Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 35

Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 35
 viðhorf 31Helgin 9.-11. september 2011 Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Af harðfylgi einstaklings var bann gegn bjór- sölu hér á landi brotið á bak aftur. Frá árinu 1989 hafa Íslendingar því, líkt og aðrar þjóðir, getað keypt þessa almennu neysluvöru. Áður var bjór á markaði sem smyglvara auk þess sem flugliðum og sjómönnum var leyft að flytja vöruna inn. Bjórbann á heila þjóð var bjánaskapur, svo vægt sé til orða tekið, en í raun heimskuleg forræðishyggja. Eftir að bjórsala var leyfð hefur sala hans og léttvína ein- kennt markaðinn en að sama skapi hefur dregið úr sölu brenndra drykkja. Sú þróun er jákvæð. Þeir sem muna áfeng- isneyslu almennings, ekki síst ungmenna, fyrir 1. mars 1989, vilja varla skipta. Bann við áfengisauglýsing- um er í gildi hér á landi þótt söluvaran sé lögleg. Það er um- deilanlegt, í besta falli. Erfitt er enn fremur að framfylgja slíku banni og mismunun veruleg þar enda heimilt að auglýsa vöruna í erlend- um fjölmiðlum, prentmiðlum og sjónvarps- stöðvum, sem geta verið inni á hverju heimili hér á landi – en ekki innlendum miðlum. Bjór hefur hins vegar verið auglýstur, óbeint að minnsta kosti, þá rúmu tvo áratugi sem liðnir eru frá því að banni við neyslu hans var hnekkt. Það hafa framleiðendur gert með því að bæta orðinu léttöli með smáum stöfum neðst eða aftast í auglýsingarnar. Fram hjá þessu hefur verið horft þar til núna. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er forræðishyggjumaður. Hann vill hafa vit fyrir fullorðnu fólki. Því var á dagskrá Alþingis á miðvikudaginn lagafrumvarp ráðherrans um breytingu á áfengislögum, þ.e. skýrara bann við auglýsingum. Fyrst ráðherrann kaus að leggja fram frumvarp um breytingar á bjórauglýsingum hefði verið eðlilegra að auglýsingar á þessari almennu neysluvöru hefðu verið heimilaðar í stað þess að setja þeim frekari skorður. Til þess skal beita því ráði að banna auglýsingar á malti og pilsner, þ.e. vökva sem er undir 2,25% af hreinum vínanda „ef hann er settur á markað í umbúðum sem eru svo líkar um- búðum áfengra drykkja að hætta sé á ruglingi milli óáfengu vörunnar og hinnar óáfengu.“ Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýs- ingum eða öðrum viðskiptaorðsendingum, að því er fram kemur í frumvarpinu. Fróðlegt verður að fylgjast með því, fái málið stuðn- ing á Alþingi, þegar malt og appelsín verður auglýst fyrir jólin. Væntanlega verða birtar þrjár stjörnur í stað malts í prentmiðlum og píp í stað hinnar þjóðlegu vöru í ljósvakaaug- lýsingunum. Bannið tekur með sama hætti til viðskipta- orðsendinga sem eingöngu fela í sér firma- nafn og/eða firmamerki áfengisframleiðanda. Þó er framleiðanda sem auk áfengis fram- leiðir aðrar drykkjarvörur heimilt að nota firmanafn eða merki í viðskiptaorðsendingum sem er ætlað að markaðssetja þá drykki, enda megi augljóst vera að um óáfenga drykki sé að ræða í skilningi laganna, ekki sé vísað til hinnar áfengu framleiðslu og ekki hætta á ruglingi milli áfengu framleiðslunnar og hinn- ar. Kannski að maltið sleppi, eftir allt saman. Bannið mun hins vegar ekki ná til, frekar en áður, viðskiptaorðsendinga á erlendu máli í erlendu prentriti sem flutt er til landsins og heldur ekki til erlendra endurvarpsrása. Hér eftir sem hingað til verður því heimilt að auglýsa „beer“ en ekki bjór. Það er ekki öll vitleysan eins. Forræðishyggja og mismunun Kannski sleppur maltið A Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fært til bókar Með þingmannsblóð í æðum Pólitíkin er skrýtin tík. Óvænt brott- hvarf Þórunnar Sveinbjarnardóttur af þingi varð til þess að pláss myndaðist fyrir Lúðvík Geirsson sem í fyrra sá á bak bæjarstjórastólnum í Hafnarfirði. Lúðvík hafði verið bæjarstjóri í tvö kjör- tímabil, frá árinu 2002, þegar hann lagði allt undir í þeirri von að halda hreinum meirihluta Samfylkingarinnar þriðja kjör- tímabilið í röð. Hann settist því sjálfur í baráttusæti listans, það sjötta. Það dugði ekki til. Flokkurinn fékk fimm bæjarfull- trúa og meirihlutinn tapaðist. Þótt Lúðvík sæti í bæjarstjórastólnum fyrst eftir að Samfylkingin myndaði meirihluta með Vinstri grænum varð hann frá að hverfa. Það var að vonum að Lúðvík tæki áhætt- una því skoðanakannanir sýndu, rétt fyrir kosningar, að 67% bæjarbúa vildu Lúðvík áfram sem bæjarstjóra. Persónulegar vinsældir hans voru hins vegar meiri en flokksins. Því fór sem fór. En hið pólitíska orlof varð ekki langt. Nú getur Lúðvík látið til sín taka á þingi, ekki síður en í bæjarstjórastólnum í Hafnarfirði. Hann á ekki langt að sækja þingmannsgenin því faðir hans, Geir Gunnarsson, sat á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið um tveggja áratuga skeið, frá 1959-1979. Áður hafði Geir setið sem varaþingmað- ur og hið sama gildir raunar um soninn. Lúðvík sat sem varamaður í október og nóvember á liðnu ári. Ferill Lúðvíks er fjölbreyttur. Hann lauk sveinsprófi í bakaraiðn árið 1978 en ílentist ekki í bakstrinum því hann varð blaðamaður og síðar fréttastjóri á Þjóðviljanum frá 1979 til 1985. Blaðamennskan leiddi síðar til þess að Lúðvík varð forystumaður blaða- manna, formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands 1988-2002. Pólitíkin í blóði Lúðvíks leiddi hann inn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar árið 1994. Bleikt og blátt Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra og Kuupik Kleist, formaður land- stjórnar Grænlands, funduðu á mánudag- inn á Þingvöllum. Ræddu þau meðal annars tvíhliða samskipti Grænlands og Íslands, þróun sjálfstæðismála á Græn- landi, efnahagsmál, aðildarviðræður Ís- lands við Evrópusambandið og samstarf Grænlands við sambandið, að því er fram kemur á síðu forsætisráðuneytisins. Þar segir enn fremur að forsætisráðherra- hjónin hafi boðið til hádegisverðar í Þing- vallabænum, til heiðurs formanni land- stjórnar Grænlands. Allt er þetta eftir bókinni hvað varðar móttöku erlendra þjóðarleiðtoga og á mynd sem fylgir fregninni má sjá að hinn kærkomni græn- lenski gestur og næsti nágranni okkar fékk gott haustveður á Þingvöllum. Meiri athygli vekur þó litaval leiðtoga grannþjóðanna. Jó- hanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra var klædd ljósblárri blússu og jakka í sama lit. Kuupik Kleist, formaður grænlensku landstjórnarinnar, skart- aði hins vegar bleikri skyrtu og enn bleik- ara bindi. Hefð- bundnir kynjalitir voru því víðs fjarri þennan haustdag en þó skal það tekið fram, svo öllu sé til skila haldið, að Kleist var í dökkum jakkafötum utan yfir bleiku skyrtunni og bindinu. A ð mörgu leyti er fjár-málamark- aðurinn á Íslandi frosinn og einhæfur. Hlutabréfamarkað- urinn er óvirkur og erlendir fjárfestar hika við að fjárfesta hér á landi vegna gjaldeyrishafta og stjórnmálaóvissu þótt vissulega megi fagna undantekning- um þar á hjá fram- sýnum Kínverjum. Ýmis tækifæri eru í atvinnustarfsemi og afar brýnt að nota þau. Við höfum ekki nýtt árin eftir hrun nógu vel til að endurreisa og byggja upp öflugra atvinnulíf og bæta lífskjör almennings. Svo vel megi takast til þarf margt að gerast: Skapa þarf traust á markaðnum og að skráð fyrirtæki á markaði öðlist trúverðugleika á ný. Halda þarf áfram að koma fyrirtækjum úr eigu bankanna og endurreisa þau. Margt bendir til þess að aukinn kraftur sé að færast í það verkefni. Stjórnvöld verða að koma með skýra stefnu í atvinnumálum og fjármálum ríkisins til að nýta það samkeppnisforskot sem Ísland getur haft. Áhugavert væri að nýta betur hugmyndafræði framtakssjóða og framtaksfjárfestinga. Þetta er sér- staklega mikilvægt á meðan ekki hefur tekist að endurreisa hluta- bréfamarkaðinn. Mörg fyrirtæki gætu notið góðs af því að fara í gegn- um þá aðferða- fræði sem fram- takssjóðir byggjast á. Framtakssjóðir eru áhrifafjárfestar og fjárfesta yfirleitt umtalsverðan eign- arhlut í óskráðum félögum með það að markmiði að auka raunverulegt verðmæti þeirra og selja þau eða skrá þau á hlutabréfa- markað með góðri ávöxtun eftir nokkur ár. Þetta getur til dæmis gerst með samruna fyrir- tækja, með því að endurskipuleggja reksturinn frá grunni, innleiða nýja stjórnarhætti eða tækni, kaupa önn- ur fyrirtæki eða einbeita sér ein- faldlega að því sem fyrirtækið gerir best. Þetta er alger andstæða þess sem gerðist á árunum 2004-2008 í kjölfar einkavæðingar bankanna þegar bankarnir, í samstarfi við stjórnendur fyrirtækja, eyðilögðu íslenskt atvinnulíf með ómarkvissri þátttöku í kaupum á fyrirtækjum og lánveitingum. Framtaksfjárfestar beita yfirleitt eftirfarandi aðferðafræði við sínar fjárfestingar: – Skilgreina í upphafi tækifæri félagsins og hvernig má auka verðmæti þess, ekki með blekk- ingum og markaðsmisnotkun heldur með raunverulegri verð- mætasköpun. – Gera aðgerðaáætlun um hvernig skuli efla starfsemina og auka verðmæti félagsins og fá stjórn- endur í lið með sér við þær aðgerðir. – Vera virkur áhrifafjárfestir sem hraðar aðgerðum og fylgir breytingum eftir með stjórnar- þátttöku og aðhaldi. – Virkja betur starfsmenn og stjórnendur félagsins og skipta þeim stjórnendum út sem henta ekki félaginu eða ná ekki ár- angri. – Nýta fjármuni og eignir fyrir- tækisins skynsamlega og losa sig við þær eignir sem eru óarðbærar eða eru óþarfar fyrir starfsemina. – Byggja upp jákvæðan fyrir- tækjabrag og sóknaranda. Það er lykilatriði í uppbyggingu íslensks efnahagslífs að þeir fjár- munir sem liggja á lítilli ávöxtun í bönkunum séu nýttir við uppbygg- ingu í atvinnulífinu. Þannig getum við komið hagkerfinu kröftuglega í gang og nýtt betur þau tækifæri sem liggja í auðlindum og þekk- ingu þjóðarinnar. Stjórnvöld gætu líka nýtt sér eitthvað af þessum tækifærum og hrint í framkvæmd sóknaráætlun til bættra lífskjara. Lítið hefur gerst í þeirri sóknar- áætlun sem núverandi ríkisstjórn hóf vinnu við árið 2009 og var kynnt í janúar 2011. Nú er tími til kominn að fara að spila sóknar- leik. Atvinnulífið og almenningur í landinu bíður eftir því að flautað verði til leiks. Íslenskt efnahagslíf Fjárfesting er forsenda framfara Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóri hjá HR og stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands Hér eftir sem hingað til verður því heimilt að auglýsa „beer“ en ekki bjór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.