Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1969, Side 37

Læknablaðið - 01.04.1969, Side 37
LÆKNABLAÐIÐ 49 þrengslum, þykir rétt að taka mynd af meginæð með skugga- efni. 3) Þegar einkenni eru um æðastiflur í slagæðum til ganglima og maður þarf að mynda sér skoðun á aðgerðum þar. Springi ósæðarhnúturinn, fær sjúklingur mikla verki í kvið og aftur í bak, samhliða einkennum frá skyndilegu hlóðtapi. Blæð- ingin er oftast retroperitonealt. Oft geisla verkirnir niður í nára eða lífbein og likjast verkjum við sjúkdóma í þvagfærum eða kynfærum. Þvagrannsókn er þó oftast eðlileg, og yfirlitsmyndir af kviðarholi sýna kalkmassa í meginæð, og psoas-skuggar hverfa. Ef hlóðtap er lítið, geta aðaleinkennin verið frá uppþembu og uppköstum og henda á lífhimnubólgu.15 Meðferð Áður hefur verið minnzt á ástæður til aðgerða og hinar slæmu horfur fyrir sjúklinga með ósæðarhnúl stærri en fimm cm í þver- mál. Sé annað af þessu fyrir hendi eða hvort tveggja, telja lang- flestir ástæðu vera til aðgerðar. Þó þarf að sjálfsögðu að taka tillit til almenns ástands sjúklingsins, sérstaklega hjarta-, lungna- og nýrnastarfs lians. íAðgerðin er fólgin í því að nema hrott ósæðarhnútinn og setja gerviæð, sem er ldofin í annan endann og fest við hvora æð um sig. Séu art.iliacae i lagi, er nóg að taka sundur fyrir ofan þær, og nægir þá að setja einfalda gerviæð. Er það minna verk og fljótlegra. Þegar ósæðarhnúturinn er mjög stór, hefur reynzt erfitt að losa hann úr umhverfi sinu, einkum frá vena cava inferior. Hefur þá reynzt hezl að selja tengur á fyrir ofan og neðan, en opna svo ósæðarhnútinn, hreinsa innan úr honum hlóðstorkur og æðaþel (intima), ásamt öllu kalki og bandvefsherzli (fihrosis), sem þar er venjulega. Þarf þá að sauma fyrir art.lumbalis jafnóðum og þær koma í Ijós. Er blóðmissir ekki tiltakanlega mikill, ef þannig er farið að. Siðan er gerviæðin saumuð á venjulegan hátt, en ytri lög ósæðarhnútsins síðan utan yfir. Þetta styrkir gerviæðina, og auk þess er þetta vörn gegn þeirri hættu, að görn, sérstaklega skeifugörn, vaxi fast við gerviæðina og fistill myndist frá meginæð og í görn. Þetta er að sjálfsögðn mjög alvarlegur aukakvilli, sem þarf að hugsa sérstaklega til í hvert sinn, sem lífhimnunni er lokað yfir gerviæð. Sé ósæðarhnúturinn sprunginn og sjúklingur í losti, þarf þegar að hefja blóðflutning, en aðgerð eins fljótt og auðið er. Þegar

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.