Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 08.04.2011, Qupperneq 2
Hollt og gott veganesti ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Sveini Andra Sveins- syni var hótað lífláti af skjólstæðingi. Ljósmynd/ Arnold Björnsson  LögregLumáL morðhótun Lögfræðingi hótað lífláti af meintum barnaníðingi Lögmanninum Sveini Andra Sveinssyni var hótað lífláti af skjólstæðingi sínum sem liggur undir grun um að hafa misnotað sjö ára son sinn. Það hefur ekki gerst áður að lögmanni hafi verið hótað lífláti og þetta veld- ur okkur áhyggjum. É g vil ekkert tjá mig um þetta mál,“ segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður um morðhótun sem hann fékk í andlitið frá skjólstæðingi sínum helgina. Sá var úrskurðaður í gæsluvarðhald síðastliðinn fimmtudag vegna gruns um að hann og frændi hans hefðu misnotað sjö ára gamlan son þess fyrrnefnda á heimili hans. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst var Sveinn Andri skip­ aður verjandi mannsins á fimmtudag. Í samtali um helgina sagði Sveinn Andri manninum frá því að lögreglan hefði ákveð­ ið að fresta yfirheyrslum yfir honum fram á mánudag. Mað­ urinn snögg­ reiddist og hótaði að drepa Svein Andra þegar hann losn­ aði úr fangelsi. Í kjölfarið til­ kynnti Sveinn Andri hótunina til lögreglunnar og sagði sig frá málinu. Í hans stað kom Krist­ ján Stefánsson. Ekki hefur farið fram skýrslutaka í hótunarmál­ inu en búast má við að það gerist á allra næstu dögum. Kristján sagð­ ist ekkert vita um málið annað en það að hann hefði verið kall­ aður til á mánu­ dag til að verja manninn. Hann sagðist ekki vita hvort fyrri lög­ fræðingur hefði sagt sig frá mál­ inu eða skjólstæðingurinn sagt honum upp. Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir í samtali við Fréttatímann að hann hafi heyrt af þessu máli og að félagið líti það mjög alvarlegum augum. „Það hefur ekki gerst áður að lögmanni hafi verið hótað lífláti og þetta veldur okkur áhyggjum. Auðvitað hafa oft komið upp mál þar sem skjólstæð­ ingar eru ósáttir en aldrei í líkingu við þetta,“ segir Brynjar. Maðurinn sem um ræðir er þekktur brotamaður sem dvaldi á Breiðavík, að sögn DV. Hann hefur meðal annars hlotið dóm fyrir líkamsárás gegn barnsmóður sinni og föður hennar. Á heimili hans og frænda hans fundust fíkniefni og lagt var hald á tölvur á heimilum beggja mannanna. Barnsmóðir manns­ ins hefur þurft að flýja heimili sitt ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum af ótta við manninn. Mennirnir voru í gær, fimmtudag úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald sem rennur út fimmtudaginn 14. apríl. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Þrjú dómsmál tefja útgreiðslu Icesave Baldur dæmdur í tveggja ára fangelsi Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðu- neytinu, var dæmdur í tveggja ára óskilorðs- bundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. Þá var söluandvirði hlutabréfa í Landsbankanum, sem Baldur seldi, gert upptækt en um var að ræða 192 milljónir króna. Baldur var ákærður fyrir innher- jasvik og brot í opinberu starfi þegar hann seldi hlutabréf í Landsbankanum 17. og 18. september 2008. Auk starfa Baldurs sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu sat hann í samráðshópi íslenskra stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Í niðurstöðu dómsins segir að Baldur hafi búið yfir innherjaupplýsingum eins og lýst sé í ákæru þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbanka Íslands. Hann hafi því verið innherji í skilningi laga um verðbréfaviðskipti og brotið gegn þeim lögum. Baldur var dæmdur til að greiða málskostnað, þar með talin rúmlega 4,5 milljóna króna málsvarnar- laun til Karls Axelssonar hæstaréttarlögmanns. -jh Ljóst er að útgreiðslur úr þrotabúi Landsbankans munu ekki hefjast í júní eins og stefnt var að. Þrenns konar dómsmál standa í vegi fyrir því að hægt sé að hefja útgreiðslur, að sögn Páls Benediktssonar, upplýsingafulltrúa slita­ stjórnar Landsbankans. Um er að ræða dómsmál um heild- söluinnlán, innlán einstaklinga og neyðarlögin. Tekist er á um það fyrir dómi hvort heildsöluinnlánin og ein- staklingslánin séu forgangskröfur, líkt og slitastjórnin heldur fram, og hvort neyðarlögin, sem sett voru 6. október 2008, haldi. Mál einstaklingslánanna og neyðarlaganna eru fyrir Héraðsdómi en heildsöluinnlánin voru dæmd forgangs- kröfur í Héraðsdómi í síðustu viku. Fastlega má búast við því að þeim dómi verði áfrýjað til Hæstaréttar. Allt virðist stefna í að dómsmálin muni ekki klárast fyrr en eftir sumarfrí Hæstaréttar og því stefnir í að fyrsta greiðsla fari ekki fram fyrr en í haust. ­óhþ Fjórtán ára fangelsi fyrir árás á föður Þorvarður Davíð Ólafsson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir til- raun til manndráps, en hann réðst á föður sinn, Ólaf Þórðarson tón- listarmann, 14. nóvember síðast- liðinn. Ólafur hlaut lífshættulegan höfuðáverka í árásinni. Hann er enn meðvitundarlaus og slæmar horfur á að hann nái sér nokkurn tíma. Dómari taldi hendingu eina hafa ráðið að ekki hlaust bani af árásinni sem var ofsafengin. Þorvarður Davíð hefði veist með ofbeldi að föður sínum, m.a. sparkað í maga hans, tekið hann hálstaki, kýlt hann tvisvar í höf- uðið með hnúajárni svo að hann féll við, sparkað ítrekað í andlit hans þannig að höfuðið kastaðist í steyptan arin og ítrekað stappað og hoppað á höfði hans og hálsi. Mat dómsins er að hinn ákærði eigi sér engar málsbætur. -jh Stefán Hilmar Hilmarsson, gjaldþrota framkvæmdastjóri rekstrarsviðs fjölmiðlarisans 365, greiddi 250 þúsund krónur í leigu á mánuði árið 2009 fyrir búsetu í lúxusvillunni á Laufás­ vegi 68 þar sem hann býr ásamt barnsmóður sinni, sjónvarps­ kokkinum Friðriku Hjördísi Geirsdóttur, og tveimur börn­ um þeirra. Þetta kemur fram í ársreikningi Vegvísis, eiganda hússins, fyrir árið 2009. Þar kemur fram að leigutekjurnar voru alls þrjár milljónir. Eigið fé félagsins, sem er í eigu Stefáns sjálfs með móður hans og bróður sem stjórnarmenn, var neikvætt um 30,5 milljónir. Að því er Fréttatíminn kemst næst hefur Stefán, sem flutti nýverið lögheimili sitt til Lúxemborgar, ekki viljað gefa upp við skipta­ stjóra þrotabús hans sjálfs hver eigi Vegvísi. Nú liggur fyrir að það er Stefán sjálfur og því er það í raun eign þrotabúsins. Villan á Laufásvegi er 312 fer­ metrar að stærð – gerð upp af þeirri smekkvísi og flottheitum sem réðu hér ríkjum á árun­ um fyrir hrun. Samkvæmt veðbókarvottorði hvíla um 250 milljónir á húsinu. Jafn­ framt hefur skipulags­ og byggingarfulltrúi skellt dagsektum á félag Stefáns, sem eiganda hússins, sem nema nú hátt í tíu milljónum vegna ólöglegra framkvæmda við húsið.  Búseta Leigumarkaður Greiddi sjálfum sér 250 þúsund í leigu vegna lúxusvillu Stefán Hilmar Hilmarsson samdi við sjálfan sig um leigu á Laufásveginum. 2 fréttir Helgin 8.-10. apríl 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.