Fréttatíminn - 09.09.2011, Qupperneq 38
E lstu menn muna eftir því, þegar Atómstöð Laxness kom út. Þótti það merki-
legur viðburður, ekki síst meðal
bóklæss fólks. Umræða sú, sem
spannst út frá þessu og öðrum,
framsæknum bókverkum, var-
aði um nokkurt skeið, og náði
hámarki sínu um svipað leyti og
íslenskir ráðherrar lögðu leið
sína á Völlinn og spiluðu bingó
með menningarbræðrum sínum
þar. Í Mogganum birtust daglega
skammargreinar um kommúnista,
en Heimdellingar köstuðu fúlegg-
jum að Keflavíkurgöngumönnum,
sem að leiðarlokum gengu fylktu
liði niður Bankastræti, á meðan
Lúðrasveit verkalýðsins lék Öxar
við ána af föstum setningi.
Það var þá. Nú veit margt fólk
vart deili á sólþurrkuðum salt-
fiski, hvað þá heldur að hægt sé
að syngja á hann hörpuljóð. Hins
vegar er kunnátta í erlendum
tungumálum slík, að þegar ungar
dömur æpa Ómægad!, vita allir
hvað þær meina.
Og þrátt fyrir djúpa efnahags-
lægð, sem íþyngir gróðasnilling-
um, má stöðugt finna nýjar tekju-
veitur. Samkvæmt fréttum RÚV í
síðustu viku er verið að selja kín-
verskum auðkýfingi, að því áætla
má, einn þrítugasta hluta íslensks
gróðurlendis fyrir alldrjúgan
skilding, auk loforða um blómlega
innrás kínverskra túrista í Norð-
austurland. Fyrstu fréttum fylgdi
sú yfirlýsing, að nýir eigendur
myndu ekki leita vatnsréttinda
sinna. Aðspurðir fulltrúar ferða-
iðnaðarins og
sumra ráðuneyta
lýstu sig fylgjandi
þessari þróun, en
ekki var minnst á,
að umsjónarmenn
menningarminja
svæðisins hafi bent
á, að það þoli vart
meiri ágang ferða-
manna.
Rétt er að hafa
í huga, að þótt
Kínverska alþýðu-
lýðveldið flaggi
núorðið mörgum
auðkýfingum, ger-
ist ekkert í því vold-
uga og fjölmenna
ríki án vitundar og
vilja stjórnvalda, eða án þess að
ríkið hafi iðna fingur með í spilinu
og góðan og langvinnan hag af.
Kínverjar hafa sýnt sig vera dug-
lega í landvinningum og bíssniss
– það er sagt, að þeir eigi núorðið
drjúgan hluta Austur-Afríku með
öllum sínum náttúruauðlindum,
og í Tíbet hafa staðbundin menn-
ingardauðyfli fengið að víkja fyrir
nútímastóriðju. Kínverjar eru víst
auk þess stærstu lánveitendur
Bandaríkjamanna, en fregnir
herma, að Bandaríkjamenn skuldi
núorðið jafnvel enn meir en Ís-
lendingar, miðað við mannfjölda.
Tala um tæra snilld!
Það er fagnaðarefni, að við
séum loksins búin að fá í lið með
okkur raunverulegt fólk, sem
kann að græða. Og meiri verður
fögnuðurinn þegar tillit er tekið
til þess, að Kín-
verjar eru meir en
13 miljörðum fleiri
en Íslendingar,
og útrásarvík-
ingar þeirra að
sama skapi legíó.
Kínverskir at-
hafnamenn hafa á
síðustu árum sýnt
töluverðan áhuga
á því að eignast
íslensk fyrirtæki,
og má þar telja
með bújörð þá,
sem nú á að færast
yfir í þeirra eigu.
Á undanförnum
árum hefur er-
lendum auðkýf-
ingum verið leyft að kaupa upp
jarðir með ýmsum réttindum úti
um allar sveitir, og engin ástæða
til að skilja Kínverja útundan. Iðn-
aðarráðherra bendir á, að þetta
séu viðskipti á milli einkaaðila,
sem íslenskum almenningi komi
nákvæmlega ekkert við. Allt muni
fara á besta veg!
Það er engu líkara en við séum
horfin nokkur ár aftur í tímann,
að kreppan sé einungis afkáraleg
vanskynjun, sem hefur ekki einu
sinni skeð, og að við höfum því
síður lært nokkuð af því að missa
aleiguna. Eða kannski misstu þeir
ekkert, sem nú vilja halda áfram
heimskupörunum. Eigum við þá
ekki bara að loka augunum, taka
höndum saman, dansa kringum
friðarsúluna og kyrja You ain't
seen nothing yet?
Valdimar Briem
dr. phil., sjálfstæður
fræðilegur ráðgjafi
Ríkisstjórnarfundur
hljóðritaður
L
Líklegt er að talsverð spenna myndist meðal sagnfræð-
inga og áhugamanna um stjórnmál í september árið
2041. Þá rennur upp sú stund sem þálifandi Íslendingar
munu hafa beðið eftir árum saman: hljóðritun af ríkis-
stjórnarfundi í Stjórnarráðshúsinu þrjátíu árum fyrr, í
september á því herrans ári 2011. Sú tímamótaákvörðun
var nefnilega tekin og samþykkt í allsherjarnefnd Alþing-
is í vikubyrjun að hljóðrita fundina en jafnframt var sett
inn ákvæði um að hljóðritunin verði ekki gerð opinber
fyrr en að þrjátíu árum liðnum.
Fréttatíminn er hins vegar á tánum og náði, gegnum leka á
hæstu stöðum, afriti af þessum fyrsta ríkisstjórnarfundi sem hljóð-
ritaður var. Þótt upptökuna eigi ekki að birta fyrr en haustið 2041,
var það metið svo að efni fundarins væri svo áríðandi, nú í þing-
byrjun, að réttlætanlegt væri að greina frá innihaldinu. Nauðsyn
brýtur lög enda er íslenska þjóðin á tímamótum. Fjárlög eru í burð-
arliðnum, þau fyrstu frá hruni þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
heldur ekki í hendur fjármálaráðuneytisins, en heimilin berjast í
bökkum, gjaldþrot fyrirtækja eru í methæðum og atvinnuleysið
enn í háum hæðum.
Afrit af fundinum fer hér á eftir. Innan hornklofa eru nöfn við-
komandi ráðherra:
Forsætisráðherra [Jóhanna Sigurðardóttir]:
Velkomin til þessa ríkisstjórnarfundar.
Ég bið fjármálaráðherra að taka fyrst til máls enda hvílir mest
á honum, það er innan við mánuður í þingsetningu og fjárlögin
nánast tilbúin. Gerðu svo vel.
Fjármálaráðherra [Steingrímur J. Sigfússon]:
Áður en ég kem að niðurskurðinum kemst ég ekki hjá því að
nefna gasprið í honum Óla. (Innskot frá forsætisráðherra: Þú átt
við forseta Íslands.) Já, já, hvern annan. Nú þykist hann
hafa leyst Icesave-deiluna einn og óstuddur og klínir
smjörklípunni á okkur. Ég þoli þetta ekki lengur. Hver
fer gegn honum ef hann býður sig enn og aftur fram
næsta sumar? Yrði það ekki í fimmta sinn?
(Þögn)
Hvað með þig, Gutti? Það er fín ára í kringum þig,
þú ert huggulegur og átt fallega konu. Þú tækir hann.
(Innskot frá forsætisráðherra: Þú átt við velferðarráð-
herra.)
Velferðarráðherra [Guðbjartur Hannesson]:
Ég hef ekki nokkurn áhuga á Bessastöðum, barasta
ekki nokkurn. Minn staður er Skaginn og þar verð ég
áfram. ÍA var að vinna fyrstu deildina og fer upp. Ég er
viss um að þeir verða Íslandsmeistarar næsta sumar,
tapa ekki leik. Það eina sem skyggir á gleði okkar á
Skipaskaga er þessi bókadómur Páls Baldvins á Sögu
Akraness, rúmlega 8 kílóa bókum. Hver hefur skrifað
þyngri bækur, mér er spurn?
Forsætisráðherra: Áður en við höldum lengra, hvert er álit ykkar
á þessum megrunarkúr hjá honum Sigmundi Davíð? Er hann ekki
í ruglinu með þetta, maðurinn? Við gætum þurft á Framsókn að
halda á meðan Þráinn djöflast svona út af Kvikmyndaskólanum.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra [Jón Bjarnason]:
Ég styð minn mann, formann Framsóknarflokksins. Hann ætlar
bara að éta íslenskt. Það á að stöðva innflutning á öllu útlensku
jukki. Ég fæ Sigmund Davíð með mér í það þegar þar að kemur.
Hann segir að aðeins helmingur þeirrar fæðu sem menn láta í sig
á Íslandi sé framleiddur hér og hefur fullyrt að ef hann neyti aðeins
íslenskrar fæðu borði hann helmingi minna.
Innanríkisráðherra [Ögmundur Jónasson]:
Þetta heyrir nú ekki undir mitt ráðuneyti en mér sýnist, miðað
við þessa útreikninga Framsóknarforingjans, að hann sé sjálfkjör-
inn í fjármálaráðuneytið.
Umhverfisráðherra og starfandi mennta- og menningarmálaráð-
herra [Svandís Svavarsdóttir]:
Það er auðvitað ákveðin umhverfisbót ef formaðurinn léttist
en það er ekki það sem mér er efst í huga. Kata, átt þú ekki von á
tvíburum, lendir þitt ráðuneyti þá á mér líka? (Innskot frá forsætis-
ráðherra: Þú átt við iðnaðarráðherra.)
Iðnaðarráðherra [Katrín Júlíusdóttir]:
Nafna ætlar að lána mér bleiuborð og nokkrar samfellur, ég
reyni svo að ná mér í tvíburakerru á Barnalandi. Þar má fá allt
milli himins og jarðar á spottprís. (Innskot frá forsætisráðherra:
Þú átt við mennta- og menningarmálaráðherra í fæðingarorlofi.)
Utanríkisráðherra [Össur Skarphéðinsson]:
Veit einhver eitthvað um þennan Kínverja sem ætlar að kaupa
Grímsstaðina. Solla og Hjörleifur mágur láta bærilega af honum.
Tengdamamma gaf honum víst lopapeysu á sínum tíma. Maður
gæti kannski komist í almennilega á þarna fyrir norðan til að rann-
saka kynlíf laxfiska.
Efnahags- og viðskiptaráðherra [Árni Páll Árnason]:
Ég þol i ekki
haustið. Maður föln-
ar svo þegar sólin
lækkar á lofti.
Forsætisráð-
herra: Miðað við
málaskrá er dag-
skrá tæmd. Fund-
ur verður á hefð-
bundnum tíma og
hefðbundnum stað
í næstu viku.
Ríkisstjórnar-
fundi er slitið.
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Íslenska
sjávarútvegssýningin
2
0
11
Smárinn, Kópavogur • September 22-24
www.icefish.is
Samstarfsaðili um flutninga SkipuleggjandiAlþjóðleg útgáfa Opinber íslensk útgáfa
Eini viðburðurinn sem nær til íslenska
sjávarútvegsins í heild sinni
* Alþjóðlegar VIP-sendinefndir verða á staðnum
* Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða afhent í fimmta sinn þann 22. september 2011
Forðist biðraðir og sparið fé! Skráið ykkur á Netinu á
www.icefish.is til þess að spara 20%!
Allt fyrir atvinnumenn í sjávarútvegi frá veiðum til vinnslu
og dreifingar á fullunnum afurðum
Stuðningsaðilar eru:
• Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið
• Utanríksráðuneytið
• Samtök iðnaðarins
• Fiskifélag Íslands
• Landssamband íslenskra útvegsmanna
• Landssamband smábátaeigenda
• Samtök fiskvinnslustöðva
• Farmanna- og fiskimannasamband Íslands
• VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna
• Sjómannasamband Íslands
• Félag atvinnurekenda
• Samtök verslunar og þjónustu
• Íslandsstofa
• Fiskifréttir
Nánari upplýsingar veitir Marianne Rasmussen-Coulling í síma
+44 (0) 1329 825335, netfang: mrasmussen@mercatormedia.com
Íslenska sjávarútvegssýningin er
atburður á vegum Mercator Media
Opinbert flugfélag/loftflutningafélag & hótelkeðja
_Icefish 2011 151wx200h_06.09.11_Icefish 06/09/2011 10:25 Page 1
Lærdómur hrunsins
Déjá Vú
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
34 viðhorf Helgin 9.-11. september 2011