Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 44
Áhugahópur háskólamanna um sjávarútvegsmál
Áróður um kvótakerfið
H i n n 1 5 . mars hélt svokallaður
„Áhugahópur há-
skólamanna um
sjávarútvegsmál“
sitt annað málþing
um kvótakerfið. Að
þessu sinni bar mál-
þingið yfirskriftina
„Kvótakerfi og sam-
félag“. Málflutnings-
mennirnir voru þrír
að tölu og eru þeir
allir hagfræðingar
að mennt og starfs-
menn Háskóla Ís-
lands; nánar tiltekið
Sveinn Agnarsson,
forstöðumaður Hag-
fræðistofnunar HÍ,
Birgir Þór Runólfs-
son, dósent við hagfræðideild HÍ,
og Ragnar Árnason, prófessor við
hagfræðideild HÍ. Fundarstjórn
sinnti Illugi Gunnarsson af miklum
skörungsskap og tilkynnti í upphafi
að markmiðið með málþinginu væri
að stofna til fræðilegrar og málefna-
legrar umfjöllunar og umræðu um
kvótakerfið, byggðrar á viðteknum
vinnubrögðum háskólasamfélags-
ins.
Ekki tengsl milli hnignunar
byggðarlaga og kvótakerfis
Fyrstur tók til máls Sveinn Agnars-
son sem fjallaði um framlegð fjár-
magns og vinnuafls í sjávarútvegi.
Einföld og hlutlæg umfjöllun þar
sem Sveinn gerði grein fyrir hag-
ræðingu í greininni og hlutfalls-
legri verðmætasköpun. Síðan kom
röðin að Birgi Þór Runólfssyni en
hann fjallaði um kvótakerfið og
byggðaþróun. Hann birti niður-
stöður gagnaúrvinnslu byggðrar á
tímaröðum talna um mannfjölda, at-
vinnu og sjávarútveg, með áherslu
á Vestfirði. Eindregin niðurstaða
hans var sú að ekki væri hægt að
sjá nein tengsl milli hnignunar
strjálla byggðarlaga og innleiðingar
kvótakerfisins. Máli sínu til stuðn-
ings vísaði hann í lokaorðunum til
niðurstaðna skýrslu Þjóðhagsstofn-
unar frá árinu 2000 um stjórnkerfi
fiskveiða og byggðaþróun. Í þeirri
skýrslu segir þó að spurningunni
um þessi tengsl sé ósvarað, ekki að
það séu engin tengsl. Tvennt stakk
mig við niðurstöðu Birgis. Annars
vegar það að gögn hans hvorki sönn-
uðu né afsönnuðu að tengsl væru
milli innleiðingar kvótakerfisins og
byggðaröskunar. Þau sýndu í raun
bara margbrotinn veruleika sjávar-
byggða. Hann hefði væntanlega
fengið einhverja niðurstöðu hefði
hann keyrt saman gögnin fyrir ein-
stök bæjarfélög á Vestfjörðunum.
Hins vegar virtist hann ekki taka
með í reikninginn vinnu annarra
fræðimanna og stofnana sem hafa
fjallað um áhrif kvótakerfisins á
byggðaþróun, þá sérstaklega með
aðferðum félagsfræða. Íslenskir
og erlendir fræðimenn hafa fjallað
um þetta, en í fræðaheiminum er
það þekkt að „aukaverkanir“ af inn-
leiðingu kvótakerfis, með framselj-
anlegum fiskveiðiheimildum, eru
meðal annars byggðaröskun, sér-
staklega í strjálbýlum byggðarlög-
um sem eru háð útveginum. Íslensk
stjórnvöld hafa gert sér grein fyrir
neikvæðum áhrifum kvótakerfisins
á margar sjávarbyggðir landsins og
gripið til aðgerða, t.d. með innleið-
ingu byggðakvóta og strandveiða.
Því miður hafa samt stjórnvöld
lagt litla áherslu á að þetta mál sé
skoðað á heildstæðan hátt. Hag-
fræðingar hafa einnig komið inn á
þetta, en í skýrslu Hagfræðistofn-
unar um þjóðhags-
leg áhrif aflareglu
frá árinu 2007 má
lesa að hvarf kvóta
úr strjálum byggð-
um landsins hefur
í för með sér mikla
byggðaröskun. Það
sætir því furðu að
Birgir taki ekki til-
lit til fyrirliggjandi
þekkingar á þessu
sviði, eins og venja
er í allri þekkingar-
öflun á háskólastigi.
Á sama tíma gerir
hann sig sekan um
alhæfingu á grunni
órökstuddra niður-
staðna.
Útúrsnúningur
og rökleysa
Að lokum tók Ragnar Árnason
til máls og bar erindi hans heitið
„Upptaka kvótaréttinda – Skattur
á byggðir“. Þar setti Ragnar upp
reikningsdæmi með ákveðnum for-
sendum sem áttu að vera vísun til
raunveruleikans. Hann setti upp
dæmi þar sem stjórnvöld hafa inn-
kallað kvótann og gríðarlegir fjár-
munir myndu ekki bara tapast við
þá ákvörðun heldur myndu um-
breytast í skatt á landsbyggðina.
Ragnar minntist ekkert á í erindi
sínu að samfara umræðunni um
innköllun aflaheimilda hefur ver-
ið fjallað um að handhöfum kvóta
verði bættur kvótamissirinn, ann-
að hvort með bótum eða með því að
aflaheimildunum verði strax endur-
úthlutað til fyrirtækjanna. Í upphafi
gerði Ragnar grein fyrir núverandi
dreifingu aflahlutdeildar á milli
svæða, en hún er, að frátöldum 8%,
fyrir utan höfuðborgina. Með því
fékk hann út að sjávarútvegurinn
væri að mestu stundaður á lands-
byggðinni og virði aflahlutdeildar
væri forsenda atvinnu og lífsafkomu
fólksins þar. Hann gaf sér síðan að
verðmæti allrar aflahlutdeildar væri
450-500 milljarðar. Út frá heildar-
verðmæti aflahlutdeildar og dreif-
ingu aflahlutdeildar á landinu reikn-
aði hann virði aflahlutdeildar fyrir
mismunandi svæði og bæi. Í fram-
haldinu reiknaði hann virði afla-
hlutdeildar fyrir hvern einstakling
á landsbyggðinni og í ákveðnum
byggðakjörnum og bakfærði það
sem skuld við innköllun aflaheim-
ilda. Niðurstaða Ragnars var sú að
með innköllun aflaheimilda myndi
af laheimildaverðmæti umbreyt-
ast í háar neikvæðar fjárhæðir eða
háan skatt á hvern einstakling á
landsbyggðinni og þá sérstaklega
í ákveðnum byggðakjörnum. Skatt-
byrðin, eða tapið, væri mest fyrir
íbúa helstu útgerðarbæja landsins,
frá nokkrum hundruðum þúsunda
upp í tugi milljóna króna.
Það er augljóst að forsendur
reikningsdæmis um innköllun
kvóta eiga að taka mið af mögu-
legum stjórnvaldsaðgerðum til að
tryggja rekstraröryggi greinarinnar
og hagsmuni þjóðarinnar. Síðan er
hægt að reikna tap eða hagnað þjóð-
arinnar vegna þeirra aðgerða. Að
setja upp reikningsdæmi þar sem
innköllun kvótans er túlkuð sem
há skattbyrði á hvern núlifandi ein-
stakling á landsbyggðinni er útúr-
snúningur og rökleysa.
Hlutlaus og upplýst umræða í
háskólum
Nafngiftin sem hópurinn hefur
valið sjálfum sér: „Áhugahópur
háskólamanna um sjávarútvegs-
mál“ er villandi því að hópurinn
er í raun lokaður hópur nokkurra
Sigríður Ólafsdóttir
sérfræðingur á sviði auðlinda-
stjórnunar haf- og strandsvæða
og stundakennari við líf- og
umhverfisvísindasvið HÍ
44 viðhorf Helgin 8.-10. apríl 2011