Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 83

Læknablaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 83
LÆKNABLAÐIÐ 97 Fundargerð læknaþings, sem haldið var í Domus Medica 27.-28. júlí 1967. FYRRI DAGUR Ólafur Bjarnason prófessor, formaður Læknafélags íslands (L.Í.), setti þingið fimmtudaginn 27. júlí kl. 13.30. Formaður nefndi sem fundarstjóra Tómas Helgason prófessor fyrri daginn og Gunnlaug Snædal seinni daginn. Baldur Johnsen var tilnefndur ritari. Síðan var gengið til dagskrár. Tók formaður fyrstur til máls og flutti skýringar við skýrslu Læknafélags íslands fyrir starfsárið 1966—1967. Þá var samþykkt að senda prófessor Meulengracht í Kaupmanna- höfn og fyrrverandi landlækni Dana, dr. Frandsen, símskeyti í tilefni þingsins, en þeir eru báðir heiðursfélagar Læknafélags íslands. Þá var samþykkt að senda Bjarna Snæbjörnssyni, starfandi lækni í Hafnarfirði, heillaóskaskeyti í tilefni 50 ára starfsafmælis hans í Hafnarfirði. Þessu næst var tekin til umræðu skýrsla Læknafélags íslands fyrir starfsárið 1966—1967. Fyrst var rætt um heildarskipulag heil- brigðismála. Ásmundur Brekkan reifaði málið. Aðrir, sem til máls tóku, voru þeir Árni Björnsson og Arinbjörn Kolbeinsson. Þá var rætt um stofnun Lífeyrissjóðs lækna. Arinbjörn Kolbeins- son reifaði málið eftir áskorun frá Árna Björnssyni. Umræðum um læknamiðstöðvar var frestað þangað til síðar á fundinum. Því næst var rætt um kjarasamninga lækna, og tóku til máls Ás- mundur Brekkan og Árni Björnsson. Bjarni Bjarnason gerði síðan grein fyrir reikningum vegna bygg- ingar Domus Medica, en vígsla hússins hafði farið fram 3. des. 1966. Til máls tók Arinbjörn Kolbeinsson. Læknaþingið þakkaði Bjarna Bjarnasyni vel unnin störf með lófataki. Þá var tekinn fyrir þriðji liður dagskrár: umræða um nýjan Codex Ethicus. Þeir Ólafur Björnsson, Páll Gíslason og Páll Sigurðsson höfðu samið frumvarpið milli þinga, og flutti Ólafur Björnsson framsöguræð- una. Að lokinni framsöguræðu tóku eftirfarandi læknar til máls og fluttu Ólafi þakkir og gerðu grein fyrir breytingartillögum: Sigmundur Magnússon, Arinbjörn Kolbeinsson, Matthías Kjeld og Tómas Helga- son. Enn fremur kvaddi Páll Gíslason sér hljóðs. Að lokum svaraði Ólafur Björnsson. Þá lýsti fundarstjóri yfir, að aðalfundur myndi taka við málinu til afgreiðslu. Þá var tekið til að ræða um læknamiðstöðvar, og reifaði Gísli Auð- unsson málið. Til máls tóku þeir Helgi Valdimarsson og Baldur John- sen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.