til að vinna með þeim, íþróttamenn til að þjálfa þá og alls kyns fólk til að gefa þeim tíma, athygli og eyra.” Og mun ríkið borga? „Ég veit það ekki ennþá,” viðurkennir Gunnar Smári. „Við erum að kynna þetta fyr- ir hinum og þessum. Vonandi kemur eitthvað út úr því. Ég held að við getum lagt eitthvað á okkur fyrir þessa krakka. Ef við gerum að ekki munum við sitja uppi með týnda kyn- slóð sem aldrei mun líta á sig sem hluta af þessu samfélagi. Ekki af því að þau séu ekki hæf til þess; heldur vegna þess að þau lesa rétt í stöðuna. Þeim hefur verið hent út úr kerfinu. Ég lít svo á að við séum á síðustu stoppistöð áður en við lendum inni í einhvers- konar Tottenham. Við getum bjargað krökk- unum út úr vagninum núna, hleypt þeim aftur inn í samfélagið jafnvel þótt þau vilji ekki verða BA í félagsfræði — eða við getum haldið áfram að skilgreina þau út á jaðarinn, greint þau sem ónýt og látið þau á bætur með lágmarksfram- færslu til æfiloka. Hvort myndir þú gera?” Ef ég væri ráðherra? „Já.” Ég myndi vilja hafa þessa krakka með í sam- félaginu. „Þá held ég að þeta gangi upp.” Nú, afhverju? „Bara, ég held að fólkið í ríkisstjórninni sé ekki vitlausara eða verra en þú.” Takk. „Þetta var ekkert illa meint.” En ef ekki? „Ef ekki hvað?” Ef þið fáið ekki pening? „Ég veit það ekki,” svarar Gunnar Smári. „Kannski reynum við að safna peningum. Það hefur margsinnist sýnt sig að þjóðin er betri en ríkisstjórnin. Það á við um allar þjóðir og all- ar ríkisstjórnir. Það virðist vera einskonar nátt- úrulögmál.” Og hvernig ætlið þið að safna peningum? „Ég veit það ekki. Má ég skilja eftir reikn- ingsnúmer í þessu viðtali?” Þú ert formaðurinn og þá líklega útgefand- inn. „Þú ert blaðamaðurinn. Þú ræður.” Ætlarðu að nota viðtalið mitt til að plögga einhverjum bankareikningi? „Já, hví ekki? Þetta er alvörumál Mikki minn. Við getum ekki hjálpað þessum krökkum nema allir leggist á eitt.” Ókei. „Okei, hvað?” Komdu þá með reikningsnúmerið. „Takk. Það er banki 116, höfuðbók 26 og reikningsnúmer 452 og kennitala SÁÁ er 521095-2459.” Nafn: Jón Gnarr Aldur: 44 Starf: Borgarstjóri Fyrri störf: Verkamaður og grínisti menntun: Prófessor í Ekkert frá Háskól- anum í hvergi (university of Nowhere) Nafn: Einar Örn Aldur: 48 ára (held ég) Starf: Borgarfulltrúi, tónlistarmaður, frumkvöðull Fyrri störf: Póstbifreiða- stjóri, bardyravörður, barþjónn, blaðamaður, verslunarmaður menntun: Stúdentspróf, BA í fjölmiðlafræði Nafn: Stefán Máni Aldur: 41 Starf: Rithöfundur Fyrri störf: Fiskverkun, byggingarvinna, bókband og sambýli fyrir geðveika menntun: Klára samræmdu prófin en flosna upp úr námi á fyrsta ári í menntaskóla Nafn: Sigurjón M. Egilsson Aldur: 57 ára Starf: Blaðamaður og útgefandi Fyrri störf: Sjómaður og sölumaður menntun: Gagnfræðingur Nafn: Bubbi Morthens Aldur: 55 ára Starf: Laga- og textasmiður, söngvari, rithöfundur Fyrri störf: Verkamaður og sjómaður menntun: Hætti í skóla 15 ára Nafn: Mikael Torfason Aldur: 37 ára Starf: Rithöfundur og blaðamaður Fyrri störf: Verkamaður og kjúklingaslátrari menntun: Féll á samræmdu prófunum Nafn: KK Aldur: 55 ára Starf: Tónlistarmaður Fyrri störf: Verkamaður, uppskipun, skúringar menntun: Pungapróf Nafn: Tolli Morthens Aldur: 57 Starf: Listamaður Fyrri störf: Sjómaður, verkamaður, Skógarhöggsmaður menntun: Myndlistarskóli Íslands, Berlínarháskóli Nafn: Guðmundur oddur Magnússon Aldur: 56 ára Starf: Prófessor við Listaháskóla Íslands Fyrri störf: Gröfumaður Bröyt X2b menntun: Drop-out úr mennta- skóla, rekinn úr Myndlistar- og hand- íðaskóla Íslands, Diploma-próf í graf- ískri hönnun eftir meðferð HVAÐ: Gallagripir HVAR: Von, Efstaleiti 7 FYRIR HVERN: ungt fólk HVENÆR: Alla þriðjudaga kl. 16.15 (einn og hálfur tími) NÁNAR: www.saa.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.