Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Side 66

Fréttatíminn - 08.04.2011, Side 66
66 dægurmál Helgin 8.-10. apríl 2011  Plötuhorn Dr. Gunna (hugboð um) vandræði  Megas og Senuþjófarnir Megas og Senuþjófarnir eru flís og rass, samstarfið smurt og öruggt. Þetta er þriðja platan með frum- sömdu efni en tökulagaplata og tvöföld tónleikaplata hafa líka runnið frá þeim. Hugboðið er einföld og stælalaus plata, sautján lög á 50 mínútum. Það er ekki verið að finna upp Appelsínið í lagasmíðum eða útsetningum, sum lögin minna jafnvel á fyrstu plötu Megasar. Innan rammans er þetta þó fjölbreytt og skemmtileg plata sem sveiflast áreynslulaust frá galgopalegu kúkagríni til kaldhæðnislegra hugleið- inga um þjóðfélagsástand (t.d. í Gainsbourg-lega meistaraverkinu Með heftiplástur fyrir munninn). Það er mjög góður fílingur á plötunni og létt yfir textum Megasar. Gerðu þér nú greiða og nældu þér í eintak. Femme Fatale  Britney Spears Aumingja Britney. Maður hefur á tilfinn- ingunni að hún stjórni ekki alveg ferðinni sjálf, heldur sé her fólks sem geri hana út, svona eins og Elvis og Michael Jackson. Sjöunda platan hennar er þétt og skörp og her stúdíóspekinga býr til töff umgjörð. Á meðan rokkið er fast í fösspedalnum þróast hljóðheimur poppsins í takt við tæknina og er orðinn ansi framúrstefnulegur á köflum. Góð lög skipta þó öllu og hér eru þau í haugum, bæði kyn- þroska og krakkalegra stöff. Britney mætti róa sig í átótjúninu sem getur verið þreytandi, en allt í allt er þetta prýðilega plastaður popppakki í partíið. Credo  The Human League Hvað eiga popparar að gera þegar ellin færist yfir þá? Fá sér vinnu í bakaríi og láta yngra lið stæla sig og hirða upp- skeruna? Nei, segja The Human League sem eru mætt með níundu plöt- una og þá fyrstu síðan 2001. Poppað hljóðgerv- lasándið á bestu plötu flokksins, Dare frá 1981, var ferskt þegar það kom út, en síðan hafa allir, og ömmur þeirra, hirt úr þeim hljóðbanka. Credo minnir á gamla tíma, en með alltum- lykjandi nútímaslikju. Samspil söngvaranna þriggja, Phil Oakey, Joanne og Susan, ofan á beljandi syntapoppið, er uppskrift sem gengur upp hvað eftir annað í grípandi og vel sömdum lögunum. Þrjú núll fyrir Human! l istahátíð í Reykjavík verður haldin í tuttugasta og fimmta sinn dagana 20. maí til 5. júní og venju samkvæmt verð- ur mikið um dýrðir enda taka yfir fimm hundruð listamenn, erlendir og innlendir, þátt í um fjörutíu við- burðum víðs vegar um borgina. „Miðasalan er komin á fulla ferð þannig að það er allt að gerast og rosalega mikil og góð sala á marga viðburði,“ segir Hrefna Haralds- dóttir, stjórnandi Listahátíðar. „Það er til dæmis nánast uppselt á stóra tónleika með Jonasi Kauf- mann og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands í Hörpu og einnig á Ojos de brujo sem er spænskt stuðband og verður líka í Hörpu. Þá er líka að verða uppselt á Ólöfu Arnalds og Skúla Sverrisson og annað fer mjög vel af stað.“ Dagskrá Listahátíðar er fjöl- breytt og svo yfirgripsmikil að ekki er fræðilegur möguleiki að komast yfir allt það sem í boði verður. „Fólk náttúrlega velur úr og það er von okkar að allir geti fundið eitthvað sem þeir telja sig ekki mega missa af. Og þá ekki síður að þessir viðburðir skilji eitt- hvað eftir og að fólk verði betri manneskjur fyrir vikið, eins há- stemmt og það nú hljómar.“ Hrefna segir tónlist vera mjög áberandi á hátíðinni að þessu sinni. „Það liggur svolítið í hlutar- ins eðli þar sem Harpa kemur til sögunnar rétt vikunni fyrir Listahátíð. Þannig að við verðum með sjö tónleika í Hörpu í öllum sölum hússins. Allar gerðir. Popp og dægurtónlist, íslensk og erlend og stórar stjörnur í klassíkinni. Bæði tenórinn Jonas Kaufmann og bandaríska ljóðasöngkonan Barbara Bonney.“ Hrefna segir útlenda listamenn hafa mjög mikinn áhuga á því að koma fram á Listahátíð í Reykja- vík. „Við fáum fjölda fyrirspurna, nánast dag hvern, allt árið um kring, frá listafólki og umboðs- mönnum þannig að hátíðin er mjög vel kynnt. Hún er líka komin á fimmtugsaldurinn, varð fertug í fyrra, og hefur bara getið sér gott orð.“ Hrefna segir einnig að Ísland og Reykjavík laði að sem fyrr og skipuleggjendur Listahátíðar finni lítið fyrir áhrifum þeirra áfalla sem landið hefur orðið fyrir á al- þjóðavettvangi. „Við finnum ekki mikinn mun á því. En auðvitað hefur allt orðið miklu dýrara fyrir okkur að flytja inn eins og gefur að skilja. Það er breytt landslag að mörgu leyti í því samhengi en þá þarf einhvern veginn að leita allra leiða og nýrra lausna til þess að geta flotta og alþjóðlega hátíð. Og þar leggjast bara allir á eitt,“ segir Hrefna sem má vel við una í ljósi fjölbreyttrar dagskrár og mikils áhuga á því sem í boði verður í Reykjavík snemmsumars. Dagskrá Listahátíðar og allar frekari upplýsingar má finna á vef hátíðarinnar, www.listahatid.is. toti@frettatiminn.is  listahátíð í reykjavík allt að Gerast Eitthvað mann- bætandi fyrir alla Fólk náttúrlega velur úr og það er von okkar að allir geti fundið eitthvað sem þeir telja sig ekki mega missa af. Jonas Kaufmann er einn fremsti óperusöngvari samtímans og tónleika hans í Hörpunni er beðið með eftirvæntingu. Ljósmynd/Mathias Bothor/Deutche Grammophone HELGARBLAÐ Sími 531 3300 RAKVÉL & SKEGGSNYRTIR Sölustaðir: og öll betri apótek Lyf & heilsa Við hlustum! LYFJA Lifið heil skegg snyrtir rakstur Á s k r i f t í síma 578-4800 og á w w w.rit.is Tryggðu þér eintak á næsta blaðsölustað SCHMENGER SCHUHMANUFAKTUR KENNEL NÝ SKÓSENDING

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.