Fréttatíminn - 08.04.2011, Page 53
matur 53
www.66north.is
UMMÆLIN SEGJA SITT
Tískusýning 66°NORÐUR í New York
WINNER
2011
Skannaðu kóðann
“Útivist
arfatnað
urinn frá
66°NOR
ÐUR er
fallegur
,
þægile
gur og h
agnýtur
...”
(www.he
rcampu
s.com)
Matur og einbeiting
Ef þú skoðar tölvupóstinn þinn eða
horfir á sjónvarpið um leið og þú
borðar er líklegt að þú borðir meira
yfir daginn en þú annars myndir gera.
Þetta kemur fram í nýrri, bandarískri
rannsókn. Tveir hópar voru skoðaðir;
annars vegar fólk sem var truflað við
að borða og hins vegar fólk sem ein-
beitti sér algerlega að matnum. Hálf-
tíma eftir máltíð mundi fyrri hópurinn
með naumindum hvað var í matinn og
fann auk þess mun fyrr til svengdar en
seinni hópurinn.
Meiri hreyfing gæti
fyrirbyggt þunglyndi
Fjöldi rannsókna sýnir að hreyfing
hefur jákvæð áhrif á þunglyndi. Nú er
komið í ljós að regluleg hreyfing gæti
haft fyrirbyggjandi áhrif á þunglyndi.
Þetta eru niðurstöður viðamikillar
rannsóknar á vegum dönsku lýðheilsu-
stofnunarinnar þar sem fylgst var með
heilsufari 18 þúsund Dana í 26 ár. Það
er 1,8 sinnum líklegra að konur sem
hreyfa sig minna en tvo tíma vikulega
fái þunglyndi en konur sem hreyfa sig
fimm tíma eða meira á viku. Fyrir karla
er þessi stuðull 1,4.
Tómatur
Tomatl er úr máli Nahuatl-indíána en
tómaturinn er upprunninn í Suður-
Ameríku og er ekki grænmeti heldur
ber. Talið er að byrjað hafi verið að
rækta hann fyrir um 3.000 árum en þó
bendir ýmislegt til þess að hann hafi
upphaflega breiðst út sem illgresi á
bauna- og maísökrum.
Talið er að Nahuatl-indíánar hafi notað
tómatinn aðallega í sósur og að Evrópu-
búar hafi fyrst kynnst þessu rauða beri
á 16. öld. Samkvæmt
heimildum er
vitað um tómatinn
á Suður-Ítalíu í
kringum 1522. Fyrst
var hann kallaður
ástarepli, Perúepli
eða gullepli.
Tómaturinn var
ræktaður sem
skrautjurt og skor-
dýrafæla en hann var talinn vera eitrað-
ur og geta orsakað gigt og krabbamein
og jafnvel óseðjandi kynhvöt.
Tómatar voru ekki borðaðir hráir og
í bandarískri matreiðslubók frá árinu
1848 stendur að sjóða skuli þá ekki
skemur en í þrjár klukkustundir.
Í tvær aldir voru það aðallega Spán-
verjar og Ítalir sem borðuðu tómata í
Evrópu en Norður-Evrópubúar fóru að
gæða sér á þeim seint á 19. öld.
Samkvæmt heimildum er vitað að
tómatsalat hafi verið í boði í brúðkaups-
veislu á Íslandi árið 1899.
(Heimildir fengnar úr bókinni Matarást.) -SJ