Læknablaðið - 01.04.1969, Qupperneq 34
48
LÆKNABLAÐIÐ
2) Sé stærð ósæðarhnútsins fimm cm í þvermál eða hafi sjúkl-
ingur einkenni — verki, þá er rétt að nema hann hrott.
Einkenni
Osæðarhnútur á kviðarhluta meginæðar (aorta ahdominalis)
byrjar venjulega fyrir neðan art. renalis og nær niður í háðar art.
iliacae. Þó að einkenni geti komið fram frá þrýstingi á aðliggjandi
liffæri, blóðtappa í þau eða hindrun á hlóðrennsli, er þó aðal-
áhyggjuefnið hættan á, að æðin springi.
Flestir sjúklingar eru þó einkennalausir og ósæðarhnúturinn
kemur fram sem fyrirferðaraukning með æðaslælti, sem sjúkl-
ingur finnur stundum sjálfur eða læknir við almenna læknis-
skoðun. Séu einkenni nýkomin með verkjum fram í kvið ofar-
lega eða geisli út til liliðanna eða niður í pung, er sennilegt, að
nýleg og væntanleg áframlialdandi tognun á æðaveggnum liafi
átt sér stað og meiri hætta en ella er á, að sprunga sé yfirvofandi.
Athuga her, að fyrirferðaraukningu með æðaslætti er að finna
í epigastrium eða ofan nafla i miðlínu við djúpa þreifingu, sem
leiðir í ljós væg eymsli. Reyna ber að koma fingrunum milli
rifjabo^ganna og fyrirferðaraukningarinnar til þess að finna æðar-
sláttinn til hliðar og efri mörlc ósæðarhnútsins.
Það, sem helzt getur villt fyrir, eru æxli i maga og ristli eða
brisblöðrur, sem liggja framan á meginæð. Líka getur það villt,
ef meginæð er hlykkjótt af æðakölkun og menn þreifa þá á hugð-
um, sem virðast vera ósæðarlmútar.
Röntgenrannsókn er mjög gagnleg við greiningu, þar eð á venju-
legum myndum af mjóhrygg sést kölkunin í meginæðarveggnum
í 75% tilfella og unnt er að mæla að nokkru stærð ósæðarhnútsins
(þvermál).
Ekki telst nauðsynlegt að taka mynd af meginæð með skugga-
efni (aortografi) nema í ákveðnum tilfellum, enda áhætta meiri
hér en endranær við slíkar myndatökur.
Helztu ástæður til myndatöku af meginæð með skuggaefni
1) Torkennileg fyrirferðaraukning i epigastrium neðan til, sér-
staklega á feitu fólki, þegar aðrar rannsóknir hafa ekki leitt
til sjúkdómsgreiningar.
2) Talið er, að aðeins 5% af a. a. a. nái upp fyrir art.renalis,
og því aðeins sjaldan ástæða til að óttast það; en sé grunur
um lélega nýrnastarfsemi eða háþrýsting frá art.renalis-