Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Page 20

Fréttatíminn - 09.09.2011, Page 20
Bröns alla laugardaga og sunnudaga Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is Verð aðeins 1.895 með kaffi eða te Lára Björg Björnsdóttir rithöfundur Brá svo að ég fór að gráta „Ég var í Ostabúðinni á Skólavörðustíg með þriggja mánaða son minn í fanginu að kaupa fondue-pott í brúðargjöf þegar fréttir bárust af fyrri vélinni. Útvarpið var hækkað í botn, fréttir auðvitað þá mjög óljósar og þulurinn sagði að nú væru hafnar loftárásir á Bandaríkin. Á þessum tíma bjó besta vinkona mín í New York og systir mín í San Francisco. Mér brá svo að ég fór að hágráta og af- greiðslukonan varð að halda á syni mínum á meðan ég jafnaði mig. Fyrir New York held ég að þessar árásir hafi aukið samkennd og þjappað borgar- búum saman. Hvað varðar heimsbyggðina sjálfa, fóru af stað ýmis stríð í nafni „War on terror“ með oft og tíðum skelfilegum afleiðingum fyrir saklausa borgara. Hvað mig sjálfa varðar þá fer ég ekki í flugvél án þess að svitna og reyna hvað ég get að spotta „fluglögguna“ og senda SMS á klukkutíma fresti til ástvina, bara til vonar og vara.“ Salvör Kristjana Gissurardóttir lektor Steinn sem braut niður heimsveldi USA „Ég var í starfi mínu í forsætisráðuneytinu. Ég man meira að segja tölvupóstinn sem ég var að skrifa þegar starfsfélagi kemur inn (hún hafði verið niðri í Stjórnarráðs- húsinu en ég var uppi á 5. hæð í húsinu fyrir aftan). Hún segir okkur frá þessu og við kveikjum á sjónvarpinu í fundar- herberginu á horninu þar sem sést yfir Reykjavík. Þar horfðum við á turnana hrynja. Heimsmyndina hrynja. Svo kom dóttir mín og sambýlismaður hennar og mamma hans. Þau höfðu verið í jarðarför og vissu ekkert hvað hafði gerst. Það var verið að jarða ömmu hans, Helgu. Ég vissi ekki fyrr en ég las minningargreinarnar um morguninn að Helga amma hans væri Dimmalimm. Hún var ævintýraprinsessan í ævintýri Muggs frænda síns, bókin var skrifuð um hana og fyrir hana. Svo var það þannig að vefstjóri stjórnar- ráðsins var farinn heim eða var í fríi en ríkis- stjórnin kom strax saman og samdi samúðar- og sorgaryfir- lýsingu til Bandaríkjanna og það seinasta sem ég gerði áður en ég fór heim úr vinnunni þennan dag var að koma því á vef stjórnarráðsins. Árásirnar breyttu heimsmyndinni og þær voru fyrsti sjáanlegi steinninn sem braut niður veldi Bandaríkjamanna. Innrásin í Afganistan breytti líka miklu í lífi mínu. Sambýlismaður minn fór út til Afganistan til friðargæslu. Hann var þá í skotheldu vesti og með tvær byssur allan daginn. Og þegar hann var að koma heim þegar dóttir okkar fermdist þá voru tvær rútur friðargæsluliða á leið út á flug- völlinn í Kabúl og önnur var sprengt upp í hryðjuverkaárásl. Ég las það bara á BBC og heyrði í RÚV og vissi ekki í sólarhring um afdrif hans. En hann var í hinni rútunni. Stríð kom inn í minn heim. Stríð kom inn í mína fjölskyldu.“ Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður Kaninn fékk formlegt skotleyfi „Já, ég man hvar ég var staddur. Í fyrsta skipti á ævinni sem ég fór upp í ljósabekk var 11. september 2001. Þarn lá ég með útvarpið í eyrunum, hugsandi um hvað þetta væri ógeðslega heimskulegt og óþægilegt þegar útsendingin er allt í einu rofin með því- líkum látum. Ég stökk upp úr bekknum, hljóp heim, skellti VHS-spólu í tækið og tók upp hörmungarnar fyrir aftan tónleika sem Nirvana spiluðu í MTV.“ „Hverju breyttu þessar árásir? Þetta breytti miklu. French fries hétu allt í einu freedom fries. Kaninn fékk form- legt skotleyfi á araba og sennilega hafa Bandaríkjamenn aldrei verið heimskari enda aldrei verið mataðir jafn gróflega á vitleysu og rugli.“ Ingunn Snædal skáld Menn tvístigu og ráfuðu um „Hinn 11. september 2001 var ég stödd í London og átti flug snemma að morgni þess 12. til Spánar þar sem við mað- urinn minn vorum að fara að vinna. Ég sat fyrir utan bar í Brixton þegar einhver urgur varð allt í einu í fastagest- unum inni við barinn; þeir vildu að bar- þjónninn skipti um rás, hvað í andskotanum er þetta eiginlega, hvað er í gangi? Það tók við- stadda smástund að átta sig á að það væri Hin risastóra raunveruleikasprauta Á sunnudaginn eru tíu ár liðin frá því að dagsetningin 11. september var geirnegld í sögubækurnar. Jakob Bjarnar Grétarsson gerði óformlega könnun og hafði samband við fólk af algjöru handahófi og spurði einfaldlega: Hvar varstu þegar árásirnar á tvíburaturnana voru gerðar? Og í kjölfarið hvort þetta hefði breytt einhverju? Það kemur á daginn að allir muna glögglega hvar þeir voru þegar fréttir af voðaverkunum bárust; tveir viðmælenda blaðsins voru í ljósabekkjum, einn var í ostabúð, einn í forsætisráðuneytinu, enn einn í London á meðan annar heima hjá sér og einn þeirra var í raftækjaverslun og sá atburðina í fjölda viðtækja. Heimurinn var ekki samur eftir Árásirnar ollu straumhvörfum í öryggis- og varnarmálum flestra þjóða. 11. september 2001 er greyptur í hug manna. Þriðjudagurinn 11. september 2001 er greyptur í hug manna um allan heim; dagurinn er fjórum farþegaþotum var rænt á flugi yfir austurströnd Banda- ríkjanna. Tveimur þeirra var flogið á World Trade Center í New York, tvíburaturnana svo- kölluðu og eitt helsta kennileiti borgarinnar og Bandaríkjanna um leið. Þeirri þriðju var flogið á varnarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna, Pentagon, í höfuðborg- inni Washington. Fjórða vélin hrapaði í Pennsylvaníu eftir átök um borð milli farþega og flugliða við flugræningjana. Flugræningjarnir voru á vegum Al-Kaída-hryðjuverka- samtakanna sem stýrt var af Sádi-arabanum Osama Bin- Laden. Nær þrjú þúsund manns fórust í árásunum. Þær voru í senn mikið áfall fyrir Banda- ríkjamenn og umheiminn allan. Bandaríkjamenn sögðu hryðju- verkamönnum stríð á hendur og hófu stríð gegn talíbanastjórn- inni í Afganistan en hún hafði skotið skjólshúsi yfir Al-Kaída. Á sunnudaginn eru tíu ár liðin frá þessum atburðum sem skóku heimsbyggðina enda horfði fólk alls staðar í heiminum á þá í beinni sjónvarpsútsendingu. Enn sér ekki fyrir endann á þeirri þróun sem þá hófst þótt Osama Bin-Laden sé fallinn fyrir bandarískri sérsveit. Árásirnar ollu straumhvörfum í öryggis- og varnarmálum flestra þjóða. Hryðjuverkaárásir í öðrum löndum fylgdu í kjölfarið. Ríki heimsins hafa því aðlagað stefnu sína í öryggis- og varnarmálum til að geta betur mætt alþjóðlegri hryðjuverkaógn. Heimurinn var ekki samur eftir. jonas@frettatiminn.is Farþegaþotu flogið af hryðjuverkamönnum á syðri tvíburaturninn í New York, World Trade Center. Nyrðri turninn stóð þegar í ljósum logum eftir að annarri þotu hafði verið flogið á hann. Heimsbyggðin horfði á bæði háhýsin hrynja til grunna. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images Lára Björg. Fer ekki svo í flugvél að hún svitni ekki og sendi reglulega SMS til ástvina, til vonar og vara. Salvör. Féll í hennar hlut að setja samúðar- og sorgarkveðjur ríkisstjórnarinnar til Bandaríkjanna á vef Stjórnarráðsins. Andri Freyr. French fries hétu allt í einu freedom fries. Ingunn. Eyðilagði annars kæra dagsetn- ingu. 20 úttekt Helgin 9.-11. september 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.