Fréttatíminn - 09.09.2011, Side 4
Turninum | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi
Sími 575 7500 | www.veisluturninn.is
Ráðstefnur & fundir
Fullkomin aðstaða fyrir allt að 500 manns
Metanbíll valinn Bíll ársins
Í fyrsta sinn yfir 100
þúsund í einum mánuði
Alls fór 101.841 erlendur ferðamaður frá
landinu í nýliðnum ágúst eða um 12 þúsund
fleiri en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt
talningu Ferðamálastofu. Aukningin nemur
13,7% milli ára. Erlendir ferðamenn hafa
aldrei áður farið yfir 100 þúsund í einum
mánuði og eru þeir nú helmingi fleiri en
þeir voru í ágústmánuði 2002. Þegar litið
er til einstakra markaðssvæða má sjá
verulega aukningu frá N-Ameríku milli ára
eða um 52,8%. Bretum fjölgar um 9,6% frá
því í fyrra, Norðurlandabúum um 8,7% og
Mið- og S-Evrópubúum um 8,1%. Það sem
af er ári hafa 406.484 erlendir ferðamenn
farið frá landinu eða 62.211 fleiri en á sama
tímabili í fyrra en um er að ræða 18,1%
aukningu milli ára. - jh
Laun hækkuðu um 2,4%
frá fyrri ársfjórðungi
Regluleg laun voru að meðaltali 2,4% hærri
á öðrum ársfjórðungi 2011 en í ársfjórð-
ungnum á undan. Á sama tímabili hækkuðu
laun á almennum vinnumarkaði um 2,9%
en laun opinberra starfsmanna hækkuðu
um 1,2% að meðaltali. Frá fyrra ári hækk-
uðu laun um 5,7% að meðaltali; hækkunin
var 7,1% á almennum vinnumarkaði og
2,7% hjá opinberum starfsmönnum, að því
er Hagstofa Íslands greinir frá. Frá fyrra ári
hækkuðu laun mest í fjármálaþjónustu, líf-
eyrissjóðum og vátryggingum eða um 9,8%
en minnst í byggingarstarfsemi og mann-
virkjagerð, um 3,4%. Þá hækkuðu laun
þjónustufólks mest frá fyrri ársfjórðungi
eða um 3,5%. - jh
Minningardagskrá um
dánu skáldin í Kópavogi
Ritlistarhópur Kópavogs stendur fyrir
minningardagskrá um dánu skáldin úr
Kópavogi næstkomandi þriðjudag, 13.
september, í Forsælunni við Salinn í
Kópavogi. Dagskráin hefst kl. 20. Erindi
verða flutt um átta skáld sem farin eru
yfir móðuna miklu. Aðgangur er ókeypis.
Dagskráin hefst með ávarpi Hafsteins
Karlssonar, formanns menningar- og
þróunarráðs Kópavogs. Því næst flytur
Jón Guðlaugur Magnússon erindi um Jón
úr Vör, Kristmundur Halldórsson flytur
erindi um Böðvar Guðlaugsson, Guð-
mundur Ólafsson flytur erindi um Geirlaug
Magnússon, Ólafur Sverrir Kjartansson
flytur erindi um Kjartan Árnason og
Hjörtur Pálsson flytur erindi um Jón
Bjarman. Þá flytur Gerður Gröndal erindi
um Gylfa Gröndal og Vilhjálmur Einarsson
erindi um Þorstein Valdimarsson. Að
lokum flytur Gunnar Ingi Birgisson erindi
um Sigurð Geirdal. - jh
Í slenska ríkið fær ellefu milljónir fyrir Sementsverksmiðjuna sem seld var í október 2003. Þetta var
staðfest með nauðasamningi í júní á
þessu ári. Þar með er átta ára raunasögu
innheimtu ríkisins á hendur kaupend-
um verksmiðjunnar lokið. Upphaflegt
kaupverð var sextíu og átta milljónir
en var aldrei greitt, líkt og Ríkisendur-
skoðun gerði athugasemd við í skýrslu
í lok fyrra árs. Þá var skuld Íslensks
sements ehf., kaupanda verskmiðjunnar,
komin upp í 118 milljónir með vöxtum
og dráttarvöxtum. Forsaga málsins er
að við gerð kaupsamningsins árið 2003
var gerður fyrirvari um samþykki ESA,
eftirlitsstofnunar EFTA, í kjölfar kæru
Aalborg Portland á hendur íslenska
ríkinu vegna lífeyrisskuldbindinga Sem-
entsverksmiðjunnar sem ríkið tók yfir.
Rannsókn ESA tók fimm ár og gagn-
rýndi Ríkisendurskoðun stofnunina
fyrir seinagang í rannsókninni. Eftir
að samþykki lá fyrir, árið 2010, gerði
íslenska ríkið tilraunir til að innheimta
kaupverðið, án árangurs. Á þessu ári
var síðan hafist handa við að reyna að ná
fram nauðasamningum og segir Rósa
Björk Brynjólfsdóttir, upplýsingafulltrúi
fjármálaráðuneytisins, í samtali við
Fréttatímann að íslenska ríkið hafi stað-
ið frammi fyrir því að fá eitthvað fyrir
sinn snúð eða ekki neitt. Fyrri kosturinn
hefði verið skárri þótt afskrifa þyrfti tugi
milljóna af kaupverðinu. Niðurstaðan
varð því sú að ríkið fékk ellefu af þeim
hundrað og átján milljónum sem því bar
– átta árum eftir að kaupin höfðu átt sér
stað.
Gunnlaugur Kristinsson, forstjóri
Ríkið fær ellefu milljónir
fyrir Sementsverksmiðjuna
Einkavæðing Átta Ára fErli lokið
Ein torsóttasta einkavæðing síðustu ára hefur verið leidd til lykta. Ríkið fær einn sjötta af upp-
haflegu kaupverði í nauðasamningum átta árum eftir að salan fór fram.
Sementsverksmiðjan á Akranesi.
Björgunar sem var og er stærsti
hluthafi Íslensks sements, segir að
Sementsverksmiðjan hafi ekki verið
rekstrarhæf árið 2010 en endurreist
þegar Arion banki, sem tók yfir hlut
BM Vallár í félaginu, breytti kröfum
í hlutafé. Stærstu hluthafar Íslensks
sements eru Björgun og norska sem-
entsfyrirtækið NorCem, sem er einnig
stór hluthafi í Björgun. Gunnlaugur
segir að ekki hafi komið til greina að
greiða hlut BM Vallár í upphaflegu
kaupverði þar sem stór hluti vandræða
Sementsverksmiðjunnar hafi verið til-
kominn vegna skuldar BM Vallár við
fyrirtækið. „Björgun og Norcem áttu
kröfur á Íslenskt sement sem voru af-
skrifaðar. Það var svo sem ekki annar
kostur en að ganga að þessum samn-
ingum eða gera félagið gjaldþrota,“
segir Gunnlaugur.
Spurður um seinagang kaupenda við
að efna greiðslu til ríkisins segir Gunn-
laugur að samkvæmt samkomulagi
við ríkið hafi kaupverðið ekki átt að
greiðast fyrr en ESA hefði með form-
legum hætti klárað sín mál. „Það var
gert snemma árs 2010. Það var aldrei
hagur hluthafa Íslensks sements að
borga ekki kaupverðið og ég veit að
það voru lagðir peningar í að senda
menn til Brüssel til að reyna að flýta
málinu hjá ESA. Það voru lagðir miklir
peningar inn í Íslenskt sement til að
halda því starfandi og það voru ein-
faldlega takmörk fyrir því hvað menn
höfðu burði til að gera það lengi. Einn
af þremur hluthöfum var gjaldþrota
og nauðasamningar voru eina leiðin,“
segir Gunnlaugur.
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
oskar@
frettatiminn.is
Niðurstaðan
varð því sú
að ríkið fékk
ellefu af
þeim hundr-
að og átján
milljónum
sem því
bar – átta
árum eftir
að kaupin
höfðu átt
sér stað.
Volkswagen Passat í metanútfærslu
hefur verið valinn Bíll ársins 2012 af
Bandalagi íslenskra bílablaðamanna.
Alls komust níu bílar í úrslit í þremur
flokkum, að því er fram kemur á síðu
Félags íslenskra bifreiðaeigenda.
Passat sigraði í flokki hybrid- og
metanbíla, Lexus CT 200 varð í öðru sæti og Toyota Auris í því þriðja. Í flokki minni
fólksbíla varð Audi A1 hlutskarpastur, Ford Focus varð í öðru sæti en Ford Fiesta
í því þriðja. Í flokki stærri fólksbíla sigraði Volvo V60, í öðru sæti varð BMW 520
og Kia Sportage í þriðja. Volkswagen Passat fékk flest stig allra bílanna og fær
sæmdarheitið Bíll ársins 2012. Bíll ársins, VW Passat EcoFuel er verksmiðjubyggður
metanbíll. Hér á landi er metan innlendur orkugjafi og því skattfrjálst bifreiðaelds-
neyti. Bíllinn er enn fremur undanþeginn vörugjöldum og því verulega ódýrari en
sami bíll sem fluttur er inn án metanbúnaðar. - jh
vEður föstudagur laugardagur sunnudagur
Veðurvaktin ehf
Ráðgjafafyrirtæki í eigu
Einars Sveinbjörnssonar
veðurfræðings. Veður-
vaktin býður upp á veður-
þjónustu fyrir einstaklinga,
fyrirtæki og opinbera
aðila í ráðgjöf og úrvinnslu
flestu því sem viðkemur
veðri og veðurfari.
Veðurvaktin ehf
Eikarási 8, 210 Garðabæ
Sími: 857 1799
www.vedurvaktin.is
NorðaNátt ekki sVo HVöss.
Léttir tiL uM MikiNN HLuta
LaNdsiNs. áfraM frekar kaLt í
Veðri og Næturfrost.
HöfuðBorgarsVæðið: HæG NA-ÁTT
oG LéTTSKýJAð. SæMILEGA HLýTT uM
MIðJAN DAGINN.
Bjart Veður Víðast HVar, eN ÞykkNar
upp og fer að rigNa uM kVöLdið suð-
austaNtiL. Hægt VaxaNdi a-ViNdur.
HöfuðBorgarsVæðið: LéTTSKýJAð oG
MIKILL HITAMuNuR DAGS oG NæTuR.
fer að rigNa uM LaNd aLLt, eiNkuM
ÞÓ austaNtiL. Nokkuð HVasst af
austri og Norðaustri.
HöfuðBorgarsVæðið: SKýJAð oG
LÍTILSHÁTTAR RIGNING uM TÍMA.
kuldakastinu lýkur um helgina
Þessi kuldatíð sem steyptist yfir okkur
nánast eins og hendi væri veifað mun halda
fram á laugardag. Vind hægir þó og um leið
eykst hættan á frosti yfir nóttina á láglendi.
Einkum aðfararnótt laugardags. Hætt er þá
við að kartöflugrös falli víða og berin frjósi.
Á laugardag verður myndarleg lægð fyrir sunnan
land og á hægfara austurleið. Hún beinir
til okkar mildara lofti. Á sunnudag er
spáð rigningu um mikinn hluta landsins
og allhvössum vindi af A og NA.
Restarnar af fellybylnum Katia
munu síðan keyra inn í þessa
sömu lægð.
10
7
6 6
11
12
7 6
7
9
10
8 8
8
9
einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
4 fréttir Helgin 9.-11. september 2011