Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 52
52 heilsa Helgin 8.-10. apríl 2011                                         ­     €‚   ƒ­­­„…†… CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS – Lifið heil Fyrir þig í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 43 84 0 3/ 11 Multidophilus Öflug samsetning mjólkursýrugerla fyrir meltinguna. Viðheldur góðri þarmaflóru. Gott á álagstímum og í ferðalagið. Þ að vefst eflaust fyrir mörgum hvernig þeir eigi að taka fyrsta skrefið í átt að grænni og lífrænni lífsstíl, en ótrúlegt en satt þá er það í raun sáraeinfalt. Það leikur enginn vafi á því að þegar þú stígur þín fyrstu skref í átt að grænna líferni þá skilar það sér margfalt til samfélagsins og lífsgæði þín aukast. Þú getur stuðlað að mörgum samfélags- legum undraverkum með því einu að taka lífrænt vottaðar vörur fram yfir hefðbundnar. Lífræn ræktun snýst nefnilega ekki eingöngu um þína eigin heilsu heldur umhverfisvernd, dýravernd og samfélagslega ábyrgð; nokkuð sem snertir bæði þig og afkomendur þína. Við viljum flest skila jörðinni til komandi kyn- slóða í að minnsta kosti ekki verra ástandi en þegar við tókum við henni. Breyting með börnum Margir hefja sinn eigin græna og lífræna lífsstíl þegar þeir eignast börn enda vilja foreldrar börnum sínum allt það besta. Börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir auk- og eiturefnum í vörum og umhverfi. Hreint, líf- rænt fæði er þeim ómetanlegur grunnur að góðri heilsu sem þau munu búa að allt sitt líf. Holle-barnamatur er eingöngu framleiddur úr hágæða lífrænt vottuðum hráefnum, sem er sennilega ástæða þess að Holle er eins vinsælt meðal foreldra og raun ber vitni. Holle framleiðir meðal annars grauta úr heilu korni, þurrmjólk, ávaxta- og grænmetismauk og olíublöndu sem er sérstaklega sniðin fyrir unga- börn. Lífræn vottun Holle er hin svokallaða Demeter- vottun sem er ein sú strangasta sem um getur. Umhverfisvæn vorhreingerning Vorhreingerningin getur breyst í umhverfisvernd með því að velja lífrænt vottaðar og umhverfisvæn- ar hreingerningarvörur frá Sonett sem innihalda eingöngu hreinsiefni unnin úr jurtahráefnum og eru þess vegna 100% niðurbrjótanleg í náttúrunni. Í Sonett-línunni eru allar þær hreinlætisvörur sem þú þarft á heimilinu eins og hreinsilegir, uppþvottalögur, þvottaefni, handsápur og ullar- og silkisápur. Að lokum má nefna snyrtivörurnar sem eru einnig mikilvægar í grænum lífsstíl en Dr. Hauschka og Lo- gona framleiða hágæða, lífrænt vottaðar snyrtivörur sem henta allri fjölskyldunni, þ.m.t. förðunar- og húð- hreinsivörur, sápur, olíur og vörur fyrir tannhirðu bæði fyrir börn og fullorðna. Úrvalið er mikið og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og um leið sneitt hjá skaðlegum paraben-efnum og öðrum krabbameinsvaldandi og hormónatruflandi efnum sem eru algeng í hefðbundnum snyrtivörum. Við höfum öll gott af því að takmarka magn eitur- efna í umhverfi okkar og líkama. Tökum fagnandi á móti grænum apríl og tökum áskoruninni um að gerast umhverfisvænni og lifa heilbrigðara lífi árið um kring. T íbesku goji-berin eða úlfaber, eins og þau eru nefnd á íslensku, hafa verið notuð í lækningaskyni víða í Asíu í þúsundir ára. Talið er að andoxunarefnið polys- accharides í berjunum styrki frumurnar, og þar með ónæmis- kerfið, á undraverðum hraða. Berin eru talin veita mikla orku, draga úr þreytueinkenn- um og auka almenna vellíðan. Þess vegna eru þau stundum kölluð hamingjuber. Einnig er talið að þau stuðli að betri svefni og aukinni kynhvöt. Berin er nú hægt að nálgast í flestum stórmörkuðum á Ís- landi. Auk andoxunarefnisins polysaccharides innihalda berin 500 sinnum meira C-vítamín en appelsínur, mjög hátt magn af karótíni, fjölda B-vítamína, E-vítamín og 18 amínósýrur. Í berjunum er mikið af stein- efnum eins og sink, járn, kopar, kalk, selen og fosfór. Hægt er að borða tíbesku goji-berin beint úr pakkning- unni eða blanda þeim út í morg- undrykkinn eða morgunkornið. Mælt er með því að fólk borði daglega u.þ.b. 2-3 grömm, sem eru ca. 20-40 ber. –þt Hamingjuber auka kynhvöt Myndatexti: Goji-ber teljast nú til svokallaðrar ofurfæðu en þau eru talin auka orku og almenna vellíðan. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images Berin eru talin veita mikla orku, draga úr þreytuein- kennum og auka almenna vellíðan.  Kynning Lífrænn LífsTíLL með YggdrasiL Veldu grænu leiðina allt árið um kring Holle-barnamatur er framleiddur úr lífrænt vottuðum hráefnum. Sonett hreingerningarvörurnar innihalda eingöngu hreinsiefni unnin úr jurtahráefnum og eru þess vegna 100 prósent niðurbrjótanleg í náttúrunni. HELGARBLAÐ Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.