Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 29

Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 29
VeitingahúsFerðaþjónusta HeildsölurÍþrótta- og félagasamtök Ríki- og sveitarfélögVerslun H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 1 – 0 0 8 9 Greiðslulausnir sniðnar að þinni atvinnugrein. Þau vita hvað viðskiptavinir okkar vilja. Það skiptir okkur mestu. Auður B. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs VÍS Hver einasti viðskiptavinur okkar er einstakur og þarfirnar geta verið ólíkar. Með þetta að leiðarljósi höfum við þróað lausnir – sniðnar að þinni atvinnugrein. Hafðu samband og í sameiningu finnum við greiðslulausn sem hentar þínum rekstri. Fyrirtækjalausnir Valitor sími 525 2080 www.valitor.is fyrirt@valitor.is Þjónusta maður, Enwright að nafni, komist í kynni við Framara og komið að þjálfun liðsins, sér til gamans. Þau þjálfunarstörf máttu þó í fyrstu ekki komast í hámæli, enda hafði íslenska íþróttahreyfingin sett sam- skiptabann á hernámsliðið og var reykvísku knattspyrnuliðunum t.d. bannað að leika æfingaleiki við hermennina. Eftir stríðið gerðist Enwright þessi milligöngumaður um að fá Frömurum breskan þjálfara. Fyrir valinu varð skoskur maður, James McCrae, sem hafði meðal annars þjálfað egypska landsliðið og félags- lið í Tyrklandi. Hann gerði Fram- liðið að Íslandsmeisturum sumrin 1946 og 1947. Þrátt fyrir meistara- titilinn 1946 voru stjórn og leik- menn Fram efins um þjálfunarhæfi- leika Skotans. McCrae var snjall nuddari og var sú færni hans talin hafa ráðið meiru um velgengnina en þjálfunarhæfi- leikarnir. Létu Framarar sig því dreyma um að geta haldið McCrae sem nuddara og sjúkraþjálfara, en fá jafnframt nýjan þjálfara að utan. Enwright hefur greinilega verið vel tengdur, því hann gat flutt þær fréttir að Tommy Lawton væri til- kippilegur. Að þjálfa íslenskt knattspyrnu- lið var talsvert annað verkefni á fimmta áratugnum en nú um stundir. Félögin vildu ólm fá út- lenda þjálfara sem kæmu rétt fyrir byrjun Íslandsmótsins og kenndu mönnum þá nokkrar góðar brellur. Sjálfsagt þótti að leikmenn gengju sjálfala á öðrum tímum ársins eða að aldursforsetinn í hópnum sæi um að skipta í lið á æfingum. Kjör enskra atvinnuknattspyrnu- manna voru á þessum árum ekki á nokkurn hátt sambærileg við það sem síðar varð. Leikmennirnir fengu hins vegar gott sumarfrí, svo hugmyndin um að nýta það til að grípa í þjálfun á Íslandi fyrir smá aukapening var hreint ekki svo fráleit. Engu að síður virtist til- hugsunin um að besti knattspyrnu- maður í heimi hefði í raun og veru íhugað að halda til Íslands til að stjórna Frömurum á nýja malarvell- inum í gömlu grjótnámunni fyrir neðan Sjómannaskólann, gjörsam- lega galin. Raunar álíka galin og fyrirsögn þessarar greinar. Jafnvel ófyrirleitnasti blaðamað- ur myndi ekki reyna að ljúga því í aprílgabbi að Lionel Messi væri á leiðinni í Safamýrina til að spila undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar. Fyrir vikið átti ég í miklu sálarstríði við að ákveða hvort segja skyldi frá þessu í bókinni. Að lokum ákvað ég þó að treysta heimildunum og birta söguna. Nýjar vísbendingar Á síðasta ári kom út bókin Get in there! – Tommy Lawton, my Friend, my Father, sem varpar nýju ljósi á þennan tíma í lífi leikmannsins. Fyrir keppnistímabilið 1947 til 1948 kastaði Tommy Lawton sprengju inn í heim ensku knattspyrnunnar. Hann gekk þá til liðs við Notts County, sem var í þriðju efstu deild. Samstundis fóru á kreik sögur um að peningar hefðu ráðið þessari ráðstöfun. Um þær mundir var í gildi launa- þak hjá enskum knattspyrnumönn- um. Félögum var beinlínis óheimilt að greiða leikmönnum hærri laun en sem nam tilteknu margfeldi af taxtalaunum iðnaðarmanns. Knatt- spyrnumenn voru svo sem hálaun- aðir miðað við alþýðu manna, en varla mikið meira en það. Keppi- kefli vísitöluleikmannsins var að eiga nóg eftir að ferli loknum til að kaupa búðarholu eða pöbb til að framfleyta sér. Auðvitað freistuðust félögin til að svindla á reglunum með auka- sporslum undir borðið. Það virtist því rökrétt að skýra þá ákvörðun 28 ára landsliðsmanns að flytja sig niður um tvær deildir með því að eigendur Notts County hefðu boðið óvenjugóðar mútur. Ævisöguritarar Lawtons halda því hins vegar fram að ekki hafi ver- ið um neitt slíkt að ræða. Að þeirra sögn var Tommy Lawton bærilega stæður, lítill efnishyggjumaður en með þeim mun sterkari réttlætis- kennd. Framherjinn hafði hug á að ganga til liðs við Arsenal, en yfir- boðarar hans í Chelsea stóðu harðir gegn því. Með því að velja Notts Co- unty, sem um þær mundir var stýrt af nánum vini Lawtons, hugðist leikmaðurinn sýna stjórnarmönn- um Chelsea fingurinn og mótmæla í leiðinni einstrengingslegri vinnu- löggjöf í knattspyrnuheiminum. Með þetta í huga verður áhugi Tommys Lawton á þjálfarastarfi í Reykjavík eftirstríðsáranna örlítið skiljanlegri. Þótt samningar næð- ust ekki milli Fram og leikmanns- ins (einkum þar sem sumarfrí hans og keppnistímabilið hér heima féllu ekki nægilega vel saman) er ljóst að markakóngur enska landsliðsins hefði náð að senda stjórnarherr- unum á Stamford Bridge skýr skila- boð með slíkri ráðningu. Af öllum þeim stórlöxum sem íslenskur knattspyrnuheimur hefur naum- lega misst af, er Tommy Lawton án nokkurs vafa sá stærsti. Stefán Pálsson ritstjorn@frettatiminn.is Tommy Lawton. sagnfræði 29 Helgin 8.-10. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.