Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Síða 38

Fréttatíminn - 08.04.2011, Síða 38
38 viðhorf Helgin 8.-10. apríl 2011 Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmda- stjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki farið úr ríkisstjórn í ársbyrjun 2009 væri Icesave- samningur við Hollendinga og Breta löngu klappaður og klár. Um það er óþarfi að efast. Þetta tröllaukna deilumál væri afgreitt og orku þjóðarinnar hefði ekki verið sóað í stagl- sömustu leiðindi lýðveldistímans. Síðla hausts 2008 var sáttahugurinn óumdeildur í röðum lykilmanna Sjálfstæðis- flokksins. Til dæmis má rifja upp skynsamleg orð þáverandi stjórnarþingmannsins Bjarna Benediktssonar á Alþingi í nóvember 2008. Þá óskaði hann, sem formaður utanríkis- málanefndar, eftir heimild til að „leiða til lykta samningaviðræður“ um Icesave og lét jafnframt þessi orð falla: „Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun á þessu máli öllu saman að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dóm- stólum.“ Í sama mánuði lýsti Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráð- herra í ríkisstjórn Geirs Haarde, sambærilegu sjónarmiði í grein á heimasíðu sinni: „Ég hef aldrei hallast að þeirri skoðun að samningar séu svik, þegar deilur á milli þjóða eru leystar ... Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi.“ Þeir frændur eru greindir menn og mátu stöðuna rétt á sínum tíma. Í byrjun sumars 2009, innan við hálfu ári eftir stöðumatið í nóvember 2008, höfðu þó báðir skipt um skoðun. Samningaleiðin um Icesave var ekki lengur í anda siðaðra manna – nú var dóm- stólaleiðin sú eina rétta. Að hjóla í mál sem maður er samþykkur Hvað hafði breyst? Jú, Sjálfstæðisflokkurinn var ekki lengur í ríkisstjórn. Stjórnarandstöðuhlutverkið hafði sem sagt valdið u-beygjunni. Þeim megin var flokkur- inn ekki vanur að vera. Engu að síður var til hugmyndafræði um hvernig ætti að hegða sér í stjórnarandstöðu. Höfundur hennar var Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður flokks- ins, og hann lýsti henni í viðtalsbókinni „Í hlutverki leiðtogans“ sem Ásdís Halla Braga- dóttir tók saman og Vaka-Helgafell gaf út árið 2000. Gefum Davíð orðið: „Sumir hafa sagt að ég yrði óhæfur í stjórnarandstöðu á Alþingi vegna þess að ég myndi ekki finna mig í því hlutverki. Vel getur verið að það tæki mig tíma að átta mig á þeirri stöðu en þó ég segi sjálfur frá þá stóð ég mig ekki illa í stjórnarandstöðu í borginni áður en ég varð borgarstjóri. Ég þótti jafn- vel ósvífinn og kosningabaráttan sem stóð frá 1980 til 1982 var mjög hörð. Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiði- mannsins að maður má ekki einungis kasta flugu sem manni finnst falleg því að maður veit aldrei hvaða flugu laxinn tekur. Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau því ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu.“ Icesave er ljóta flugan hans Davíðs Davíð er ábyggilega enn á sömu skoðun, rétt eins og hans nánustu fylgismenn sem hafa hvað ákafast blásið í glæður andstöðunnar við samningaleiðina um Icesave. Einn af hinum innmúruðu og innvígðu, Styrmir Gunnars- son, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, setti einmitt fram mjög svipaða hugsun í byrjun febrúar á þessu ári þegar hann skrifaði að „með því að samþykkja Icesave-sam- komulagið nú missir Sjálfstæðisflokkurinn þá vígstöðu, sem hann þó hefur haft undanfarna mánuði gagnvart ríkjandi vinstri stjórn.“ Þessi orð féllu í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson lýsti yfir stuðningi við að ljúka Icesave með samningi og var þar með kominn aftur á sömu skoðun og ríflega tveimur árum fyrr. Efst í huga Styrmis var sem sagt ekki hvort niðurstaða Bjarna væri réttmæt leið út úr Icesave-vandanum, heldur að með þessu væri Bjarni að aðstoða ríkisstjórnina. Regla veiðimannsins hafði verið brotin. Bjarni hafði fylgt hjartanu. Og það þótti langt í frá sjálfsagt, eins og fram kom í útvarps- viðtali við Ólöfu Nordal, varaformann Sjálf- stæðisflokksins, skömmu eftir ákvörðun hans: „Formaður flokksins stígur það skref, sem er mjög óvenjulegt, tel ég, fyrir foringja í stjórnarandstöðu, að standa bara nákvæm- lega fyrir því sem hann telur rétt fyrir þjóðina og af því finnst mér hann hafa stækkað,“ sagði Ólöf Nordal. Kannski er það bláeygur barnaskapur að vonast til að fólk gefi kost á sér til stjórnmála- starfa í því skyni að verða samfélagi sínu og þjóð að gagni. Hitt er á hreinu að pólitík sem snýst grímulaust um völd og hag flokks um- fram þjóðar er aldrei skaðlegri en á óvissu- tímum. Icesave er ljóta flugan hans Davíðs. Málið hefur fyrst og fremst verið notað sem vopn til þess að berja á núverandi ríkisstjórn. En hvaða skoðun sem maður hefur á stjórnarhátt- um Steingríms og Jóhönnu, er það geggjað hættuspil að nota þetta mál til þess að koma þeim frá völdum. Pólitík á versta kanti Regla veiðimannsins er útbreidd í stjórnmála- lífi annarra landa þótt nafnið sé séríslenskt. Einar Már Jónsson, sagnfræðingur og fyrr- verandi kennari við Sorbonne í París, rifjaði upp í blaðagrein í fyrra reynslu Frakka af slíkum baráttuaðferðum sem í beinni þýðingu nefnast pólitík á versta kanti: „Í stuttu máli táknar þetta hugtak þá stefnu í stjórnmálum að róa að því öllum árum að allt fari á versta veg, stuðla ekki að því að leysa þau vandamál sem kunna að vera fyrir hendi, heldur reyna þvert á móti að koma í veg fyrir að nokkur lausn finnist, hindra menn í að ráða bót á ástandinu, magna sem mest upp vandamálin og gera þau óleysanleg. Stefnu af þessu tagi eiga stjórnmálamenn til að taka upp þegar þeir húka valdalausir í stjórnarandstöðu, eða kannske þegar staða þeirra er á einhvern annan hátt tæp, og með því að fylgja henni sem fastast hyggjast þeir höndla það sem þeim er kærast, Völdin,“ skrifaði Einar Már í Fréttablaðið í janúar 2010, nokkrum dögum eftir fyrri ákvörðun forsetans um að vísa Icesave til þjóðarinnar. Einar sagði frá því að de Gaulle og fylgis- menn hans í stjórnarandstöðunni hefðu iðkað slíka pólitík þegar Frakkar stóðu í stórræðum í Indókína og síðar Alsír. Þeir sökuðu stjórn völd um linkind, svik og jafnvel þjónkun við einhverja annarlega hagsmuni. Á endanum hrökklaðist stjórnin frá og de Gaulle tók við. Hann varð þá – eins og Einar rakti – að reyna að framkvæma það sem hann sagði hina vera ófæra um. Það gekk ekki hjá de Gaulle. Hans hlutskipti varð að horfast í augu við veruleikann og gera nánast allt það sama og hann hafði hamast á hinum fyrir að ætla að gera. Arfleifðin var klofin þjóð, skaðinn var óafturkræfur, dýr- mætur tími hafði farið í súginn. Þetta er lýsing sem við þekkjum vel, en með því að segja já á laugardag er hægt að lágmarka það tjón sem þegar er orðið af Ice- save. Nei heldur málinu hins vegar á lífi um ófyrirséða framtíð. Hugmyndafræði hinna innmúruðu og innvígðu Regla veiðimannsins Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is E Fært til bókar Enginn lokaður inni Hæstiréttur seinkar fyrstu tölum í Icesave- kosningunum á morgun en þó ekki meira en svo að kosninganóttin ætti að verða hefðbundin fyrir þá sem hafa gaman af slíku. Það er líklega eina gamanið sem hafa má af hinu alræmda Icesave-máli. Kjörstjórnir í Reykjavík ætla ekki að láta reka sig heim, eins og varð hlutskipti landskjörstjórnar í kosningunni til stjórn- lagaþings síðastliðið haust. Fram til þessa hafa talningamenn verið lokaðir inni um kvöldmatarleytið til að hefja flokkun og talningu atkvæða. Enginn hefur mátt fara út þaðan fyrr en eftir lokun kjörstaða klukkan 22. Nú hefst talningin hins vegar ekki fyrr en eftir að kjörstaðir verður lokað enda skal hún fara fram fyrir opnum tjöldum. Kosningin er hins vegar einföld, já eða nei, svo að hún gengur væntan- lega hratt fyrir sig. Þrátt fyrir allt má því búast við fyrstu tölum fyrir kl. 23 og að talningu ljúki í höfuðborginni um klukkan 2 um nóttina. Talning tekur án efa eitt- hvað lengri tíma í strjálbýlli kjördæmum landsins. Þeir sem hafa þrek og þor geta því vakað fram undir morgun. Hvort gleðin verður mikil þegar endanleg úrslit liggja fyrir skal ósagt látið enda hvorugur kosturinn sérstakt yndi. Breytt afstaða? Þórður S. Gunnarsson hæstaréttarlög- maður hefur verið skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Það er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að í röksemdafærslu hans fyrir hönd skila- nefndar Glitnis kom fram að íslenskir dóm- stólar hefðu ekki burði til að ráða við mál af þeirri stærðargráðu sem mál nefndar- innar gegn „sjömenningaklíku“ Jóns Ás- geirs Jóhannessonar fyrir dómstóli í New York er. Hver ætli afstaðan sé nú? Gamlar tölur skjóta upp kollinum Í hallærinu sem staðið hefur hérlendis frá árinu 2008 hafa einkum tíðkast tölur um tap og gjaldþrot. Milljarða- og tugmillj- arðagróði hins meinta góðæris, sem náði hápunkti hjá fjölda fyrirtækja árið 2007, er löngu liðinn – eða svo héldu menn þar til þeir sáu uppgjör bankanna þriggja. Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion högnuðust samanlagt um 70 milljarða í fyrra. Velgengni bankanna er vissulega fagnaðarefni enda gerir hún þeim kleift að borga bærilega skatta og arð í ríkissjóð, eða 26,5 milljarða. Ekki veitir af á þeim bænum. Í fréttum af hagnaði bankanna kom ekki skýrt fram á hverju hann byggð- ist. Það orð hefur legið á að erfitt sé að fá lán til framkvæmda og fjárfestingar. Kannski græða bankarnir mest á því að ávaxta sitt pund í Svörtuloftum hjá Má? Hjörleifi flökurt Flökurleiki sækir að hluta VG-liða vegna hernaðaríhlutunar í Líbíu undir forystu NATO og afstöðu ríkisstjórnar Íslands í málinu. Þessi hópur hittist á fundi í Kópavogi fyrr í vikunni. Þar sagði Hjörleifur Guttormsson, fyrr- verandi alþingismaður og ráðherra, að það vekti með sér ógleði að því hefði verið beitt sem agni að árásirnar væru vörn fyrir mannréttindi, að því er Ríkisútvarpið greindi frá. Ráðherrann fyrrverandi spurði hvenær það væri að mannúðarsjónarmið ættu að ráða því hvort ráðist væri inn í eitt af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna með vopnavaldi eins og þarna væri gert. Hvers vegna væru ekki gefnar opnar og skýrar yfirlýsingar um það, þeirra sem að máli stæðu, hver væri afstaðan. Síðan væri þróunin yfir í það að NATO yfirtæki þennan hernað og Ísland, VG sem aðili að ríkisstjórn, hefði ekki uppi með neinum skýrum hætti andmæli við þessu nema eitthvert yfirklór eftir á. Þar var spjót- unum væntanlega beint að Steingrími J. Sigfússyni flokksformanni sem sagði að ekkert samband hefði verið haft við VG um aðkomu NATO. Í framhaldinu benti Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Steingrími á að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra færi með málið. Betra brauð með pastaréttinum!

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.