Læknablaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ
GEFIÐ ÚT AF LÆ K NAF É LAG I ÍSLANDS
O G L/EKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR
Aðalritstjóri: Olafur Jensson. Meðritstjórar: Magnús Ólafsson og
Þorkell Jóhannesson (L.Í.), Ásmundur Brekkan og Hrafn Tulinius (L.R.)
54. ÁRG. REYKJAVÍK, APRÍL 1968 2. HEFTI
JÓNAS SVEINSSON
LÆKNIR
IIM MEMORIAM
Hann var fæddur að Ríp í Hegra-
nesi 7. júlí 1895, sonur lijónanna
séra Sveins Guðmundssonar (f. 13.
jan. 1869, d. 2. marz 1942), prests
þar, og konu lians, frú Ingibjargar
Jónasdóttur (f. 21. júní 1866, d.
30. apríl 1956), Guðnnmdssonar,
kennara við Lærðaskólann, en síðar
prests að Staðarhrauni. Séra Jónas
var talinn mikill gáfumaður. í
móðurætt var Ingibjörg, móðir
Jónasar læknis, komin af Skarðs-
ætt, en sú ætt er alkunn.
Séra Sveinn, faðir Jónasar, var
fyrst prestur að Ríp, þá að Goð-
dölum, síðan í Staðarhólsþingum
í Dölum og loks að Arnesi í Trékvllisvík. Hefur þvi Jónas heitinn,
sem ólst upp með foreldrum sínum, kynnzt mörgum ólíkum liér-
uðurn og ólíku fólki, en slikt hefur eflaust verið þroskandi fyrir
drenginn.
Jónas settist í Menntaskólann i Reykjavík, þegar hann hafði
aldur til, og brautskráðist þaðan 25. júni 1917. Embættisprófi í
læknisfræði frá Háskóla Islands lauk hann 18. júní 1923.