Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1966, Side 61

Læknablaðið - 01.08.1966, Side 61
LÆKNABLAÐIÐ 175 höfundar kunna að meta þessa stefnu og hið mikla starf, sem innt er af hendi henni til fram- gangs. En hrognamál lækna hefur verið og er meðal erfiðustu drauga við að tuskast. Jafnvel í fræðiritum stórþjóða, sem eiga sér langa hefð í læknamáli og þjálfað tungutak um flest ný þekkingarsvið, er þetta vandamál sífellt að skjóta upp kollinum. En átökin við drauginn verða ekki umflúin, ef halda á við eðlilegu sambandi við lesendur með voldugum mætti „ástkæra ylhýra málsins“. Til þess að styrkja sambandið við lesand- ann er ekki til önnur leið en vandað og skýrt mál. Að öðrum kosti þrengist um hvert mál- efni og það fær ekki víðari vettvang en nemur tölu þeirra, sem hrognamálið skilja, og sú tala lesenda getur minnkað nið- ur í einn mann og tæplega það. Þessi orð eru ekki sögð til að kasta rýrð á neinn einstak- an, enda víðast hvar pottur brotinn. Hafi lent í miklum átökum við drauginn (svo að líkingunni sé haldið) og sá, sem hann átti, verið í útlöndum, svo sem stundum ber til, og þess vegna ekki til viðræðu um það, hvaða tökum eigi að beita, verða stundum nokkur mistök í glím- unni. Nærtæk dæmi um slíkan viðburð eru tilgreind í bréfi frá Guðmundi Guðmundssyni lækni, sem birtist hér í blaðinu. En þótt allar athugasemdir hans væru réttar og réttmætar taldar, segja þær samt ekki meira en brot af þeirri sögu — og frá einni hlið. — Annars má vera, að rætt verði nánar um þetta vandamál í blaðinu á næstunni. BÓKARSPJALL — framhald af 192. bls. 18. kafli er um líffræðilegar ákvarðanir lyfja. Enn er það svo, að allmörg lyf, t. d. digitalis og insúlín, eru ákvörðuð líffræðilega. Höfundur rekur meginatriði slíkra ákvarðana og skýrir staðtöluleg- ar reikningsaðferðir, sem nauðsynlegar eru við mat niðurstöðutalna. Því miður virðist hér á landi skorta alvarlega á, að læknastúdentum séu kennd einföldustu atriði staðtölureiknings. Er það mikið mein, sem óhjákvæmilega verður að bæta úr hið fyrsta. Að lokum er kafli um helztu skammstafanir, er efni bókarinnar varða, kafli um heimildir og atriðaskrá. Dr. Schou ritar skýrt mál og skorinort, og ber bókin þess vitni. Yfir bókinni er hressilegur andi. Efnislega á hún drjúgt erindi til lækna, yngri sem eldri. Þá er bókin læknastúdentum hið rnesta þarfa- þing. Raunar ætti að nýta hana við kennslu læknastúdenta, enda er ekki annarra bóka völ, er okkur henti betur. Er og vandséð, að kom- izt verði hjá að nota bókina sem hjálpargagn við kennslu í lyfjafræði i læknadeild.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.