Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Page 16

Fréttatíminn - 08.04.2011, Page 16
betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 Komdu í dag og skoðaðu allt það nýjasta frá Tempur á 25% afslætti! ÞRÝSTIJÖFNUNAR HEILSUDÝNUR OG HEILSUKODDAR Þegur þú sefur á TEMPUR heilsudýnu, hvílast hryggur og liðir í sinni náttúrulegu stöðu. TEMPUR þrýstijöfnunarefnið er mjúkt þar sem þú vilt og stíft þar sem þú þarft™ og veitir þannig þrýstijöfnun, þægindi og náttúru legan stuðning. Vaknaðu upp endurnærð(ur) og tilbúin(n) í átök dagsins. Heilsudagar í apríl Allar TEMPUR® heilsudýnur og -koddar á 25% afslætti A ‹E INS FRÁ TEMPUR ® A ‹E INS FRÁ TEMPUR ® EINA DÝNAN OG KODDINN SEM VIÐURKENND ERU AF NASA OG VOTTUÐ AF GEIMFERÐASTOFNUNINNI Eitt mesta úrval landsins af stil lanlegum heilsurúmum! Rúmlega 232 þúsund kjósendur á kjörskrá Kjósendur eru um 4.700 fleiri en var í alþingis- kosningunum fyrir tveimur árum. Alls eru 232.539 kjósendur á kjörskrá fyr- ir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave- samninginn á morgun, laugardag. Konur á kjörskrá eru heldur fleiri en karlar, eða 116.656 á móti 115.883 körlum. Kjósendur nú eru nær 4.700 fleiri en í alþingiskosn- ingunum fyrir tveimur árum, að því er fram kemur í tölum Þjóðskrár Íslands. Kjósendur með lögheimili erlendis eru 11.607 eða um 5% kjósenda. Þeim hefur fjölgað um 1.667 frá þingkosningunum eða sem nemur 16,8%. Kjörstaðir verða opnir frá klukkan 9 að morgni til klukkan 22 annað kvöld. Taln- ingarmenn verða ekki lokaðir inni til að flýta fyrir, eins og venja hefur verið í kosn- ingum hér á landi, heldur hefst talningin um leið og kjörstöðum hefur verið lokað. Þessu ræður ógilding Hæstaréttar á kosn- ingunum til stjórnlagaþings, enda skal talning fara fram fyrir opnum tjöldum. Þrátt fyrir þetta er búist við fyrstu töl- um úr einhverjum kjördæmum landsins fyrir klukkan 23 annað kvöld. Í Reykjavík- urkjördæmum er jafnvel reiknað með að talningu ljúki um klukkan tvö aðfaranótt sunnudags. jonas@frettatiminn.is Reiknað með fyrstu tölum undir klukkan 23 á laugar- dags- kvöld. Rúmlega 232.500 kjósendur ganga að kjörborðinu á morgun. Vilmundur Jósefsson, formaður stjórnar SA: Væntum þess að það verði einhverjar fjárfestingar hér „Ég kem til með að segja já,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður stjórnar Samtaka at- vinnulífsins. „Ég tel að íslenskt atvinnulíf verði í hálfgerðum krapa ef við segjum nei og fellum þennan samning. Við væntum þess fyrst og fremst að það verði einhverjar fjárfestingar hér á landi. Ég lít svo á að ef við segjum nei þá lokist mjög fyrir möguleika okkar á að fá erlent fjármagn. Endurfjármögnun á ríkissjóði og stórum fyrirtækjum stendur fyrir dyrum og t.d. má nefna að lána- fyrirgreiðsla til Landsvirkjunar vegna Búðarhálsvirkjunar er háð því að við samþykkjum þennan samning.“ Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands: Ábyrgðarhlutur að reyna að hafa áhrif á félags- menn „Ég er ekki tilbúinn að svara opinberlega um afstöðu mína til Icesave,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. „Slíkt svar yrði hér sett í samhengi við starf mitt fyrir Bændasamtök Íslands. Ekki hefur verið unnin vinna í að greina þau gögn sem lögð eru fram um Icesave á vegum BÍ. Þar hefur heldur ekki verið tekin umræða um afstöðu samtakanna. Því er ekki mögulegt að tala hér sem for- maður og er reyndar ábyrgðarhlutur að reyna að hafa slík áhrif á félagsmenn Bændasamtakanna án grundvallarvinnu við rannsókn, sem áður er getið.“ Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Banda- lags íslenskra listamanna: Hef ekki gert upp hug minn „Ég hef ekki gert upp hug minn,“ segir Kol- brún Halldórsdóttir, formaður Bandalags íslenskra listamanna, „ég er á fullu að lesa mér til og kynna mér málin.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM: Kýs sannarlega en gef ekki upp afstöðu mína „Ég gef ekki yfirlýsingu um afstöðu mína,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM. „Það er engin hefði fyrir því hjá bandalaginu að reyna að stýra fólki í kjöri í þjóðfélagsmálum Þetta hefur ekki verið tekið til athugunar hér. Ég ætla sannarlega að kjósa en læt ekki uppi afstöðu mína.“ Sigurður Bessason, formaður Eflingar: Einstaklingar en ekki sam- tök taka afstöðu „Ég ætla að geyma mér að gefa upp mína afstöðu,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar. „Það liggur ekki fyrir að samtökin taki afstöðu, það gerir hver og einn. Ég hef hvergi séð það að heildarsam- tök hafi lýst skoðunum á þessu máli, það eru fyrst og fremst einstaklingar sem það hafa gert.“ Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambands Íslands: Augljóslega um tvo vonda kosti að ræða „Það er augljóslega um tvo vonda kosti að velja, það vonda að ég hef ákveðið að hafa mína afstöðu út af fyrir mig,“ segir Sævar Gunnarsson, for- maður Sjómannasambands Íslands. „Þetta hefur ekki verið rætt í samtökunum. Ég veit að það eru skiptar skoðanir þar eins og annars staðar í samfélaginu. Ég hef tamið mér það að ef ekki er opinber afstaða sam- bandsins til mála þá á ég mína afstöðu fyrir mig.“ Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, vísaði málinu til Orra Haukssonar, framkvæmdastjóra samtakanna. Hann kaus að svara spurningunni ekki. Fréttatíminn náði ekki í Tómas Má Sigurðsson, for- mann stjórnar Viðskiptaráðs. Ekki náðist heldur í Árna Gunnarsson, formann Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann hefur verið í fríi og var ekki væntanlegur til starfa fyrr en í dag. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is 16 þjóðaratkvæðagreiðsla Helgin 8.-10. apríl 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.