Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Page 60

Fréttatíminn - 08.04.2011, Page 60
60 bíó Helgin 8.-10. apríl 2011 A Woman, a Gun and a Noodle Shop var frum-sýnd í Kína í desem- ber í fyrra og þykir marka ákveðin tímamót á glæstum ferli leikstjórans þar sem hér er á ferðinni kolsvört kómedía en Zhang Yimou hefur hing- að til látið grínið eiga sig. Myndin var frumsýnd á al- þjóðavettvangi á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín þar sem hún var tilnefnd til Gullbjörnsins. Zhang notaði tilefnið til að upplýsa að Co- en-bræður hefðu sent honum bréf, eftir að hafa séð mynd- ina, þar sem þeir lýstu mikilli ánægju með nálgun hans á Blood Simple. Blood Simple gerðist í Tex- as þar sem Joel og Ethan mat- reiddu býsna klassíska film noir-sögu eins og þeim einum er lagið. Þar réð ríkur en af- brýðisamur maður gerspillt- an einkaspæjara til að myrða ótrúa eiginkonu sína og við- hald hennar en ekkert fór eins og ráð var fyrir gert. Zhang færir söguna frá Texas til lítils eyðimerkurbæjar í Gansu-hér- aði í Kína og nú er það Wang, eigandi núðluhúss, sem legg- ur á ráðin um að koma eigin- konu sinni og elskhuga henn- ar fyrir kattarnef. Zhang Yimou hóf feril sinn sem leikstjóri árið 1987 með Red Sorghum með kínversku leikkonunni Gong Li í aðal- hlutverki. Myndin markaði upphaf á löngu og farsælu samstarfi leikstjórans og leikkonunnar auk þess sem myndin var ausin lofi gagn- rýnenda. Myndin hlaut Gull- björninn í Berlín 1988 en Yimou hefur síðan þá verið iðinn við kolann þegar verð- laun eru annars vegar. Myndir hans Ju Dou (1990) og Raise the Red Lantern (1991) voru báðar tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin og Rauði lampinn vann til verðlauna í Feneyjum, Cannes, Berlín og víðar. Gong Li lék Songlian, aðalpersónu Rauða lampans sem var fjórða myndin sem hún lék í fyrir Yimou. Þegar Songlian er 19 ára missir hún föður sinn og neyðist til að giftast manni sem á nokkrar konur fyrir. Alltaf þegar karl- inn hefur ákveðið með hverri kvenna sinn hann ætlar að eyða nóttinni er rauður lampi hengdur upp fyrir framan vistarverur hennar. Allar keppa þær um athygli eigin- mannsins og beita ýmsum brögðum til að ná lampanum. Þrautseigja kínversks al- þýðufólks í andstreymi og erfiðleikum er Yimou algengt yrkisefni auk þess sem lita- notkun hans þykir sérstak- lega úthugsuð og heillandi. Í seinni tíð hefur hann vakið mikla og verðskuldaða athygli fyrir bardagalistamyndirnar Hero og The House of Flying Daggers. Hero skartar kín- verskum stórstjörnum á borð við Jet Li, Maggie Cheung, Tony Leung Chiu-Wai . Þetta er mikill miðaldahasar sem greinir í endurliti frá því hvernig einn maður leggur þrjá leigumorðingja að velli og bjargar lífi valdamesta manns landsins. Hero var frumsýnd í Kína 2002 en var ekki sýnd í Bandaríkjunum fyrr en tveimur árum seinna og sló í framhaldinu í gegn í hinum vestræna heimi. Leikstjórinn fylgdi velgengni Hero eftir með annarri epískri bardaga- mynd. House of Flying Dag- gers greindi frá hárbeittum og skæðum ástarþríhyrningi. Gagnrýnendur tóku myndinni opnum örmum og fögnuðu litadýrð myndarinnar sem þótti greinilegt afturhvarf til eldri mynda leikstjórans. Eins og fyrr segir kemur A Woman, a Gun and a Noodle Shop dálítið á skjön við öll fyrri verk Zhangs en honum þykir almennt takast vel upp í spennugríninu í núðluhúsinu.  blood Simple Færð Frá TexAS Til KínA  bíódómur SucKer punch  FrumSýndAr  Blóðug núðlusúpa Hinir mögnuðu Coen-bræður stimpluðu sig hressilega inn með frumraun sinni, Blood Simple, árið 1984. Myndin er í miklu uppáhaldi hjá kínverska leikstjóranum Zhang Yimou (Hero, The House of Fly- ing Daggers) sem flutti atburðarás bræðranna frá Texas til Kína í mynd sinni A Simple Noodle Story eða A Woman, a Gun and a Noodle Shop. Sýningar á myndinni hefjast í Bíó Paradís í dag, föstudag. Z ack Snyder hefur sem leik-stjóri sýnt og sannað að hann er alveg með hið sjónræna á hreinu og er alveg „rosalega visjú- allí kúl“ eins og markhópur Sucker Punch myndi líklega orða það. Sny- der fór hamförum í mögnuðu mynd- máli í Watchmen og 300 enda varla við öðru að búast þar sem báðar þessar annars ágætu myndir voru gerðar eftir meiriháttar myndasög- um mikilla höfðupáfa þeirrar list- greinar, Alans Moore og Franks Miller. Hingað til hefur Snyder byggt myndir sínar á eldri verkum stærri spámanna en í Sucker Punch vinn- ur hann með eigið handrit, sem því miður er veikasti hlekkurinn í þess- um hressilega bræðingi tölvuleikja, myndasögu og bíómyndar sem er bragðbættur með öllum helstu klisjum sem þekktar eru í þessum bransa. Samt er engin ástæða til að kvarta þar sem Sucker Punch er töff mynd þar sem flottar píur takast á við upp- vakninga, vélmenni og alls konar aðra óáran í leit sinni að fimm hlut- um sem sameinaðir geta opnað þeim leið út af geðveikrahæli þar sem þær dúsa og eiga illt eitt í vændum. Það er meira að segja boðið upp á bardaga með gellu í köflóttu skólastelpupilsi sem nær varla niður fyrir rasskinnar. Klisjur eru klisjur vegna þess að þær eru skemmtilegar. Fyrir hópnum fer Baby Doll, sem bíður þess að verða heilaþvegin að undirlagi vonds stjúpa síns og á flótta frá illum örlögum virkjar hún magn- að hugarflug sitt og kippir með sér öflugum liðsauka í nokkrum þján- ingarsystra sinna. Söguþráðurinn er brjáluð þvæla, enda á flóttaævintýri stúlknanna sér aðeins stað í hugarheimi þeirra, þangað sem þær leita í sameiningu til þess að flýja ömurleika hælisins og tölvuspilið sem þær bjóða upp á brúar illa bilið milli ímyndunar þeirra og raunveruleika. En flott er þetta. Þórarinn Þórarinsson Í Source Code leikur Jake Gyllenhaal herforingjann Colter Stevens sem tekur þátt í hátæknilegri tilraunastarf- semi yfirvalda sem felst í því að senda hann aftur í tíma til þess að reyna að koma í veg fyrir hryðjuverk. Tækni þessi, svokallað source code, gerir það mögulegt að koma Stevens fyrir í líkama manns um borð í lest sem hryðju- verkamaður mun sprengja innan átta mínútna. Verkefni hans er að finna sprengju- manninn og taka hann úr umferð áður en hann nær að fremja illvirkið og koma Barney’s Version Paul Giamatti leikur Barney Panofsky, sjónvarpsframleiðanda sem hefur komið víða við á ævi sinni. Hann hefur ekki verið við eina fjölina felldur í kvennamálum og alla tíð verið drykkfelldur, kjaftfor, fram- hleypinn og hrifnæmari en góðu hófi gegnir, sem sést ágætlega á stöðugri leit hans að hinni einu réttu. Hann rifjar upp lífshlaup sitt þegar hann er 65 ára, eftir að nýliðnir atburðir hafa neytt hann til að setja alla fortíð sína í samhengi við stöðuna í lífinu. Aðrir miðlar: Imdb: 7,4 Rotten Tomatoes: 79% Metacritic: 67/100 ... dálítið á skjön við öll fyrri verk Zhangs en honum þykir almennt takast vel upp í spennugrín- inu í núðlu- húsinu. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Eiginkonan í núðluhúsinu gefst ekki upp fyrir leiðinlegum karli sínum fyrr en í fulla hnefana. Your Highness James Franco leikur Fabious prins. Þegar tilvon- andi eiginkonu hans er rænt leggur hann upp í leiðangur til að bjarga henni, ásamt letingjanum og aumingjanum bróður sínum, Thadeous (Danny McBride). Thadeous hefur alla sína tíð verið land- eyða og ræfill sem lepur bjór og eltist við stelpur á meðan bróðir hans fremur hverja hetjudáðina af annarri, en þarf nú loks að rífa sig upp á rassgatinu og sýna hvað í honum býr. Aðrir miðlar: Imdb: - Rotten Tomatoes: 50% Metacritic: - Groundhog Day terroristabanans Klikkaðar klisjur Natalie Portman mundar bogann í Your High- ness. þannig í veg fyrir röð yfirvofandi hryðjuverka sem fylgja munu í kjölfarið. Í lestinni kynnist hann Christinu en nær ekki að koma í veg fyrir sprenginguna. Hann er því sendur aftur og aftur í sama verkefni og verður stöðugt hrifnari af Christinu. Hann ákveður því að bjarga lífi hennar þegar hann sannfærist um að honum takist ekki að stöðva ill- virkjann. Aðrir miðlar: Imdb: 8,1 Rotten Tomatoes: 90% Metacritic: 73/100 Eltu @leodicaprio Íslenskir íþróttafréttamenn hafa undanfarið hrúgast inn á samskiptavefinn Twitter.com þar sem þeir ausa grimmt úr grunnum skálum visku sinnar. Þar fer líka Charlie Sheen mikinn og fjöldinn allur af öðru forvitnilegu fólki. Hollywood-liðið er frekt til fjörsins á Twittinu og kvikmyndatíma- ritið Empire hefur tekið saman lista yfir bíólið sem er þess vel virði að elta á Twitter. Leon- ardo DiCaprio er þar ofarlega á blaði en hann twittar bæði um verkefni sín í kvikmyndum og umhverfisvernd, sem á hug hans nánast allan. Empire segir miklar líkur á að Leo svari fólki á Twitter ef það er í náttúruverndargírnum. Þeir sem sækist hins vegar eftir sögum af Titanic geti gleymt því að fá svar. Baby Doll fer fyrir föngulegum vinkonum á ævintýralegum flótta um eigin hugarheima. Teppalagt tækifæri fyrir stigaganga. Verð frá 5.980 kr. per m2 ákomið. Vönduð og slitsterk, þétton teppi sem auðvelt er að þrífa. Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 533 5060 · Fax 533 5061 · www.stepp.is Bjóðum heildarlausnir, þegar endurnýja á gólfteppi í stigagöngum í fjölbýlis- og sambýlishúsum. Við mætum og gerum tilboð í efni og vinnu. Aðeins eitt símtal og málið er komið í gang. S te fá n ss o n & S te fá n ss o n

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.