Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Síða 40

Fréttatíminn - 08.04.2011, Síða 40
Þ annig hefur oftsinnis háttað til að stutt hefur verið á milli kosninga til sveitarstjórna og kosninga til Alþingis; ár eða minna. Eitt sinn gerði ég lauslega töl- fræðilega könnun á úrslitum slíkra kosningapara og fékk sterka fylgni með tilfærslum milli vinstri og hægri í hvorum tveggja kosningunum. Gott ef fylgnin var ekki sterkust milli úr- slita í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík og landsúrslita í þingkosn- ingum. Greinilegt var að kjósendur voru oft að „hefna þess í héraði sem hallaðist á Alþingi“. Það er því miður algengt í öllum kosningum að kjósendur horfi um víðan völl en einbeiti sér ekki að því sem kosningin á að snúast um hverju sinni. Þetta er einkum bagalegt þegar greitt er þjóð- aratkvæði um einstakt afmarkað efni og eru það ein meginrökin sem beitt er gegn beinu lýðræði. Um þrjátíu þjóðaratkvæðagreiðslur hafa farið fram um ýmis málefni viðvíkjandi Evrópusambandinu í að- ildarríkjum þess, svo sem um aðild að sambandinu, um einstakar breytingar á grunnsamningum þess eða um evruna. Vitað er að úrslitin hafa oft ráðist af vinsældum ríkisstjórnar í viðkomandi aðildarlandi. Kosningin nú snýst um eitt mál Á morgun, 9. apríl, reynir á þjóðina í afar mikil- vægri atkvæðagreiðslu um nýjan Icesave-samning. Málið er flókið en í mjög einfaldaðri mynd snýst val- ið um það hvort við viljum ljúka málinu með þeim samningi sem nú liggur fyrir, og talinn er sá besti sem fengist getur, eða hvort við viljum láta reyna á dómstóla, innlenda og erlenda, og sjá hvernig okkur skattgreiðendum reiðir af í ólgusjó lögspekinnar. Vissulega eru mörg fleiri sjónarhorn, svo sem hin siðferðilega hlið málsins, sem skiptir marga miklu máli, meðal annars undirritaðan sem vill ekki vera talinn óreiðumaður. Siðaðir menn semja við granna sína. En skoðun mín er ekki tilefni þessa pistils heldur hitt að hvetja kjósendur til að einskorða sig við viðfangsefnið, að segja „já“ eða „nei“ um fyrirliggjandi samning einan. Þessi kosning snýst EKKI um forseta lýðveldisins, ekki um Evrópusam- bandið, ekki um evruna, ekki um kvótakerfið, ekki um ríkisstjórnina. Enn síður um stjórnlagaráðið og hvernig því reiðir af. Með kosningunni erum við heldur ekki að ná okkur niðri á ráðamönnum Breta og Hollendinga. Kosningin snýst ekki um allt það sem kjósendur kunna að vera fúlir út í. Hún snýst aðeins um eitt mál, Icesave-samn- inginn. Hver svo sem úrslitin verða munu þau efalaust verða túlkuð út og suður af lýðskrumurum. Mikilvæg- ara er að vandaðir fræðimenn kanni niðurstöðuna út frá því sem hér er rætt: Stóðst þjóðin prófið? Kynntu kjósendur sér málefnið og létu það eitt ráða atkvæði sínu? Beint lýðræði er heillandi Það er heillandi viðauki við full- trúalýðræðið að þjóðin geti tekið af skarið um mikilvæg lagafrum- vörp sem Alþingi hefur afgreitt, jafnvel lagt til lagabreytingar. En þetta krefst áhuga og aga af hálfu þjóðarinnar. Það kemur ekki af sjálfu sér og ekki í einu vetfangi. Við höfum nánast enga reynslu af þjóðaratkvæðagreiðslum. Mest er reynslan í þeim efnum annars vegar í Sviss og hins vegar í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Í Banda- ríkjunum má rekja upphafið til öndverðrar 17. aldar í fylkjum Nýja-Englands. Síðustu áratugina heyrist einkum af slíkum atkvæðagreiðslum í Kaliforníu, þar sem þróunin hefur verið með ýmsu móti og að margra dómi orðið að eins konar skrílræði. Í Sviss finnast dæmi um beint lýðræði allt aftur til 15. aldar. Í nútímabúningi er þessi ríka lýðræðishefð þeirra frá miðri 19. öld. Síðan 1848 hefur um 500 sinnum verið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslna í Sviss. Í einstökum sýslum landsins (kantónum) skipta slíkar atkvæðagreiðslur þúsundum. Fyrsta þjóðar- atkvæðagreiðslan í Sviss var um nýja stjórnarskrá en meðal dæma frá þessari öld er að finna þjóðar- atkvæði um bann við akstri bíla einn sunnudag á hverjum ársfjórðungi. Sú tillaga var felld með 62% atkvæða en 49% svissnesku þjóðarinnar létu sig málið það miklu skipta að að þau mættu á kjörstað. Í slíkum atkvæðagreiðslum láta Svisslendingar ekk- ert trufla sig, til dæmis ekki það hvernig ríkisstjórn reiðir af – enda láta þeir sig yfirleitt litlu skipta hverjir skipa hana. Vöndum valið Við væntanlega endurskoðun stjórnarskrár okkar verða ákvæði um þjóðaratkvæði eitt af stóru málun- um. Þá verður efalaust dreginn lærdómur af tvenn- um kosningum um Icesave-málið alræmda. Meðal annars af þeim sökum er mikilvægt að þjóðin hugsi vel sinn gang, mæti á kjörstað og taki afstöðu til þessa eina málefnis – og vandi valið! Þjóðaratkvæðagreiðslur ICESAVE er prófraun á beint lýðræði Við væntanlega endurskoðun stjórnarskrár okkar verða ákvæði um þjóðaratkvæði eitt af stóru málunum. Þá verður efalaust dreginn lærdómur af tvennum kosningum um Icesave-málið alræmda. Meðal annars af þeim sökum er mikilvægt að þjóðin hugsi vel sinn gang, mæti á kjörstað og taki afstöðu til þessa eina málefnis – og vandi valið! Þorkell Helgason situr í stjórnlagaráði Þ egar hart er í ári þarf fólk að læra að fara vel með. Hagsýnir húsráðendur nýta matarafgangana í stað þess að henda þeim í ruslið, sleppa óþarfa, fara jafnvel að baka brauðið heima. Föt eru lagfærð og látin ganga á milli barna til að nýta þau sem best. Þannig getur kreppa kennt okkur góða siði, vanið okkur af bruðli og heimtufrekju. En auðvitað getur komið að því að það svíði undan sparnaðarólinni; ef ekki er lengur til fyrir nauðsynjum er illt í efni. Þess vegna er svo mikilvægt að gera sér grein fyrir hverjar hinar raunverulegu nauðsynjar eru. Nú er mikið kvartað yfir sparnaðaraðgerðum í skólakerfinu og sýnist sitt hverjum. Allir eru samt á einu máli um að þar verði að stíga varlega til jarðar, að ekki megi fórna því sem gott er og mikil- vægt börnunum okkar svo að þau komist til þroska. Skólarnir verða nú, rétt eins og heimilin, að skoða hverjar grundvallarnauðsynjarnar eru. Þeir verða líka að skoða þau verðmæti sem þeir hafa í hönd- unum og huga að því að nýta þau sem best. Þá ætti einmitt að vera rétti tíminn til að leita fanga í þeirri gullnámu sem öllu skólafólki er aðgengileg, en er að mínu mati oft Gullnáman í skólabókasafninu Verðmæti vannýtt í íslenskum skólum. Þessi gull- náma er einfaldlega bækurnar í skóla- bókasafninu. Yndislestur í skemmtilegum bókum ætti að margra mati að vera fastur liður í skóladeginum, ekki bara hjá yngri börnunum, heldur í öllum grunnskólanum. Lestur góðra bóka gerir svo margt; eykur lestrarleikni, bætir við orðaforða og ýtir undir málþroska og mál- vitund barnanna. Við bóklestur lifir les- andinn sig inn í líf og kjör fólks á ýmsum tímum, nær og fjær, hann skilur að hann er ekki einn með sín hugðarefni og vandamál, að fólk á margt sameiginlegt. Við lesturinn getur barnið sökkt sér niður í hugðarefni sín og upplifað að það er gaman að leita sér fróðleiks. Lestur góðrar bókar er móðurmálstími, lífsleiknitími, samfélagsfræðitími, siðfræðitími – og ekki síst, skemmtun. Já, er ekki einboðið að nota nú sem best hina óþrjótandi upp- sprettu fróðleiks og skemmtunar sem skólabókasafnið er? Það skyldi maður halda – en fréttir af niður- skurði til safnanna, jafnvel lokun þeirra og fækkun starfsfólks, bend- ir til annars. Ef við missum hæft fagfólk og aðstöðu úr skólunum verður erfitt að endurheimta það síðar. Nú skulum við huga vel að þeim verðmætum sem við höfum í höndunum og kasta þeim ekki á glæ í skammsýni. Stöndum vörð um skólabókasöfnin okkar, nýtum þau vel og njótum þeirra! Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur Eftirfarandi fyrirtæki eru ekki til sölu en við teljum þau fáanleg fyrir rétta kaupendur. • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www. kontakt.is. • Framleiðslufyrirtæki í vaxandi atvinnugrein. Hentar vel til flutnings út á land. Þarf a.m.k. 600 fm húsnæði með lágmark 8 metra lofthæð. • Lítið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 50 mkr. Hentar vel tveimur handlögnum. Auðveld kaup. • Rógróið fjölskyldufyrirtæki með innflutning á þekktri gæðavöru fyrir nýbyggingar og viðhald fasteigna. Ársvelta 140 mkr. • Lítil heildverslun með kerti, servéttur og einnota vörur. Ársvelta 50 mkr. • Eitt besta bakarí borgarinnar. Ársvelta 70 mkr. Gott tækifæri fyrir duglega bakara sem vilja eignast eigin rekstur. • Fyrirtæki með þekktar "franchise" fataverslanir í Kringlunni og Smáralind. EBITDA 20 mkr. • Rótgróið innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir sjávarútveg. EBITDA 50 mkr. • Meðeigandi/fjárfestir óskast að traustu framleiðslu- og þjónustufyrirtæki til að nýta vaxtamöguleika. Núverandi ársvelta um 150 mkr. Mjög góð ávöxtun fyrirsjáanleg. • Heildverslun með prjónagarn. Góð umboð. • Rótgróið gistihús í miðbænum. 40 herbergi. • Lítil heildsala með vörur fyrir apótek. Góð viðbót við annan rekstur. • Rótgróin, sérhæfð heildverslun með vélar og tæki. Ársvelta 140 mkr. EBITDA 25 mkr. • Ört vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki í Reykjavík. EBITDA um 40 mkr. • Lítil heildverslun með sérhæfða vöru og góða afkomu. Heimsþekkt vörumerki. • Vel rekið þjónustu- og viðgerðafyrirtæki á sérhæfðu sviði. Ársvelta 80 mkr. Góður hagnaður. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki sem þjónar mest matvælaiðnaðinum. Ársvelta 60 mkr. • Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli). EBITDA 80 mkr. Engar skuldir. • Framleiðslufyrirtæki með eigin verslanir. Með yfir 50% markaðshlutdeild og góða vaxtamöguleika. Ársvelta um 400 mkr. • Þekkt heimilisvöruverslun með eigin innflutning. Ársvelta 80 mkr. • Fyrirtæki á heilbrigðissviði með langtímasamninga. EBITDA 12 mkr. • Rótgróið verslunarfyrirtæki með eigin framleiðslu í Kína á alþjóðlegu vörumerki óskar eftir meðeiganda-fjárfesti til að auka framleiðslu og sölu erlendis. • Heildverslun með ráðandi stöðu á sérhæfðu sviði. Ársvelta 270 mkr. • Innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir heimili. Ársvelta 70 mkr. • Heildverslun með neytendavörur. Ársvelta 250 mkr. • Þekkt iðnfyrirtæki sem selur að stórum hluta beint til almennings. Ársvelta 350 mkr. • Innflutnings- og þjónustufyrirtæki. Ársvelta 220 mkr. • Þekkt heimilisvöruverslun. Ársvelta 120 mkr. 40 viðhorf Helgin 8.-10. apríl 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.