Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 08.04.2011, Qupperneq 34
vera með þeim í þessu. Hugmyndir Jóns náðu ein- hvern veginn utan um mín viðbrögð við því sem hafði gerst hér á landi undanfarin ár. Eftir hrunið var ég auðvitað reið eins og aðrir þótt ég fengi mig ekki til að standa með palestínuklút á Austurvelli og öskra. Mig langaði ekkert að öskra.“ Þannig atvikaðist það að Heiða Kristín gerðist kosningastjóri Besta flokksins. Fram- haldið er flestum kunnugt. Í sveitarstjórnar- kosningunum 2010 hlaut Besti flokkurinn fylgi tæplega 35% kjósenda og kom sex borgarfulltrúum að í Reykjavík. Jón Gnarr varð borgarstjóri og myndaði meirihluta með Samfylkingunni. Um ævintýrið gerði Gaukur Úlfarsson heimildarmyndina Gnarr þar sem Heiða Kristín kemur mikið við sögu. Hún gegndi í fyrstu starfi aðstoðarmanns borgar- stjóra. Álagið í vinnunni varð á endanum ill- samræmanlegt því að vera ein með tvo litla stráka. „Ég var á vaktinni frá sjö á morgnana til tíu á kvöldin og þegar ég var með strákana mína var ég lítið til staðar. Ég ákvað því að stíga til hliðar og einbeita mér að skipulagi flokks- ins. Björn Blöndal reyndist líka vera eins og sniðinn í þetta hlutverk enda hefur hann miklu meira gaman af því að tala við mennina en ég.“ Allt varð best Besti flokkurinn gaf sig út fyrir að vera bestur í öllu. Var það kaldhæðni? „Já, mjög mikil. En samt ekki alveg. Við vorum að reyna að besta hluti sem eru ekkert rosalega mikið bestir.“ Felst ekki hroki í því að gefa sig út fyrir að vera betri en allir hinir og jafnvel þeir sem höfðu áratuga reynslu af stjórnmálum? „Jú, algjörlega. En það verður alveg að við- urkennast að þrátt fyrir miklu reynslu, voru ekkert frábærir hlutir búnir að eiga sér stað í Reykjavík og á öllu Íslandi. Það þurfti meira til en umbótanefndir og ályktanir á flokks- þingum. Í laginu sem við notuðum í kosn- ingabaráttunni okkar sögðum við ýmislegt, svona í hita leiksins, eins og orðið „fávitar“. Það þarf ekki BA-gráðu í gríni til að skilja að það var auðvitað meint sem grín. Það var líka gert til að vekja fólk til umhugsunar.“ Heiða Kristín segir hins vegar merkilegt hvernig yfirlýst stefna flokksins í kosninga- baráttunni, um að allt væri frábærast og best hjá þeim, varð að veruleika. „Það kom okkur öllum á óvart að það sem við sögðum og lögðum upp með gerðist. Allt í einu voru allir að tala um Besta flokkinn og allir voru glaðir. Það var sama hvert við hringdum og leituðum eftir stuðningi, ég man ekki að það hafi komið fyrir að fólk skellti á.“ Margir voru óvissir um fyrir hvað flokk- urinn stæði, enda sagðist Jón Gnarr ætla að svíkja öll kosningaloforð. En er hægt, eftir árs þátttöku í borgarstjórn, að staðsetja flokk- inn, á dæmigerðu rófi stjórnmálaflokka, til vinstri, hægri eða á miðju? „Við vildum breyta og fá aðra sýn á málin. Við heyrum það frá öðrum stjórnmálamönn- um að við völdum vonbrigðum. Sem er skrítið því ég held að þessir sömu stjórnmálamenn hafi einmitt vonað að við myndum valda von- brigðum. Sagt hefur verið að við séum „föst í hjólförum fortíðar“, sem meikar engan sens því við vorum ekki stofnuð árið 1929, heldur 2009. Við erum grænn og umhverfisvænn flokkur. Við viljum að menning og listir séu í hávegum höfð á Íslandi, því það er eitt af því fáa sem gerir þetta land byggilegt. Við erum líka friðarsinnaður flokkur og viljum standa fyrir því að bæta samskipti manna á milli, sér- staklega í stjórn málum, þannig að venjulegt fólk geti hugsað sér að leggja samfélaginu lið. Án þess að eiga von á því að hrökklast upp- gefið undan formlegheitunum, klækjunum og leiðindunum,“ segir Heiða Kristín en fæst ekki til að benda á rófið áðurnefnda. Vildi ekki bjóða sig fram „Jón er týpa sem fær alla með sér og fær mann til að langa til að taka þátt. Hann er uppfullur af hugsjónum um hvernig borgin geti verið betri. Borgin sem hann hefur búið í alla ævi og honum er mjög hlýtt til.“ Heiða Kristín segir Jón sérstaklega góðan í að lesa umhverfi sitt. „Til dæmis vorum við stundum að pæla í einhverjum uppákomum í kosningabaráttunni sem við áttuðum okkur síðan á að væru óviðeigandi. Jón er ein- staklega fær í að greina aðstæður og leika sér í þeim og kom þess vegna oft með óvænt útspil.“ Heiða Kristín neitar því að hafa viljað bjóða sig fram fyrir hönd flokksins. „Ég gat alveg tekið sæti á listanum og bauðst það. Mig langaði hins vegar ekki til þess heldur vildi ég vera í öðru hlutverki. Mér fannst kraftar mínir nýtast betur svona. Við buðum öllum konum að taka sæti ofar á listanum en þær þáðu það ekki. Konur eru oft tregari til að taka áhættu. Sem getur verið mikill kostur en líka ókostur. Og þótt það virki eins og konurnar séu bara á bak við tjöldin í flokknum þá er það alls ekki þannig. Fullt af konum eru virkar í frábærri vinnu með okkur. Við erum til dæmis með mjög sterkt kvenfélag í flokkn- um og þangað er hægt að sækja mikinn styrk og visku. Í raun er hrikalegt hvað fólk er orðið þreytt á stjórnmálum og gott fólk fæst ekki til að taka þátt í stjórnmálastarfi. Það er mjög sorglegt.“ Heiða Kristín hefur líka kynnst neikvæðum hliðum stjórnmálanna og hefur margoft fengið leiðinlegar athugasemdir. „Til dæmis í tengslum við sameiningartil- lögurnar í skólamálunum. Það eru margir reiðir og láta í sér heyra. Í sjálfu sér tek ég því ekki persónulega. En það eru ekki margir kostir í stöðunni. Það þarf að minnka kerfið og þá held ég að það sé betra að fækka yfirstjórnendum og samnýta hluti en að lækka laun þeirra lægst launuðu á leik- skólum. Ég hef trú á að þessi mál leysist vel og fallega. En ég get alveg viðurkennt að ég hef farið í matarboð og þóst vinna í bókabúð af því að ég nenni ekki að ræða vinnuna mína.“ Orkuveitan þungur baggi Eitt erfiðasta viðfangsefni Reykjavíkurborgar um þessar mundir er tvímælalaust Orkuveita Reykjavíkur og hefur Heiða Kristín fylgst með gangi mála eins og öðrum verkefnum borgarinnar. Fyrirtækið er stórskuldugt og hefur þurft að segja upp fjölda starfsmanna, meðal annars Helga Péturssyni, pabba Heiðu Kristínar. „Ég tók því bara eins og aðrir sem hafa þurft að glíma við afleiðingar þess sem hefur gerst hérna á landinu að undanförnu. Það hafa svo margir misst vinnuna og þetta var mjög erfitt. Það var sérstakt að fást við mál- efni Orkuveitunnar á sama tíma. Reyndar hefur Orkuveitan hvílt eins og þungur baggi á okkur í langan tíma og stundum langaði mann til að benda fólki á hvernig staðan væri. Þegar aðgerðaáætlunin var kynnt á dögunum var það ákveðinn léttir.“ Sérðu þig í þessu starfi til frambúðar? „Ég veit það ekki en vona auðvitað að ég eigi eftir að gera eitthvað annað í lífinu áður en ég dey en að vera framkvæmdastjóri Besta flokksins. En við erum með alls konar hug- myndir um hvað Besti flokkurinn geti gert í framtíðinni.“ Gætirðu sameinað áhugamál þín og boðið fram með Besta flokknum í Bandaríkjunum? „Ja, ég var nú reyndar í Bandaríkjunum um daginn og hitti þar menn frá Stanford. Þeir höfðu mjög mikinn áhuga á Besta flokknum svo það er alls ekki útilokað.“ Var sem sagt eftirspurn þar? „Já, ég myndi segja það!“ Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is „Jón er týpa sem fær alla með sér“ Hugmyndir Jóns náðu ein- hvern veginn utan um mín viðbrögð við því sem hafði gerst hér á landi undan- farin ár. Eftir hrunið var ég auðvitað reið eins og aðrir þótt ég fengi mig ekki til að standa með palestínuklút á Austurvelli og öskra.“ 34 viðtal Helgin 8.-10. apríl 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.