Fréttatíminn - 08.04.2011, Page 24
orkugöngu í Heiðmörk. Ég má gera
allt og borða allt.“
Björn þurfti hins vegar að dvelja
lengur á spítalanum, eða í tíu daga.
„Ég þurfti að vera í einangrun og
fyrst eftir heimkomuna mátti enginn
koma hingað heim því lyfin sem ég er
á eru svo ónæmisbælandi að ég mátti
ekki fá neinar sýkingar. Samt nældi
ég mér nú í sýkingar, svo var mér
stungið inn tvisvar í eina viku í senn
eftir að ég var útskrifaður. Eftir að
maður fær nýtt nýra þarf svo sterk lyf
að eigið ónæmiskerfi er alveg brotið
niður. Ég tek inn um sautján mis-
munandi tegundir af töflum á dag,
alltaf klukkan 8 á morgnana og 20 á
kvöldin, það eru þau lyf sem mestu
máli skipta, en hin lyfin tek ég yfir
daginn og man alltaf eftir þeim.“
Heimurinn breytist alveg
Mátuð þið lífið á annan hátt eftir
þessa lífsreynslu?
„Nei, reyndar ekki,“ segir Alla.
„Við höfum áður verið veik og ekki
bjart fram undan og þá héldum við að
við myndum meta lífið allt öðruvísi –
en það gekk í þrjá daga og eftir það
varð allt eins!“
Björn segir að hann finni mest
fyrir lífsstílsbreytingunni sem fylgir
veikindunum.
„Það sem ég finn mest fyrir er að
ég get ekki lengur gert svo margt
sem ég var vanur að gera, eins og að
spila golf – ég pútta aðeins! – ekki
lyfta neinu þungu og má enn ekki
ferðast til útlanda.“
„En það góða við að vera í blóðskil-
unarvél er að þá getur fólk farið um
allan heim; bara finna stað þar sem
eru góð sjúkrahús með blóðskilunar-
vélar. En útlönd eru það sem minnstu
máli skiptir, aðalatriðið er að Björn
nái góðri heilsu,“ segir Alla.
Þegar ég spyr Björn hvernig hon-
um líði andlega og líkamlega hikar
hann örlítið áður en hann svarar:
„Ótrúlega miklu betur en áður,
þetta er nýtt líf. Maður verður alveg
samdauna því ástandi sem maður er í
hverju sinni. Bara það að geta gengið
um fannst mér eðlilegt þegar ég var
veikastur, en auðvitað er það alls ekki
eðlilegt. Ég var fárveikur en farinn
að aðlagast slappleikanum og verkj-
unum. Svo þegar maður er kominn
með nýtt nýra breytist heimurinn
alveg.“
Alla, var einhver sem latti þig til að
gefa úr þér nýra?
„Enginn, ekki nokkur manneskja.
Mér fannst mjög skrýtið allt þetta
vesen í kringum þetta. Amma hans
Björns var með lítið starfandi nýra
og lifði þangað til hún var næstum
hundrað ára. Hún var mjög aktíf og
gerði allt. Hvað er þá að gefa eitt nýra
og eiga annað heilbrigt? Ekkert mál.“
Meiri áhætta að keyra í vinnuna
en að gefa nýra
Þau segja að almennt sé þekking
fólks á starfsemi nýrna mjög lítil,
en þegar þau hafi farið að kynna
sér málin hafi þau hreinlega fyllst
lotningu. Hvað eitt lítið nýra getur og
algjör óþarfi að hafa tvö.
„Það er talað um að þegar starf-
semi nýrans er komin niður í 15% sé
hætta á ferðum,“ segir Björn. „Starf-
semi míns nýra var komin niður
fyrir 15%, þannig að í raun mátti ekki
tæpara standa.“
En var biðin ekki erfið?
Alla jákvæða brosir og segir:
„Desember var besti mánuðurinn til
að bíða, jólin og allt umstangið. Við
höfum alltaf gert það sem við getum,
farið út að borða og pantað þá fyrir-
fram þann mat sem Björn mátti borða
og reyndum að halda lífinu í eins eðli-
legum skorðum og hægt var. Jórunn
Sörensen, sem fer fyrir félagi nýrna-
sjúkra og aðstandenda þeirra, hefur
verið mér alveg ómetanleg. Hún
sagði mér að það væri meiri áhætta
fyrir mig að keyra í vinnuna heldur
en að gefa nýra. Fólk verður óskap-
lega þreytt á að vera háð þessari vél,
það verður þreytt og leitt.“
En hvað með þig Björn, varstu ekki
með mikla verki?
„Jú, ég var mjög kvalinn. Ég svaf
aldrei heila nótt í marga mánuði.“
„Ég setti stóran Lazy boy í stofuna
við sjónvarpið og þegar ég kom fram
á nóttunni var hann vakandi í stóln-
um með heyrnartólin á sér,” segir
Alla. „Svo þegar hann þurfti að vera
á spítala var ég að stríða honum á að
hann hefði sofið hjá alltof mörgum
hjúkkum!“
Björn hlær: „Já, það var vegna þess
að það var alltaf verið að flytja mig
milli deilda, troða mér inn á stofur,
eina nótt á þessari stofu og aðra nótt
á annarri, og alltaf nýjar hjúkkur!“
Leitað að Öllu á Landspítalanum
„Það er svo yndislegt fólk sem starfar
þarna að það eru engin orð til að lýsa
því,“ segir Alla. „Ég stalst fram dag-
inn eftir aðgerðina og fór að leita að
Birni. Ég var eins og konan í Ára-
mótaskaupinu. Ég var tengd við
vegginn og ef Hringekjan hefði verið
á hefði ég kippt þessu öllu úr sam-
bandi! Ég mátti auðvitað ekkert vera
að því að liggja þarna, og var spennt
að sjá Björn svo að ég sótthreinsaði
mig og fór inn á stofuna hans. Þá var
farið að leita að mér!“
Greinilega mikill prakkari – en
hvaða augum líta þau framtíðina?
„Björtum augum, ég held að þetta
verði nýtt og betra líf,“ segir Björn.
„Ég geng lítillega núna, því miður
þurfti að opna á mér kviðarholið svo
að ég er enn með opinn skurð, en ég
styrkist dag frá degi. Ég var kominn
ansi langt niður í þessum veikind-
um.“
Sjö mánuðir í helvíti
„Ég myndi segja að þú hafir verið
miklu veikari þegar þú varst með
lifrarbólguna,“ segir Alla. „Þá mátti
hann ekki sjá dagsbirtu, þurfti að
vera með grímu og lífslíkurnar voru
25%. Hann fékk allar aukaverkanir
sem hægt var að fá og var mjög mikið
veikur.“
„Já, þessi lifrarbólgumeðferð er
alveg skelfileg, vægt til orða tekið,“
segir Björn. „Maður sprautar sig
einu sinni í viku, með Interferon.
Það er mjög sterkt efni sem ræðst
á allt í líkamanum, bæði heilbrigt
og sjúkt, og ég fékk flogaköst eftir
hverja spraut; lá bara og skalf. Svo
þurfti ég að taka lyf sem efla áhrifin
og það kemur ekki í ljós fyrr en
hálfu ári eftir að meðferð lýkur hvort
hún hefur heppnast. Þetta er ellefu
mánaða meðferð. Það voru liðnir sjö
mánuðir af þeim ellefu sem ég átti að
vera í meðferðinni og ég var orðinn
svo veikur að mér var ráðlagt að
hætta henni. En ég sætti mig ekki við
að hafa lifað sjö mánuði í helvíti fyrir
ekki neitt svo ég þraukaði áfram. Það
tókst,“ segir þessi rólyndi maður og
brosir fallega.
„Einkenni lifrarbólgu koma ekki
fram fyrr en löngu eftir að maður
smitast,“ segir Björn. Það var verið
að athuga hvers vegna nýrað væri
byrjað að gefa sig þegar í ljós kom að
það var vegna lifrarbólgu C. En ég
veit ekki hvort ég smitaðist á Mayo
Clinic fyrir 35 árum eða við aðra
blóðgjöf, því blóð var ekkert skimað
á þessum árum. Lifrarbólgan var
því búin að grassera í langan tíma –
eða í næstum þrjátíu ár þegar hún
greindist.“
„Þetta var ekkert sýnilegt,“ bætir
Alla við. „Hann var ekki með verk á
einum stað, heldur bara svo ofboðs-
lega slappur. Ég sendi hann í hjarta-
skoðun og hann kom svo hress til
baka að hann sagðist bara ætla að fá
sér tvær 25 ára en ekki eina svona
tuðandi!“ segir Alla og brosir. „En
það var aldrei leitað að lifrarbólgu,
það var allt annað skoðað.“
Kveikurinn stuttur af lyfjunum
En hvað með andlegu hliðina þegar
svona mikil veikindi dynja yfir?
„Miðað við allt og allt þá hélt ég
andlegu hliðinni nokkuð góðri,“ segir
Björn. „Ég bugaðist aldrei en varð
geðstirður og slíkt.“
Ég er á steragjöf og
finn að kveikurinn er
stuttur og hlutir sem
skiptu engu máli áður
og ég hefði aldrei
látið fara í taugarnar á
mér, verða svo stórir
og erfiðir, og skapið
getur blossað upp, það
er eins og bensíni sé
skvett á eld.
Lífslíkur Björns voru eki nema 25 prósent um tíma. Hann og Aðalbjörg horfa nú björtum augum fram á við. Ljósmynd/Hari
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–17 og sunnudaga kl. 12–17
Síðasta sýningarhelgi
Ingimar Waage
Allir velkomnir
G
unnlaugur Blöndal
Listmunauppboð
í Galleríi Fold
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
fer fram mánudaginn 11. apríl, kl. 18
í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg
Á uppboðinu er úrval góðra verka,
meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna
í dag föstud. 10–18, laugard. 11–17,
sunnud. 12–17, mánud. 10–17
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
sýnir málverk
Friðland
Vefuppboð
Öll verkin eru til
sýnis í Gallerí Fold
stendur til 18. apríl
24 viðtal Helgin 8.-10. apríl 2011