Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Qupperneq 60

Fréttatíminn - 09.09.2011, Qupperneq 60
Í frumtext- anum heldur Drakúla því fram að hann eigi ættir að rekja til Ís- lands. lifandimarkadur.is Borgartúni 24 | Hæðasmára 6 | Hafnarborg Ávinningurinn er mikill: • Blóðsykur lækkar • Þyngdartap eða þyngdarjöfnun • Vellíðan, léttleiki og aukin einbeiting • Hollur matur og uppskriftir • Betri melting Guðrún Helga Rúnarsdóttir Microscopist Viltu setja heilsu og betri lífsvenjur í forgang? Tíðni sýkursýki eykst hratt á Íslandi eins og annars staðar í heiminum og er jafnvel talað um faraldur. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að áunnin sykursýki er í mörgum tilfellum 100% læknanleg. Skráning: Skráning á netfangið: gudrunhelga@talnet.is Verð: 18.900 kr. Athugið að þátttaka er takmörkuð við 25 manns Upplýsingar í síma: 773-0052 Námskeiðið inniheldur: • Opnunarfyrirlestur fimmtudaginn, 26. september kl: 18:00 - 21:00. Kynning og sýnikennsla í hollum grænmetissöfum • Bæklingur með leiðbeiningum, uppskriftum og innkaupalista • Persónleg samskipti með tölvupósti og eftirfylgni í 4 vikur Námskeiðið verður haldið í fræðslusal LIFANDI markaðar, (áður Maður Lifandi) Borgartúni 24, 105 Reykjavík Tekist á við sykursýki! M akt myrkranna er bók sem er í mjög fárra höndum og ef henni er til dæmis slegið upp í Gegni, finnst aðeins eitt eintak af henni í þessari frumútgáfu. Ég fann hana í tætlum hjá fornbókasala fyrir tilviljun,“ segir Ásgeir Jónsson, lektor við hag- fræðideild Háskóla Íslands og bókasafn- ari, sem hvatti í framhaldinu Jónas Sigurgeirsson hjá Bókafélaginu til þess að gefa bókina út. Ásgeir segist alltaf hafa haft áhuga á vampírum og þótt þær áhugaverð fyrir- brigði þótt hann sé lítið fyrir hrylling að öðru leyti. Kynni hans og greifans hófust þegar hann var átta eða níu ára og sá bíómynd um Drakúla í sjónvarpinu. Greifinn skaut sveitastrákn- um í Bjarnarhöfn á Snæfells- nesi skelk í bringu og honum þótti vissara að fræðast sem mest um þennan vágest. Í leit að fróðleik um blóðsugur rakst hann á Makt myrkranna í bókasafni ömmu sinnar og afa. Ásgeir ritar eftirmála með endurút- gáfunni og segir þar þýðinguna vera merka „fyrir margra hluta sakir og vel þess virði að henni sé haldið til haga“. Meðal annars þar sem þýðandinn tekur sér svo víðtækt skáldaleyfi „að hann er í rauninni meðhöfundur fremur en þýðandi“. Valdimar hikar ekki við að stytta, á tíðum langdreginn, texta Stokers og bætir við persónum og fellir aðrar út eft- ir hentugleika. Valdimar, sem er einna þekktastur fyrir að hafa verið eigin- maður Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og faðir Héðins, þingmanns og formanns Dagsbrúnar, hafði brennandi áhuga á pólitík og þess sást glöggt merki í þýð- ingu hans. Í texta Stokers hafði Drakúla mikinn áhuga á að ræða lögfræði og sagnfræði við Jonathan Harker en hjá Valdimar á pólitíkin hug greifans. Drakúla tengist Íslandi og íslenskum bókmenntum á ýmsan hátt eins og Ás- geir reifar í eftirmála sínum. Í frumtext- anum heldur Drakúla því fram að hann eigi ættir að rekja til Íslands og ber- serkja þaðan. Ásgeir bendir einnig á að bókin hafi verið þýdd á íslensku fyrsta allra tungumála en Þjóðverjar fylgdu í kjölfarið níu árum á eftir Valdimar. Þá er ekki síður áhugavert að margt bendir til þess að Halldór Laxness hafi skrifað Kristnihald undir Jökli undir nokkrum áhrifum frá Makt myrkranna. Halldór getur bókarinnar og „Drakúlus greifa“ í bókinni Í túninu heima og bent hefur verið á ýmsa snertifleti bókanna sem Ásgeir rekur í eftirmála sínum. Ásgeir mælir því eindregið með að fólk lesi Kristnihaldið að loknum lestri á Makt myrkranna þar sem „vart getur betri skemmtun í bókmenntum en að sjá hvernig persónum, atvikum og orð- um frá Valdimar skýtur upp í ýmsu líki og á ólíklegustu stöðum í bók Halldórs.“ toti@frettatiminn.is Fann blóðsugugreifann í henglum Á árunum 1899 til 1900 birtist skáldsagan Dracula eftir Bram Stoker sem framhaldssaga í hálfsmánaðarritinu Fjallkonunni í þýðingu Valdimars Ásmundssonar undir nafninu Makt myrkranna. Sagan kom síðar út á bók sem hefur verið nánast ófáanleg um áratuga skeið. Hún verður endurútgefin í haust að undirlagi Ásgeirs Jónssonar og óhætt er að segja að sú útgáfa sé happafengur fyrir alla þá sem hafa áhuga á Drakúla blóðsugugreifa, ekki síst þar sem tengingar greifans við Ísland eru meiri og sterkari en margan grunar.  ásgeir Jónsson Hvatti til endurútgáfu eldgaMallar drakúla-þýðingar Ásgeir Jónsson hvatti til endurútgáfu á Makt myrkranna en bókin er áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Meðal annars bendir ýmislegt til þess að þýðandinn hafi verið í sambandi við Bram Stoker þar sem rithöfundinum er eignaður formáli að sögunni. Þessi formáli þykir einstakur, hefur verið þýddur á ensku og er stundum látinn fylgja nýjum endurútgáfum Dracula. Græðir á frægð dóttur sinnar Faðir leikkonunnar Kate Hudson, Bill, ætlar sér að græða á dóttur sinni og situr nú við skriftir á bók um líf hennar, fyrir og eftir frægð. Þrátt fyrir að hafa ekki talað við hana í mörg ár segir hann hana spillta og eigingjarna og ætti hún að hugsa meira um fólkið í kringum sig. Einnig fer hann út í hjónaband sitt með leikkonunni og móður Kate, Goldie Hawn, en þau voru saman í skamman tíma á áttunda áratugnum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjölskyldumeðlimur græðir á frægð ættingja og hafa söng- konurnar Rihanna, Birtney Spears og Jennifer Lopez meðal annars orðið fórnalömb slíkrar græðgi. Innbrotsþjófur fer í bað hjá Celine Dion Söngkonan Celine Dion fékk til- kynningu frá lögreglu í vikunni um að það hefði verið brotist inn hjá henni. Ekkert vantaði þó úr húsinu því innbrotsþjófur- inn, Daniel Bedard, hafði aðeins skellt sér í bað. Þegar lögreglan mætti á svæðið var hann stig- inn upp úr baðinu, stóð á útidyratröppunum með handklæðið vafið um sig og spurði sallarólegur hvaða erindi hún ættu inn í húsið. Þegar Daniel var yfirheyrður þetta sama kvöld sagðist hann hafa fundið bílskúrsfjarstýringu í ólæstum bíl fyrir utan og þannig komist inn í hús söngkonunnar. Aðdáendur Lata- bæjar geta glaðst því til stendur að hefja upptökur á 26 nýjum þáttum af þessu geysivinsæla barnaefni. Stefnt er að því að hefja tökur í febrúar og munu þrettán þættir verða teknir upp í fyrri lotunni. Alls er gert ráð fyrir að það taki um þrjú ár að taka upp þættina 26 en sýningar munu að öllum líkindum hefjast í lok næsta árs. Upptökur á þáttunum fara fram í stúdíói Latabæjar í Garðabæ og mun 167 ný störf verða til við þessa framleiðslu. Eftir því sem Fréttatím- inn kemst næst munu allir gömlu íbúar Latabæjar, þau Solla stirða og Siggi sæti þeirra á meðal, snúa til baka en auk þess er stefnt að því að nýir íbúar bæjarins verði kynntir til leiks. Ekki er búist við öðru en að Magnús Scheving muni leika Íþróttaálfinn en óvíst er hvort Stefán Karl Stefánsson snýr aftur sem Glanni glæpur. Latibær hefur glímt við mikla fjárhagsörðugleika undanfarið en eftir kaup Turner-fjölskyldunnar á meirihluta í félaginu, sem kynnt voru í gær, horfa menn til bjartari tíma í Latabæ. - óhþ  sJónvarp Barnaefni 167 ný störf í Latabæ Flestir eru sammála um að enginn komist með tærnar þar sem Stefán Karl hefur hælana þegar kemur að því að túlka Glanna glæp. Íþróttaálfurinn Magnús Scheving. 56 dægurmál Helgin 9.-11. september 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.