Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 72

Læknablaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 72
88 LÆKNABLAÐIÐ um stöðu þessa. Leitaði stjórn L. R. staðfestingar á þessu hjá dómsmála- ráðuneytinu og fékk hana. Skömmu síðar kom hins vegar í ljós, að fjórði læknirinn, búsettur í Reykjavík, hafði einnig sótt um stöðu þessa án þess að láta þess getið við stjórn L. R. Stjórn L. R. fór fram á það við umsækjendur, að þeir settu fyrir- vara um launakjör og létu þess getið í umsóknum sínum um stöðu þessa. Þeir þrír umsækjendur, sem vitað var um, settu þennan fyrir- vara skv. tilmælum stjórnar L. R., og sömuleiðis sá fjórði, er vitað var um umsókn hans. Er samkomulag hafði náðst um laun yfirlækna, sendi dómsmála- ráðuneytið umsækjendum skeyti, þar sem þess var farið á leit, að þeir afturkölluðu fyrirvara sinn um stöðuumsóknirnar, þar eð sam- komulag hefði náðst um launakjör yfirlækna. Tveir umsækjendurnir, þeir er búsettir voru erlendis, afturkölluðu þá fyrirvarann, en hinir tveir höfðu ,samráð við stjórn L. R., og í samráði við hana var fyrirvari þeirra látinn standa og þess farið á leit við hina umsækjendurna, að þeir settu fyrirvara að nýju. Annar umsækjandinn, Brynleifur Stein- grímsson, varð við þessum tilmælum Læknafélags Reykjavíkur, en hinn umsækjandinn, Hrafnkell Helgason, neitaði að setja fyrirvara aftur. Svo sem kunnugt er, var Hrafnkeli veitt yfirlæknisstaðan, en hann fékk þá ,strax leyfi frá störfum í eitt ár. Stjórn L. R. telur, að Hrafnkell Helgason hafi með því að neita að endurnýja fyrirvara sinn gengið gegn samþykktum og stefnu Lækna- félags Reykjavíkur. Hins vegar er Hrafnkell ekki félagi í Læknafélagi Reykjavíkur, og hefur félagið því ekki yfir honum neina lögsögu, fyrr en hann sezt að á félagssvæðinu. Læknaklaðið Útgáfa blaðsins hefur gengið allvel á árinu 1967. Stundum hefur orðið nokkur töf á því, að blaðið kæmi út á réttum tíma. Þetta er sérstaklega bagalegt m. t. t. stöðuauglýsinga, sem eðlilegt er að komi í blaðinu. Úr þessu hefur ritstjórnin reynt að bæta og mun kappkosta að koma blaðinu út á réttum tíma, þótt einstök hefti verði misstór. Auka hefur þurft eintakafjölda upp í 700, svo að nokkuð væri handbært af upplagi hvers tölublaðs. Þetta, auk hækk- unar á fleiri kostnaðarliðum, gerir það óhjákvæmilegt að hækka aug- lýsingaverð blaðsins, sem hefur of lengi haldizt óbreytt. Af efni blaðsins mættu félagsmálaskýrslur læknafélaganna af ýmsu tagi minnka að mun, en fræðigreinar lækna aukast að sama skapi. Misjafnlega gengur að halda í horfinu þeirri góðu og reyndar sjálfsögðu venju að birta eftirmæli um sérhvern látinn starfsbróður. Um fjármál Læknablaðsins er það að segja, að áskriftarverð og auglýsingataxti hafa staðið í stað undanfarin tvö til þrjú ár, þrátt fyrir hækkun á kostnaði við blaðið, s. s. prentun, pappír og fleira. Af því leiðir, að fjárhagur blaðsins hefur verið með lakara móti, og hefur skrifstofa læknafélaganna t. d. ekki fengið neitt fyrir þá vinnu, sem hún hefur látið blaðinu í té, þ. e. a. s. fyrir afgreiðslu og auglýsinga- söfnun. En eins og kunnugt er, var áður sérstakur auglýsingastjóri ráðinn við blaðið, og fékk hann 10% af innkomnum auglýsingatekjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.