Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.09.2011, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 02.09.2011, Qupperneq 54
Vestanhafs, þar sem markaður með stafrænar út- gáfur hefur átt mestum vinsældum að fagna og 12% af fullorðnum hafa nú aðgang að þannig búnaði, eru menn farnir að upphugsa nýjar leiðir: Nook Barnes og Noble blanda, í stafrænum útgáfum fyrir börn, inn í sögurnar stækkunarmöguleikum á mynd- skreytingum. Sagnaheimurinn er að öðlast líf sem breytir enn lestrarnotum. Fyrir eldri lesendur hafa útgefendur bætt inn myndböndum og hljóðfælum til að auka efni útgáfunnar. Og nú er komið að tónlistinni. Fyrirtækið Booktrack í New York er að gera tilraunir með að setja tónlist og hljóðheim á rás við lestextann til að auka mönnum upplifun, segja þeir. Sumir myndu segja að slíkt takmarkaði ánægjuna. Fyrsta bókin með hljóðrás var Power of Six frá Harper Collins en fleiri eru væntanlegar: Stikilsberja- Finnur, Jane Eyre, Rómeó og Júlía og Skytturnar. -pbb Bækur með undirleik  Bókadómur Einn dagur B jartur gaf út nýlega enska skáld-sögu, Einn dagur (One Day), eftir David Nicholls, sunnlending sem er menntaður leikari frá Bristol og New York. Sagan kom út 2009, féll lesendum og gagnrýnendum vel í geð, var álitlegt efni í kvikmynd og er nú í bíó. Ameríski útgefandinn, Random House, kom að framleiðslunni og er útgáfunni hér stillt saman við sýningu á myndinni. Sagan er 430 síður í kiljubroti, en hún segir sögu tveggja Englendinga; Emmu sem er að norðan úr lægri millistétt og Dexters sem er að sunnan úr efri milli- stétt. Þau hittast einn dag skömmu eftir útskrift beggja úr háskóla, bæði 23 ára, verja degi saman og nótt, verða ekki kær- ustupar en elska í raun hvort annað sem verður grunnur, brotinn grunnur, að ævi- langri vináttu þeirra. Þetta er hefðbundin frásaga, prýðilega unnin með afdrifa- miklum atburðum í lífi tveggja einstak- linga sem eru dregnir skýrum dráttum. Frásögnin er að mestu í tímaröð en alltaf miðuð við 15. júlí, helgidag úr engilsax- neskum átrúnaði, Sviðhúnsmessu, sem er lítt þekktur utan Bretlandseyja en þann dag var trú manna að fram undan væri vætutíð í 40 daga. Sviðhúnn var ákallaður til að forða þurrki, ófrjósemi, ógæfu og dauða. Eins og herjar í raun á líf þeirra Emmu og Dexters. Allt til enda. Sagan er niðurnjörvuð í breskt sam- félag frá 1988 til 2006 með tilvísunum í samtímasögu sem fáir þekkja nægi- lega vel til hér á landi. Nicholls skrifaði á sínum tíma fjóra þætti í Cold Feet sem áskrifendur Stöðvar 2 þekkja og naut mikilla vinsælda – þar var líka rakin í tímaröð þroskasaga einstaklinga. Hann hefur skrifað handrit að sjónvarpsgerð eftir sögum Hardys, bæði Tess og er nú að vinna að Far from the Madding Crowd. Hann sækir frásagnarhátt til ensku skáld- sögunnar á nítjándu öld þar sem áhersla er lögð á dæmigerða stéttarfulltrúa, eðlis- læg sjónarmið uppeldis og ætta sem ráða örlögum, ást og virðing er í fyrirrúmi með skýrum lýsingum á innra lífi, tilfinn- ingum, ríkri útmálun þátta í umhverfi, fatnaði, stjórnmálum, tónlist, húsnæði, innréttingum, heimsmynd sem okkur er búin. Einn dagur er ekki merkileg við fyrstu kynni en vinnur hratt á. Siðaboð Nicholls er hluti af lífsviðhorfi sem við þekkjum: Sá sem sækist eftir munaði og lífsgildum yfirstéttarinnar ferst, ytra brjál er þér aldrei til gæfu, sá sem er trúr sínu og upp- runa verður um síðir sigurvegari, hinn sem hreykir sér tapar öllu, fyrst sjálfum sér. Sagan er á köflum popp, uppákomur spaugilegar, tilfinningasemi nýtt af mik- illi smekkvísi til að keyra upp í lesanda spennu, Nicholls er hófsamur í tækni- brögðum og stilltur í leik sínum með hug lesandans. Sagan er notalegur lestur. Þeim sem kunnugur er breskum sam- félagsháttum er bókin endalaus skemmt- un; reyndar þótti mér fyrsti parturinn veikastur að þessu leyti. Höfundurinn notar með skipulögðum hætti hin stétt- bundnu svæði London til að segja sína sögu og gerir það af miklu hugviti. Þýðingin er ekki nógu góð: „Svona andlit þar sem beinin sjást undir húðinni“ gæti verið skarpholda í andliti, „nektar- sund“ er ekki til íslensku, „leiðsöguspeki“ eða „sirkusfærni“ ekki heldur, hvað þá „lautarferðarborð“. Þessi samsettu orð skiljast en önnur eins og „blásokkar“ ekki. Þetta er til dæmis um nafnyrði, tína mætti til fleiri setningarbúta; viðbragðið „Ég held að mér sé að verða óglatt“ notum við með orðunum „Ég gæti ælt ...“. „Andlitið hringir einhverri bjöllu“ er ekki sæmandi þýðing. Telja mætti fleiri tor- kennilega staði úr þýðingunni sem víða er með enskum setningarblæ. Svo eru smáatriði þekkingarlegs eðlis sem Arnar flaskar á: Artful Dodger í Oliver Tvist hefur verið kallaður Hrappur æ síðan Páll Eggert Ólafsson þýddi söguna 1906. Einn dagur er falleg og vel hugsuð skáldsaga sem allur fjöldi lesenda getur notið. Örugglega betri en myndin. 34 bækur Helgin 2.-4. september 2011  TímariT riTið Er háskólinn í krísu? Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Vestanhafs skilja menn ekki hvað tefur stórfellda útgáfu á kennslubókum í stafrænu formi. Tímaritið Wired segir á heimasíðu sinni að útgefendur standi í vegi fyrir því. Rúmlega fjóðungur nemenda í framhalds- skólum vestanhafs telur lappinn vera helsta námstæki sitt og þá fylgir að menn nálgast námsbækur í stafrænu formi á straumum og nappa þeim. -pbb Að stela kennslubókum Eitt par, margir dagar, tuttugu ár Jón Gnarr borgarstjóri trónir á toppi met- sölulista Félags íslenskra bókaútgefenda fyrir síðustu vikur yfir íslensk skáldverk með bók sinni Indjánanum, sem kom út í kilju í sumar, fimm árum eftir að hún kom út í fyrsta sinn. BorgarsTjóri á Toppnum David Nichols Tímarit hugvísindadeildar Háskóla Íslands er helsti vett- vangur manna þar á bæ fyrir fræðilega umræðu en auk Ritsins heldur hugvísindadeildin úti www.hugras.is sem er vettvangur styttri greina. Ritið hefur lengi verið merkilegur vettvangur þótt það hafi farið hljótt. Það er sjaldan kallað á milli vettvanga, milli tímarita, vefrita og spjallsíðna, sem er miður. Talsamband er hér á landi mest um karp. Í nýja heftinu er fjallað um háskólamál í nútíð og fortíð og þar er gerð tilraun til að skilgreina háskóla sem samfélagslegt og sögulegt fyrirbrigði. Þar er líka tæpt á umræðu sem fer vaxandi innan human- iora: Hver var þáttur fræðasamfélagsins í gagnrýnisleysi og meðvirkni á þenslu- tíma fyrir kreppu, hvar liggur ábyrgð háskólanna? Því er spurt um akademískt frelsi, skólasamfélagið sem átakasvæði og þjónustustofnun fyrir frek og áköf afskipti hagsmunaaðila í atvinnulífi. Eins um raunverulega afstöðu stjórnmála- manna sem margir hverjir hafa litla sem enga þekkingu á vaxandi fjölda starfs- sviða samfélagsins sem þeir setja þó lagaramma um með aðstoð augnaþjóna sinna í ráðuneytunum. Helstu greinar í nýja heftinu eru Af veikum mætti, ábyrgðar og gagnrýnishlutverk háskólans eftir Irmu Erlingsdóttur; Rót- tækur háskóli – tvíræður háskóli eftir Jón Ólafsson; Háskólar og gagnrýnin þjóðfélagsumræða eftir Jón Torfa Jónasson; Há- skólabóla. Um námsframboð og vinsældir náms í góðæri eftir Gauta Sigþórsson; Háskólar. Valdastofnun eða viðnámsafl. Þetta eru þemagreinar heftisins undir yfirskriftinni Háskólinn í krísu. Utan þess eru aðsendar greinar í heftinu sem er 229 blað- síður: Guðni Elísson heldur áfram að rekja þræði í sundur í málflutningi frjálshyggjumanna og að þessu sinni eru það loftslagsbreytingar sem hann skoðar, upplýsing og afneitun. Greinin heitir Dómsdagsklukkan tifar. Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um fyrirbrigði af ýmsum stofni í skáldsögu eftir Steinar Braga. Sigrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar um skáldskap Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Þá er í heftinu þýðing á grein eftir Jonathan Cole um akademískt frelsi og frjálsar rann- sóknir. Hægt er að panta heftið hjá Háskólaútgáfunni og senda þær á mgu@hi.is. Svo fæst það í öllum betri bókaverslunum. -pbb Spurningar vakna um háskólana  Einn dagur David Nicholls Arnar Matthíasson þýddi Bjartur, 430 bls. 2011 Vönduð ensk samtímasaga. Tímaritið Ritið frá hug- vísinda- deild Háskóla Íslands er komið út. Bókin Power of Six. ... falleg og vel hugsuð skáldsaga sem allur fjöldi les- enda getur notið. www.heilsumeistaraskolinn.com s. 892-6004 Tilboðsverð til 9. september 38.000kr Hentar öllum sem vinna með heilsu og lækningar, hefðbundnar og heildrænar s.s.læknum, græðurum og sálfræðingum 19. - 20. nóvember 2011 Einn virtasti frumkvöðull á sviði lithimnugreiningar - IRIDOLOGY Dr. Daniele Lo Rito læknir (MD) verður með námskeið í TIME RISK greiningu á áföllum á lífsleiðinni í lithimnum Í fyrsta sinn á ÍSLANDI mun ítalski læknirinn DR. DANIELE LO RITO kenna TIME RISK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.