Fréttatíminn - 08.04.2011, Síða 43
Leðjuslagur?
„Kosinn formaður Félags
leikskólakennara“
Haraldur F. Gíslason
hefur verið kosinn
nýr formaður Félags
leikskólakennara. Haraldur
hefur starfað sem leikskólakennari
í mörg ár, en hann er einnig
þekktur fyrir að vera trommuleikari
hljómsveitarinnar Botnleðju.
Styttist í fermingaraldurinn
„Fólksbílaflotinn ekki verið eldri síðan
1990“
Meðalaldur skráðra fólksbíla var tæp
ellefu ár í fyrra. Hefur hann ekki verið
hærri frá árinu 1990.
Loksins sannir útrásarvíkingar
„Skólahreysti í útrás til Finnlands“
Sigurliðinu í Skólahreysti 2011 verður
boðið á Your Move-íþróttamótið í
Finnlandi í lok maí og munu íslensku
unglingarnir keppa þar við lið 14
finnskra skóla.
Það þarf ekkert að ræða um
býflugurnar og blómin
„Á punginn á Friðriki“
Auður Karen Auðbjörnsdóttir er
nýorðin sex ára. Hún á tíu hesta og
sér sjálf um að þjálfa suma þeirra,
meðal annars stóðhestinn Friðrik sem
er í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Hún
segist eiga á honum punginn, því hún
fær að eiga eitt folald undan honum.
Forða oss frá illu
„Lögreglan minnir á bingóbann um
páskana“
Skemmtanir, svo sem dansleikir
eða einkasamkvæmi á opinberum
veitingastöðum eða á öðrum stöðum
sem almenningur hefur aðgang að,
eru bannaðar á ákveðnum tíma um
bænadaga og páska. Hið sama gildir
um opinberar sýningar og skemmtanir
þar sem happdrætti, bingó eða önnur
spil fara fram. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá lögreglunni sem minnir
á umrætt bann.
Hversu margir í Bretlandi og
Hollandi?
„Um 5% kjósenda eru með erlent
lögheimili“
Kjósendur með lögheimili erlendis
í kosningunum um Icesave á
laugardaginn eru 11.608 eða 5,0%
heildarinnar.
Vildi enginn hina Selfoss-
hnakkana?
„10 hnökkum stolið á Selfossi“
Lögreglunni á Selfossi hafa engar
vísbendingar borist um hver eða hverjir
brutust inn í tvö hesthús á Selfossi í
fyrrinótt þar sem tíu hnökkum var
stolið ásamt nokkrum beislum og reið-
hjálmum.
Vikan sem Var
www.fronkex.is
Kexverksmiðjan Frón var stofnuð 12. júní 1926 og heldur því upp á 85 ára afmæli á árinu.
Frón Matarkexið á þar heiðurssæti þar sem það hefur verið með frá uppha og var fyrsta
íslenska kextegundin. Þá hefur Mjólkurkexið verið á borðum Íslendinga í yr mmtíu ár.
2 fyrir 1 af Póló
súkkulaðikexi
Nýttu tækifærið
og njóttu.
Póló súkkulaðikex
hefur verið framleitt frá 1960
og hefur því verið á borðum Íslendinga
í yr mmtíu ár!
85 ára
- kemur við sögu
á hverjum degi