Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Qupperneq 14

Fréttatíminn - 08.04.2011, Qupperneq 14
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB: Minni hagsmunum fórnað fyrir meiri „BSRB hefur ekki tekið formlega afstöðu til málsins og mun ekki gera. Ég get því aðeins svarað sem einstaklingur, en ekki formaður BSRB,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. „Persónulega mun ég greiða samn- ingnum atkvæði mitt, einfaldlega þar sem ég tel að þar sé minni hagsmunum fórnað fyrir meiri. Áhættan af höfnun er mikil og óvissan sem hún skapar er óásættan- leg. Ég tel því hagsmunum Íslendinga best borgið með að ljúka málinu og samþykkja samninginn nú.“ Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ: Við verðum að komast áfram „Ég segi já,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, „vegna þess að: 1) Núverandi staða er óviðunandi og ef við fellum samninginn verður staðan í besta falli óbreytt. Það tel ég óásættanlegt – við verðum að komast áfram. 2) Áhættusækni olli hruninu og þær kynslóðir sem nú ráða, hafa tekið nógu áhættu fyrir börnin okkar. Þjóðin ræður við þennan samning – en ræður ekki við stöðuna ef dómstólaleiðin tapast og sú niðurstaða mun lenda að stærstum hluta á börnunum okkar. Icesave snýst um miklu alvarlegri hlut en lögfræði – hún snýst um framtíðina.“ Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins: Ísland er í ruslflokki lána- mála „Ég segi já vegna þess að yfirgnæfandi meirihluti Alþingis samþykkti samninginn,“ segir Guðmundur Guðmundsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. „ESA segir að jafn- ræðisregla EES hafi verið brotin, sem gerir samningsstöðu Íslands vonlausa. Ísland er í ruslflokki lánamála, Reykjanesbær var að fá lán með 7% vöxtum. Hátæknifyrirtæki eru að flytja stöðvar sínar til útlanda svo að þau hafi aðgang að erlendum lánum á viðráðan- legum vöxtum. Áhættusækni núverandi kynslóðar leiddi yfir okkur hrunið, við höfum ekki heimild til að vísa enn meiri áhættu til barna okkar og barnabarna.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ: Getum lagt grunn að nauð- synlegri uppbyggingu „Þjóðin þarf að velja milli tveggja erfiðra kosta. Ég ætla að segja já á laugardaginn, því að ef við segjum nei viðheldur það þeirri miklu óvissu sem þjóðin er í,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Með því að samþykkja samninginn um Icesave getum við lagt grunn að nauðsynlegri uppbyggingu efnahags- og atvinnulífs sem leitt getur til fjölgunar starfa, aukins kaupmáttar og jöfnunar kjara almenn- ings.“ Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeig- enda: Forsendur skortir til að gangast í ábyrgð „Ég hef ekki afstöðu Landssambands smábáta- eigenda (LS) í málinu. Aðalfundir LS á árunum 2009 og 2010 höfnuðu hins vegar inngöngu í Evrópusambandið. Ég verð því að kynna mína persónulegu skoðun,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. „Ég lít svo á að hafi ég sett stafina mína undir skulda- viðurkenningu (t.d. víxil) geti komið til þess að greiðslan falli á mig. Í Icesave-málinu var ég aldrei, á nokkru stigi málsins, spurður eða beðinn um slíkan gjörning. Mig skortir því allar forsendur fyrir því að gangast í ábyrgð í málinu. Ég hafna samningnum.“ Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR: Sanngjörn „hraðasekt“ fyrir ofsaakstur fjármála- kerfisins „Icesave-samningurinn er sanngjörn „hraðasekt“ fyrir ofsaakstur fjármálakerfisins,“ segir Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR. „Fyrir utan sanngirnissjónarmið og jafnræði gagnvart innistæðueigendum landanna þriggja, þá felst minni og fyrirsjáanlegri áhætta í samningnum en dómsmáli. Meiri óvissa yfir lengri tíma yrði samfélagi okkar dýrari, hamlar atvinnuuppbyggingu og auknum hagvexti sem er forsenda kjarabóta. Þó svo að dómsmál ynnist þá yrði sú niðurstaða ávallt dýrari en samningurinn, svo ekki sé talað um ef það tapaðist. Kalt hagsmunamat og réttlætiskennd leiðir einfaldlega til þess að ég segi já.“ Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands: Nóg komið af atvinnuleysi og stöðnun „Ég segi já vegna þess að ég er búinn að fá nóg af því atvinnuleysi og stöðnun sem andstaðan við Icesave-samninga hefur leitt af sér,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. „Gagnkvæmt traust, eðlileg samskipti við aðrar þjóðir og aðgengi að erlendu fjármagni eru lykillinn að því að við getum náð niður atvinnuleysi meðal lands- manna. Ef allir fá vinnu er ekkert að óttast. Þessu má öllu ná með því að segja já.“ Adolf Guðmundsson, stjórnarformaður LÍÚ: Málið aldrei rætt í stjórn sambandsins „Ég hef ekki tekið afstöðu sjálfur. Icesave-málið hefur aldrei verið rætt í stjórn LÍÚ,“ segir Adolf Guðmundsson, formaður stjórnar Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. „Það er því engin opinber afstaða sambandsins. Við viljum vera hlutlausir og láta hvern og einn félagsmann taka afstöðu sjálfan. Þetta er hápólitískt mál og því lang eðlilegast að hver og einn taki afstöðu til þess.“ Halldór Halldórsson, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga: Á móti því að gera skuldir einkafyrirtækis að skuld- um þjóðar „Þetta eru leynilegar kosningar þar sem hver og einn kýs í samræmi við sinn hug og sannfæringu. Það gildir um alla, líka þá sem eru í forsvari fyrir samtök af ýmsum toga,“ segir Halldór Halldórsson, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Mér þykir líklegt að fleiri en mér líði þannig að það togist á já og nei vegna þessa máls. Já vegna óttans við að annars verði skaðinn meiri en hann er nú þegar, nei vegna þess að krafan hefur ekki lagastoð, hún byggist á einhliða ákvörðun breskra og hollenskra stjórnvalda og nei vegna þess að við eigum ekki að láta óttann stjórna okkur. Ég er á móti því að gera skuldir einkafyrirtækis að skuldum þjóðar sem er þar að auki alltof skuldug fyrir.“ Sanngjörn „hraðasekt“ eða krafa án lagastoðar Gengið verður til kosningar um Icesave-samninginn á morgun, laugardag, eftir að forseti Íslands synjaði lögum frá Alþingi samþykktar. Kjörnir fulltrúar sam- taka launafólks og forystumenn í atvinnu- og viðskipta- lífi eru ekki allir sammála um já eða nei þótt fleiri telji já þjóðinni frekar til framdráttar. Ljósmyndir/Hari G engið verður til kosningar um Icesave-samning á morgun, laugardag, í annað sinn á rúmu ári. Þegar gengið var til slíkrar kosningar í fyrra var samningurinn felldur með afgerandi hætti. Alþingi samþykkti nýjan samning með rúmlega tveimur þriðju hlutum atkvæða en Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, synjaði Icesave-lög- unum samþykktar í annað sinn og vísaði þeim þar með í þjóðaratkvæðagreiðslu á ný. Skoðanakannanir sýna að skiptar skoðanir eru um samninginn. Samtök „Já-sinna“, þ.e. Áfram-hópurinn, og „Nei-sinna“, þ.e. Ad- vice-hópurinn, hafa auglýst stíft að undan- förnu þar sem í senn er beitt rökum og höfð- að til tilfinninga. Fjöldi greina hefur verið skrifaður í blöð með og á móti samþykkt og netið hefur logað þar sem sitt sýnist hverjum. Fjölmiðlar hafa kynnt málið, þ.e. hvað það þýðir að segja já og hvað það þýðir að segja nei. Óhætt er þó að segja að nokkur óvissa fylgi hvorum kostinum sem er. Fréttatíminn leitaði til kjörinna forystu- manna samtaka launafólks, forráðamanna í viðskipta- og atvinnulífi, auk forystumanns listamanna, þar sem spurt var hvaða afstöðu þeir tækju í Icesave-kosningunni á morgun. Jafnframt voru þeir beðnir að rökstyðja af- stöðu sína í stuttu máli. Flestir hafa mótað sína afstöðu, annað hvort með eða á móti, en taka það fram að um persónulega afstöðu sé að ræða en ekki mótaða afstöðu þeirra sam- taka sem viðkomandi forystumenn standa fyrir. Svör forystumannanna fara hér á eftir: Framhald á næstu opnu. 14 þjóðaratkvæðagreiðsla Helgin 8.-10. apríl 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.