Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1969, Side 31

Læknablaðið - 01.04.1969, Side 31
LÆKNABLAÐIÐ 45 Páll Gíslason: ANEURYSMA AORTAE ABDOMINALIS Segja má, að þar til fyrir 16 árum liafi aðgerðir vegna ósæðar- hnúts (aneurysma aortae) verið óviðráðanlegar. Aðgerðir, svo sem endo-aneurysmorraphi, „virbinding“ og vafningar um ósæðar- hnútinn voru miklum erfiðleikum hundnar og báru ekki tilætlaðan árangur nema sjaldan. Gross sýndi fram á árið 1948, að hægt var að nota æðahúla úr líkum til að brúa bil milli slagæðastíflu.1 Árið 1951 framkvæmdi Dubost fyrsta brottnám (resectio) ósæðarhnúts og notaði „homografl“ til að setja í staðinn.2 Síðan hefur tíðni slíkra aðgerða verið mikil og vaxandi. Ber þar tvennt til: 1) Tíðni sjúkdómsins eykst með liækkandi aldri, og fleiri ná nú þeim aldri í þjóðfélaginu en áður og þurfa að- gerðar við. 2) Dánartíðni við aðgerðina hefur farið lækkandi jafnt og jætt og hefur þvi verið rýmkað um ástæður til að gera aðgerðina. Þetta er þó nokkuð umdeilt atriði meðal lækna, og skal greint nokkru nánar frá því. Horfur og afdrif sjúklinga Áhugi á ósæðarhnút (a. a. a.) fór mjög vaxandi, eftir að farið var að gera aðgerðir á honum. Estes skýrði 1950 frá afdrifum 102 sjúklinga frá Mayo Clinic með a. a. a., og voru 97 þeirra talin af „arteriosclerotiskum“ upp- runa.3 Fyrsta tafla sýnir niðurstöður hans. 42% dóu innan tveggja ára, en aðeins 18.9% voru á lífi eftir fimm ár, á móti 85% af sambærilegu fólki í þjóðfélaginu. 63% af sjúklingunum, þar sem vitað var um dánarorsök, dóu vegna þess, að ósæðarhnúturinn sprakk. Ilelmingur þeirra voru einkennalausir og enginn munur á þeim og hinum, sem höfðu einkenni að þessu leyti. Flestir hafa þó talið, að sjúklingar með einkenni væru í meiri hættu. Kampmeier skýrði áður frá 73 tilfellum, og voru flestir dánir innan sex mánaða frá byrjandi einkennum.4 Brindley skýrði frá 40 krufningartilfellum, og var meðaltími frá sjúkdómsgreiningu til dauða 27 mánuðir.5 Gliedmann skrifaði um 96 sjúklinga með a. a. a. og hliðar-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.