Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Síða 21

Fréttatíminn - 09.09.2011, Síða 21
www.ms.is betri hugmynd! Mjólkin gerir gott betra og er hreint út sagt ómissandi með súkkulaðiköku og ýmsu öðru. Þessi hugmynd að auglýsingu um hina stórkostlegu eiginleika mjólkurinnar hefur verið samþykkt af Mjólkurráðuneytinu. Mjólkin g erir gott betr a og er ómissand i með súkkulað iköku. Hin risastóra raunveruleikasprauta eitthvað ógurlegt að gerast. Menn tvístigu og ráfuðu inn og út og enginn botnaði neitt í neinu. Úti á götunni keyrði töffaralegur drengur aftan á bílinn hjá rosaflottri stelpu með regnbogalitar fléttur og þar upphófst hávaðarifrildi. Ég var eiginlega spenntari fyrir því en þessum sundurslitnu fréttabrotum í sjónvarpinu. Morguninn eftir var Gatwick eini flug- völlurinn sem opinn var á öllu svæðinu og ringulreiðin sem þar ríkti gleymist seint. Fram til 2001 var 11. september mér afar kær, verandi dagurinn sem ég kynntist manninum mínum. Núna er hann bara eins og hver annar dagur. 2001 færðust hryðjuverkin, sem við lesum um nánast daglega að eigi sér stað í öðrum heimshlutum, nær okkur. Þau, og önnur voðaverk í svipuðum anda sem unnin hafa verið í hinum vestræna heimi síðan þá, hafa sýnt okkur íbúum hans að við erum ekki ósnertanleg, að það er ekki hægt að fletta alltaf bara yfir fréttirnar um að að minnsta kosti fimm hundruð létust, því að nú erum það líka við.“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir ritstjóri Risastór raunveruleikasprauta „Ég gleymi þessum degi aldrei. Ég stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti á þessum tíma. Ég var í eyðu og ákvað að skella mér í ljós á ónefndri sólbaðsstofu sem var á Rauðarárstíg. Ég lá sem sagt í ljósabekk þegar ég heyrði af árásunum! Og á hvaða stöð var ég að hlusta? Jú, FM 957. Gerist ekki mikið flottara en það! Ég var nýorðin nítján ára þegar árásirnar áttu sér stað – kærulaus, ung og óhrædd. Fyrir mér var þetta risastór raunveru- leikasprauta. Þetta sýndi mér að lífið er ekki bara svart og hvítt, gleði og sorg. Árásirnar gerðu mig forvitnari. Ég varð allt í einu þyrst í þekkingu og eftir þennan ör- lagaríka dag hef ég reynt að horfa á allar kvikmyndir, hvort sem það eru leiknar myndir eða heimildarmyndir, um stríð og trúmál. Til að skilja nútímann verður maður að þekkja söguna.“ Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamaður Óþolandi að fara um flugvelli „Ég var nýkominn heim úr vinnunni á útvarpsstöðinni Radíó. Fékk þá símtal frá félaga mínum sem var staddur úti í Hollandi að fara að skrifa um Evrópuleik með Fylki í fótbolta síðar um daginn. Hann sagði mér að kveikja á CNN. Ég sá í beinni útsend- ingu þegar síðari vélin fór í turninn og sat límdur við skjáinn frá því. Þetta hefur helst breytt því fyrir mig að það er orðið óþolandi að fara í gegnum öryggisleit á flugvöllum.“ Lára Ómarsdóttir fréttamaður Angist, örvænting og hryllingur „Ég man mjög vel hvar ég var þegar árásin á tvíburaturnana var gerð. Ég var stödd í raftækjaverslun þegar starfsmaður kom og skipti yfir á CNN eða einhverja aðra erlenda stöð. Það var skömmu eftir að fyrsta vélin lenti á turnunum og enn var ekki vitað hvað hafði gerst. Ég stóð þarna agndofa ásamt manninum mínum og við hreinlega gátum ekki slitið okkur frá tækjunum sem voru þó nokkur í þessari búð og öll frekar stór. Við horfðum í beinni útsendingu á seinni vélina fara á turnana og svo á það sem á eftir fylgdi; angistina, örvæntinguna og hryll- inginn. Í marga mánuði á eftir las ég allt sem hönd á festi um málið, horfði á heim- ildarþætti og hlustaði á frásagnir þeirra sem eftir lifðu. Þetta var í fyrsta skipti sem maður horfði á hryðjuverk í beinni útsend- ingu. Það gerði þetta allt svo raunverulegt og nálægt og maður varð meðvitaðri um afleiðingarnar. Fram að þessu heyrði maður bara fréttir af hryðjuverkum í fréttum eftir að þau höfðu gerst. Það hafði hreinlega gríðarleg áhrif á mig, andlega. Ég átti erfitt með að skilja hryllinginn og þurfti að lesa og leita að skýringum alls staðar. Árásirnar höfðu líka gríðarleg áhrif á heiminn; heims- myndin breyttist við þetta, stríð hafa verið háð vegna þeirra. Þá man ég að andúðin á múslímum (sem var svo greinileg í Bandaríkjunum fyrst á eftir) gerði það að verkum að smám saman fór fólk að sjá að múslími er ekki það sama og múslími og að ekki er hægt að flokka fólk eftir trúarbrögðum.“ Lilja Katrín. Lá í ljósabekk og heyrði ótíðindin á FM 957. Hans Steinar. Félagi hans í Hollandi sagði honum að kveikja á sjónvarpinu. Lára. Ekki hægt að flokka fólk eftir trúar- brögðum. úttekt 21 Helgin 9.-11. september 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.