Fréttatíminn - 08.04.2011, Page 32
Diljá Ámundadóttir vinkona
Heiða er eins og uppskrift
að góðri vinkonu. Hún er
alltaf til staðar þegar ég
þarf á henni að halda – en
hún á líka auðvelt með að
þiggja aðstoð frá öðrum.
Það er ákveðin kúnst. Það er
hægt að hlæja tryllingslega
með henni – og svo grátum
við líka saman, sem er svo dýrmætt. Móðurhlut-
verkið fer henni svo vel, hún er húsmóðir mikil
og hristir stundum bara óvart skúffuköku eða
brauð fram úr erminni. Hún er hrútur sem þarf
að vera í forystu og lætur ljós sitt skína þegar við
á. Það er líka mikil kúnst. Hún er svo dásamlega
breysk og mér finnst magnað að fylgjast með
henni spila þann sóknarleik að verða betri í dag
en í gær.
Snorri Helgason
bróðir
Heiða er ein af mínum bestu
vinum. Það er alltaf gott að hafa
hana í kringum sig, hvort sem
maður er að grínast eða gráta.
Hún er traust, heil og gáfuð og líka
fáránlega skemmtileg. Það er ekki
séns að ég hefði orðið að þeim
manni sem ég er í dag hefði ég
ekki haft hana á kantinum.
Jón Gnarr
Heiða er elskulegur töffari og
góður vinur. Hún er mikill húmoristi
og einstaklega skapgóð, eins og
gjarnt er med Bruce Springsteen-
aðdáendur. Hana dreymir um að
verða Carl Rowe þegar hún eldist.
Íslenska þjóðin er lánsöm að eiga
Heiðu að því hún er Ameríkani og
er med sambönd í Washington
og getur sungið öll lög Ríó tríós
þegar það á við, enda dóttir Helga
Pé. Hún er með svarta beltið í
Facebook kung fu og alltaf snögg
með sniðugt svar við heimskulegri spurningu.
Hugrakkur stjórnmálafræðingur. Getur verið
hégómleg í hófi enda nörd í æsku. Mannflokkur:
Gáfuð og vel gerð.
S. Björn Blöndal,
aðstoðarmaður borgarstjóra
Heiða Kristín er um margt
merkileg manneskja. Hún er
bráðgáfuð, ljóshærð eins og hinn
engilfríði Jürgen Klinsmann og
með húmor; allt góðir kostir. Hún
er traustur vinur og úrræðagóð.
Blæti hennar fyrir smáhundum
hefur mér alltaf fundist dálítið
skrýtið en það hefur ekki skyggt
neitt á okkar samvinnu hingað til.
M
ér finnst merki
legt hvernig
kvenfyrirmyndir
eru þessa dagana.
Konur sem ná
langt í bisness eða stjórnmálum eru
oft ofsalega kaldar og hafa brynjað
sig algjörlega. Rétt eins og þær séu
með svo þykkan skráp að þær megi
ekki sýna tilfinningar,“ segir Heiða
Kristín.
„Mér finnst nauðsynlegt að geta
verið með smá fíflagang og geta
hlegið, þó aðallega að sjálfri mér.
Það rýrir ekki trúverðugleika minn
og kemur ekki í veg fyrir að ég
geti setið á fundum, verið alvarleg
og rætt málefnalega um hluti sem
skipta miklu máli.“
Ekki treyst fyrir völdum
Að mati Heiðu Kristínar er Besti
flokkurinn enn að ögra valdastrúkt
úr og viðteknum venjum í Ráðhús
inu. „Mín upplifun er sú að það sé
vilji fyrir því hjá sumum að hafa
okkur með, til dæmis í hugmynda
vinnu. Það sé hins vegar best að
þeir sem alltaf hafa stjórnað, stjórni
áfram. Þeir kunni það. Ég tel okkur
hafa sýnt að við tökum ábyrgðina,
sem okkur var treyst fyrir í síðustu
kosningum, mjög alvarlega.“
Hún segir viðhorf sumra stjórn
málaflokka í garð Besta flokksins
beinlínis hrokafullt. „Við erum jafn
fær um að stjórna, taka ákvarðanir
og koma með málefnalegar tillögur
þótt við höfum ekki sama bakgrunn
og aðrir.“
Vinalaust og sérstakt barn
Heiða Kristín er dóttir Helga Pét
urssonar úr hljómsveitinni Ríó tríói
og Birnu Pálsdóttur og ólst upp í
fjögurra systkina hópi. Yngstur er
Snorri sem þekktur er úr hljóm
sveitinni Sprengjuhöllinni. Næst
er Heiða Kristín, aðeins fjórtán
mánuðum eldri. Fimm og sex árum
eldri en Heiða Kristín eru þau Pét
ur, stoðtækjafræðingur hjá Össuri,
og Bryndís, kennari í Hlíðaskóla.
„Við erum fædd í svona pörum
þannig að mamma mín elskar að
halda sameiginleg boð. Við syst
kinin eignuðumst svo börn á sömu
árum og hún er strax farin að
hlakka til sameiginlegra ferminga.“
Heiða Kristín lýsir sjálfri sér sem
frekar óvenjulegu barni.
„Ég átti eiginlega enga vini og
var mjög selektív á fólk þegar ég var
barn. Mamma var heima þar til ég
var sex ára svo að ég var mikið með
henni og umgekkst mikið af full
orðnu fólki. Á heimilinu var alltaf
verið að ræða um pólitík og ég man
að mér fannst ég þurfa að gera það
líka til að fá að vera með. Ég man
eftir mér svona átta ára gamalli inni
í frímínútum í skólanum að ræða
stjórnmál við gangaverðina. Sem
betur fer þroskaðist ég og fattaði
hvað vinir eru mér mikilvægir. Ég
er afskaplega þakklát fyrir að eiga
marga góða vini í dag.“
Vinir Heiðu Kristínar lýsa henni
sem mikilli félagsveru en hún fór í
Menntaskólann við Hamrahlíð þar
sem hún tók virkan þátt í Jafningja
fræðslunni og öðrum félagsstörf
um. Hún þykir einnig afbragðsgóð
húsmóðir og kenndi heimilisfræði í
Ísaksskóla í nokkur ár eftir mennta
skólann.
Skítamixaði stúdentsprófið
Heiða Kristín fæddist í Washing
ton, „mekka stjórnmálanna“ eins og
hún kallar það, og telur það jafnvel
hafa ýtt undir áhuga sinn á stjórn
málafræði. „Ég hef næstum því
pervertískan áhuga á bandarískum
stjórnmálum og hef alltaf verið
mjög upptekin af landinu og sögu
þess. Það heillar mig mikið hvernig
samfélagið er sett saman og hug
myndafræðin um að allt sé hægt.
Jafnvel þótt maður geri mistök geti
maður risið upp aftur.“
Áhugi Heiðu Kristínar á Banda
ríkjunum leiddi hana í Háskóla Ís
lands. „Ég var dálítið hrædd við að
fara í háskólanám. Ég skítamixaði
stúdentsprófið svolítið þegar nám
skránni var breytt á sínum tíma og
náði að sneiða hjá alls konar áföng
um og efnafræði og eðlisfræði. Svo
er ég lesblind og eftir menntaskól
ann ákvað ég að fara í greiningu til
að kanna það betur. Þá kom í ljós
hversu mikil lesblindan var og það
dró verulega úr mér kjarkinn til að
læra meira. Ég ákvað samt að skrá
mig í nokkra áfanga og þar á meðal
bandarísk stjórnmál. Pabbi hjálpaði
mér mikið á meðan ég var að kom
ast inn í námið og hann las fyrir
mig námsefnið á meðan ég glósaði.
Svo gekk mér ljómandi vel og fékk
fínar einkunnir.“ Þannig hófst BA
nám Heiðu Kristínar í stjórnmála
fræði.
Með náminu eignaðist hún tvo
drengi með þáverandi sambýlis
manni sínum. Hún var aðeins 22 ára
þegar hún eignaðist fyrri drenginn.
„Þá fannst mér ég rosalega full
orðin og var alveg tilbúin í þetta
hlutverk. Samt voru engir að eign
ast börn í kringum mig. En ég vildi
þetta þá, eignast íbúð og bíl og gera
þetta allt rétt.“
Í nýju hlutverki
Líf Heiðu Kristínar hefur breyst
mikið undanfarið ár. Hún sleit sam
vistir við barnsföður sinn og við tók
nýtt hlutverk bæði í vinnunni og á
heimilinu.
„Núna skiptir mig minna máli að
eiga íbúð og bíl og vera með pott
þétt heimili. Ég er farin að slaka
svolítið meira á. Margt af því sem
ég hélt að væri svo mikilvægt í líf
inu skiptir ekki eins miklu máli í
dag. Núna skiptir mig meira máli
að fylgja hjartanu og takast á við
ný verkefni á hverjum degi, sem
getur verið mjög krefjandi en gerir
lífið svo skemmtilegt. Mér finnst ég
eiginlega eldast aftur á bak.“
Heiða Kristín verður áköf þegar
hún talar um Besta flokkinn og
lýsir nánu og frábæru samstarfi.
En hvers vegna gekk hún til liðs við
flokkinn?
„Ég var að leita mér að vinnu
eftir að ég útskrifaðist úr háskólan
um. Ég var með alla öngla úti,
eins og maður er í atvinnuleit, og
ræddi mikið við Gauk Úlfarsson,
vin minn, sem var með hugmynd
að einhverjum sjónvarpsþætti með
Jóni Gnarr. Jón var alltaf að tala
um þennan Besta flokk sem hann
var nýbúinn að stofna. Ég ákvað að
fara á einn fund með þeim og fékk
að heyra hvað þeir voru að hugsa.
Ég fann strax að mig langaði að
Eldist
aftur á bak
Heiða Kristín Helgadóttir hefur grínast svo mikið að hún
hefur grátið í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Besta flokksins,
en segir það ekki þýða að hún sé vitlaus. Í viðtali við Þóru
Tómasdóttur lýsir hún fífldirfsku og dauðans alvöru á bak við
hugmyndafræði flokksins sem hún átti þátt í að koma til valda
í Reykjavík. Heiða Kristín byrjaði að ræða stjórnmál við ganga-
verði í grunnskóla en heldur að hún yngist með árunum.
Hvað
segja
vinir
Heiðu
Krist-
ínar?
Heiða Kristín Helgadóttir. Elskulegur töffari, segir borgarstjóri. Ljósmyndir/Hari
Framhald á næstu opnu.
32 viðtal Helgin 8.-10. apríl 2011